12.4.2012 | 12:23
Það skiptir máli hverjir stjórna.
Allar vangaveltur um hvort stjórnvöld muni koma í veg fyrir friðsamleg mótmæli í tilefni af komu Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, eru fullkomlega óþarfar. Strax þegar farið var að undirbúa þessa heimsókn var því skýrt komið á framfæri við kínversk stjórnvöld að friðsamleg mótmæli séu að sjálfsögðu heimil enda sé það lýðræðislegur réttur hér á landi. Þetta skrifar Jóhanna Sigurðardóttir á Facebook-síðu sinni.
Það skiptir máli hverjir stjórna.
Þegar Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru við völd voru friðsamir mótmælendur teknir úr umferð og lokaðir inni.
Núna eru við völd stjórnvöld sem virða mannréttindi og lýðræði.
Jóhanna: Friðsöm mótmæli heimil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hárrétt hjá þér Jón Ingi það skiptir máli hverjir stjórna. Samfylkingin vill að kínverjar komi hingað og fjárfesti og kaupi upp mikið land. Samfylkingin vill líka vikja, en VG vill hvorugt. Sumir í VG vilja umræður um Icesave, en Samfylking vill það ekki. Þeir sem vila umræður um málin eru kallaðir villikettir. Samfylking vill ekki umræður um málin, en vilja samræðustjórnmál, sem eru umfjöllun á samræðna.
Lítill strákur að norðan sem skrifar blogg, sem dásamar flokkinn sinn og flokksformanninn sinn alltaf, jafnvel þótt allir sjái að mönnum hafi orðið á í messunni er einskins virði. Slíka er hægt að nota til þess að raða upp stólum. Það verða einhverjir að vera í hverjum stjórnmálaflokki sem taka að sér hlutverk skriðdýrsins.
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2012 kl. 20:49
Bullið í þér Sigurður.. ég veit ekki betur en ég sé ekki talsmaður kaupa kínverja á risalandi á Íslandi... ertu í einhverju æðra sambandi við máttarvöldin mín ?
Viltu ekki ræða efnislega innhalds bloggsins og lýsa skoðun þinni á aðgerðum stjórnvalda um árið ? Þá skal ég ræða þetta við þig en ekki ef þú bullar svona kjánalega
Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2012 kl. 21:52
Hver er Jóhanna Sigurðardóttir ?
Einar Guðjónsson, 12.4.2012 kl. 23:38
Jón Ingi við erum algjörlega ósammála um sölu á risalandi til útlendinga. Þar erum við Ómar Ragnarsson meira sammála. Í Evrópu eru víða takmarkanir á sölu lands og við eigum að skoða þessi mál afar vel.
Varðandi móttöku ráðamanna Kínverja hér um árið þá var illa staðið að þeim málum á sínum tíma og okkur ekki til framdráttar. Það þarf hins vegar að huga vel að öryggi kínverska ráðamanna og ef við gerum mistök á þeim vettvangi gæti það orðið okkur afar dýrkeypt.
Blogg þitt fjallar hins vegar ekki aðeins um þessa heimsókn heldur um samanburð og ef þú berð lýðræisleg vinnubrögð í ríkisstjórn Davíðs Oddsonar sem vel má gagnrýna, við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur þá á kolfellur Jóhanna. Um þetta eru reyndir stjórnmálamenn úr öllum flokkum sammála. Alræði Jóhönnu og Steingríms og skortur á faglegum vinnubrögðum hefur fært ríkisstjórnina í 28% fylgi.
Ég hef lesið bloggið þitt alloft og bent vinum mínum í Samfylkingunni á hvernig málfutningurinn er og niðurstaðan er flokksauðsk vinnubrögð. Því munt þú aldrei kingja. Það þýðir að þú munt alltaf fylgja flokkslínunni hversu vitlaus hún er. Skýringin getur verið af tvonnum toga hundsleði eða heimsku. Veit ekki hvor er skárra.
Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2012 kl. 23:50
Jón það vantaði broskall hjá mér í þetta innlegg.
Ég vinn nokkrar vikur á ári í Þýskalandi. Þar eru tveir jafnaðarmannaflokkar. Einn sem er í gamla Vestur Þýskalandi og einn í gamla Austurlýskalandi. Flokkurinn í Vestur Þýsklalandi er frjálslyndur jafnaðarmannaflokkur, vill atvinnuuppbyggingu, byggir á virku lýðræði, bæði þar sem flokkurinn er gagnrýndur innanfrá, og af engum tepruskap og síðan er gagnrýni á önnur stjórnmálaöfl. Foryngjadýrkun er eitur í þeirra beinum, og hafa fyrir sér dýrkunina á Hitler til varnaðar. Umhverfismál eru mikilvægur þáttur.
Í Austur Þýskalandi eru jafnaðarmenn meira til vinstri. Þar ríkir flokksræðið, og foryngjadýrkunin. Sterk áhrif frá gamla Kommúnistaflokknum. Stákarnir í Stasí eru enn á sveimi. Umhverfismálin eru bara á yfirborðinu, en á bak við orðin er ekkert.
Þann fyrrnefnda gæti ég stut og margir Íslendingar, þann síðara alls ekki. Jafnaðarmannaflokkur undir sterkum alræðisáhrifum, er einfaldlega tegund af kommúnistaflokki.
Hér á landi var hjörð sem setti Davíð Oddson á stall, og nú eru lað Steingrímur og Jóhanna. Hvorugur hópurinn eru lýðræðissinnar.
Ég þekki til vinnu þinnar í umhverfismálum, en að lofsyngja stjónrvöld sem hvefur mistekist jafn mikið og raun ber vitni er ekki virðingarvert. Í mínum vinahóp eru jafnaðarmenn sem búið hafa í Evrópu þar sem þeir hafa tekið þátt í starfi flokka þar, þeir eru ekki kátir með þróunina hér og ekki flokksauðina.
Sigurður Þorsteinsson, 13.4.2012 kl. 07:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.