Hver á sökina ef einhver er tekinn fullur á bílnum ?

Framkvæmdastjórn ESB hefur með formlegum hætti tekið afstöðu gegn sjónarmiðum og hagsmunum Íslands í Icesave deilunni. Þetta segir Advice-hópurinn sem beitti sér fast í Icesave-málinu á sínum tíma.

Ef ég er tekinn fullur á bílnum og dreginn fyrir dóm, hverjum er það að kenna  og hver ber sökina ?

Alþingismennirnir sem samþykktu lögin um að ekki mætti aka undir áhrifum áfengis ?

Lögreglumaðurinn sem tók mig og lét mig blása eða mældi ?

Læknirinn sem staðfesti ölvun yfir mörkum ?

Dómaranum sem dæmir mig ?

Mér sjálfum ?

Samkvæmt því sem þessi ágæti Advisehópur segir er það fáránlegt að ég sé dreginn fyrir dóm og byggist örugglega á illvilja þeirra sem eiga rétt á að ég sé færður fyrir dómara, það eru vegfarendur og aðrir sem sem voru í hættu, sem eru illa innrættir.

Samkvæmt skilgreiningu Advise er réttur þeirra sem eiga heimtingu á að ég sé ekki í umferðinni, fullur, enginn. 

Réttur minn sem lögbrjóts fyrir rétti er sá eini sanni.

Auðvitað á ég að fyllast gremju í garð þeirra sem bjuggu til þau lög og reglur um þessi mál auk þess sem ég á að vera fullur af heilagri reiði í garð þeirra sem vilja láta lög og reglur gilda.

En ég sjálfur sem tekinn var fullur á bílnum og er dreginn fyrir dómara til að láta dæma um meint brot mitt og ef til vill að ákvarða refsingu mína fyrir tiltækið sárasaklaus og á að slíta öllum samkiptum við þessa leiðindamenn sem erum að sækja rétt sinn samkvæmt lögum.

Samkvæmt nálgun Advisehópsins er Ísland undaþegið þeim lögum og reglum sem við sjálf undirrtituðum 1994. þ.e. EES samninginginn.

Þessi málflutningur er að sjálfsögðu ekki boðlegur og er algjörlega í anda þess ábyrgðarleysis þegar þessir sömu menn töldu þjóðinni trú um að Icesave hyrfi við að segja NEI.

En niðurstaðan byggir á niðurstöðum dómara í þessu máli eins og ef verið væri að fjalla um fullan bílstjóra.

Niðurstaðan byggir ekki á gremju, þjóðerninshyggju og kjánalegri þjóðrembu heldur niðurstöðu dómara sem dæma samkvæmt þeim samningum sem við höfum undirritað og eigum að standa við.


mbl.is Styðja eindregið sjónarmið ESA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Svo ættu þessir sem hæst láta að hugleiða að það er stofnun á vegum EFTA sem er að stefna okkur en ekki ESB. Þar með eru þarna öll lönd Evrópu sem standa að baki þessari stefnu.

Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2012 kl. 21:42

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Sem skipta okkur máli viðskiptalega séð..

Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2012 kl. 21:42

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef ég yrði tekinn fullur undir stýri, myndi ég ekki fara fram á að þú yrðir sviptur ökuskírteini.

Theódór Norðkvist, 12.4.2012 kl. 22:17

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Auk þess sem Theódór segir þá eru þessi lög álíka réttlát og að kæra Íslendinga fyrir að valda milljarða tjóni á flugsamgöngum í Evrópu útaf eldgosi í Eyjafjallajökli.

Samkvæmt þínum málflutningi þætti þér ekki bara sjálfsagt mál að við myndum borga þann skaða, heldur þykir þér stórundarlegt að við skulum ekki bara taka því þegjandi og hljóðalaust.

Teitur Haraldsson, 13.4.2012 kl. 06:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband