Mikilvægi endurvinnslu - Mikilvægi fræðslu.

 Desember 12 2010-6034                                                                            Á síðustu fjórum til fimm árum hafa mjög mikilvæg skref verið stigin í endurvinnslumálum á Eyjafjarðarsvæðinu.  Áratugum saman var sorp urðað á Glerárdal og úrgangsstjórnun var engin. Sorpsamlagið var ekki góður vettvangur og samstöðu var erfitt að ná. En svo var ákveðið að slíta því samlagi og það var á stefnuskrá sumra flokkanna að taka þessi mál föstum tökum. Nútíminn hélt innreið sína  þennnan málaflokk á Akureyri. Staðan í dag er mörgum sinnum betri en hún var fyrir 6 árum síðan.

Sorphaugum á Glerárdal hefur verið lokað og verið er að vinna að uppgræðslu og lagfæringum á þeim sárum sem urðu til á árum hugsunar og stefnuleysis. Endurvinnsla á lífrænum úrgangi er í fullum gangi hjá Moltu á Þveráreyrum, flokkun á endurvinnanlegum efnum er í þokkalegum farvegi. Þó mætti ná enn betri árangri ef flokkun á endurvinnanlegum úrgangi væri við heimahús en ekki á gámastöðvum.

 Umræðan um plastið. Fyrir nokkru varð umræða um meðferð á plastúrgangi og spurst hafði út að hann væri brenndur en ekki endurunnin til framleiðslu í sama efni.  Þessi umræða hefði aldrei þurft að verða ef nægilega vel hefði verið staðið að kynningunni á aðdraganda flokkunar hér í bæ. Það hefði verið mjög auðvelt að gera bæjarbúum grein fyrir því að endurvinnsla á blönduðu og óhreinu plasti yrði orkubrennsla, í það minnasta fyrst um sinn. Það er þekkt og viðurkennd aðferð í endurvinnslu þó svo full endurvinnsla væri auðvitað besti kosturinn sé þess nokkur kostur.

Að losna við plastið úr urðun er auðvitað stórkostlegur árangur, sérstaklega fyrir umhverfið enda eyðist plast á urðunarstöðum hægt og illa. Lykillinn að góðum árangri í endurvinnslu er fræðsla. Það er ekki nægilegt að senda út bækling í upphafi og svo ekkert meir. Það þarf að vera í gangi markviss fræðsla og upplýsingagjöf með reglulegu millibili. Ef fólkið í bænum er upplýst um aðferðir og árangur með reglulegri umfjöllun og fræðslu erum við í betri málum. 

 Það má ekki setjast niður í rólegheitum og gera ekki neitt. Það er þekkt stærð í endurvinnslu og flokkunarmálum að oft er árangur bestur í upphafi en fer síðan dalandi þegar áhuginn og neistinn kulnar. Þess vegna er það skylda bæjaryfirvalda og þeirra sem við þetta vinna, verkataka og annarra að tryggja að bæjarbúum sé haldið upplýstum með umfjöllun og reglulegri útgáfu kynningarefnis. Þá fáum við ekki uppákomur eins og varð þegar umfjöllun um meðhöndlun á plasti náði hæstum hæðum með tilheyrandi tjóni fyrir hugarfar bæjarbúa gagnvart endurvinnslumálum.  

 

Jón Ingi Cæsarsson

Í umhverfisnefnd Akureyrar.  

( birtist áður í Akureyri vikublað )


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband