Tregur formaður samgöngunefndar ?

„Vaðlaheiðargöng er verkefni sem getur að öllum líkindum borið sig sjálft og því eru þau sá vænlegi kostur sem við lítum til núna,“ sagði Oddný G. Harðardóttir, fjármálaráðherra, í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær.

Ég átta mig ekki á skilningleysi formanns samgöngunefndar, Guðfríðar Lilju. Hún stendur enn í þeirri meiningu að með því að slá af Vaðlaheiðargöng verði til svigrúm í kerfinu til að gera eitthvað annað.

Ég stend nú í þeirri meiningu að þetta mál sé það oft rætt og af þeim skýrleika að þokkalega gefnir þingmenn viti að slá þau af býr ekki til neitt annað í samgöngumálum.

En formaður samgöngunefndar virðist eitthvað tregur og skilningurinn á því nær ekki inn fyrir skelina, hvað er þá til ráða með þann ágæta þingmann ?


mbl.is Vaðlaheiðargöng enn á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta mál snýst nú bara um það að öruggt er að þau áform sem eru uppi um fjármögnun þessara ganga muni ekki ganga eftir. Kostnaðurinn mun því á endanum lenda á ríkinu að langmestu leyti og því væri eðlilegra að þetta væri inni í samgönguáætlun eins og aðrar framkvæmdir. Guðfríður Lilja gerir sér grein fyrir þessu því hún hefur nefnilega augun opin meðan sumir aðrir halda fyrir þau. Hvort það er heimskulegt af henni er svo annað mál. Kannski er það það því hún ætti væntanlega von á meiri vegtyllum væri hún hlýðnari.

Þorsteinn Siglaugsson, 21.3.2012 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mjög nauðsynlegt er að koma sem fyrst af stað nytsömum framkvæmdum. Skil heldur ekki afstöðu Guðfríðar Lilju.

Í gær var eg á Landsbókasafni og rakst þar á matsáætlun vegna nýrrar háspennulínu frá Blönduvirkjun og til Akureyrar. Mér finnst einkennilegt að ekki skuli skoðuð betur leiðin um Barkárdal og leyfa Öxnadalnum að vera í friði. Kosturinn er ögn styttri leið (um 2 km) en heiðin sem er nokkuð hærri eða sem nemur um 100 metrum. En eftirlit og viðhald er auðvitað auðvaldara á þeirri leið sem áætlun stendur til.

Hefur ekki komið til tals að grafa ný jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar? Það mætti huga að þeim í framhaldi. Kannski að Guðfríður Lilja óttist mikla framkvæmdagleði.

Þið Norðlendingar verðið nokkuð jarðgangnaríkir ef allt þetta gengur eftir.

Guðjón Sigþór Jensson, 21.3.2012 kl. 09:59

3 identicon

Það er eitt sem að mér finnst alveg vannta í þessa umræðu og nokkrir þingmenn virðast ekki alveg skilja það.

Kostnaðaráætlun er um 11 milljarðar. Hvað fær ríkið mikinn hlut af því til baka í formi skatta?

Gefum okkur það að það verði 60% sem að yrði þá 6,6 milljarðar til baka í formi skatta. Þá standa eftir 4,4 milljarðar. Ef að gjaldtaka yrði í 20 ár og myndi gefa 2 milljarða þá stendur efir 2,4 milljarðar. Þessi kostaður myndi þá lenda á ríkinu. Þá er spurning er mikið að gera göng fyrir 2,4 milljarða? Nei það er mjög lítill kostnaður.

Í þessu dæmi gef ég mér forsendur vegna þess að man ekki tölurnar nógu vel til að nota þær.

Gísli Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 21.3.2012 kl. 11:10

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þorsteinn... þessi umræða þín er sem " copy paste " af umræðu úrtölumanna í aðdraganda Hvalfjarðarganga.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.3.2012 kl. 11:19

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Guðjón "Hefur ekki komið til tals að grafa ný jarðgöng milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar?" Sú leið kallast tröllaskagaleið. Þá yrði farið inn í gegnum hóla í hjartardal og tekin nokkuð bein lína inn í  eyjafjörðinn. Einnig yrði þjóðveg 1 breitt í austur húnavatnssýslu en í stað þess að fara langadalinn þá yrði farið yfir þverárfjall. Vegagerðin er búin að gróf teikna upp veginn og gera kosnaðaráætlun en það var talið vera 2 miljörðum meira en vaðlaheiðargöng. Vegstytting er í heild talin vera á bilinu 40-50 km, auk þess sem þá er bæði tröllaskagaleið töluvert snjóléttari en Öxnadalurinn og það sama á við þverárfjallið vs  stóra vatnskarðið. Tröllaskagaleið er ekki inn í myndinni næstu 50 árin eða svo að sögn forsvarsmanna vegagerðarinnar á íbúafundi um samgöngumál á Blönduósi september 2010

Brynjar Þór Guðmundsson, 21.3.2012 kl. 19:42

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Brynjar: væri ekki hyggilegra að taka jarðgöng úr Norðurárdal í Skagafirði og annað hvort gegnum Öxnadalsheiði eða kannski finna styttri leið í Barkárdal? 

Guðjón Sigþór Jensson, 22.3.2012 kl. 15:00

7 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Guðjón, A Það næðist ekki eins mikil stitting, í betsa falli yrði það um 5-10 km og spurning með snjóalög þar sem sá vegur "faðmar" nokkra smájökla. B "finna styttri leið í Barkárdal" B leið (hjá þér) er er á mjög svipuðum stað og tröllaskagaleið.  Mig minnir að tröllaskagaleið liggi aðeins ofar og því fleiri kílómetrar sem sparast auk þess sem möguleiki opnast á að stytta leiðina til dalvíkur á um annað hundrað kílómetra þar sem aðeins þarf að bora 500 metra eða svo(tek eftir minni frá íbúafundinum þannig að það er ekki 100%)

Mín prívat og persónulega skoðun er sú að vestfirðirnir og austfirðirnir ættu að njóta algers forgangs, td hafa sumar heiðar fyrir vestan verið ófærar í fjóra mánuði samfellt og oddskarðið er einn erfiðasti vegkafli landsins. Þar fyrir utan er Bogarfjörður eystir lokaður meira og minna sumranna á milli.

Brynjar Þór Guðmundsson, 23.3.2012 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband