Maður fer ekki úr nýju starfi nema eitthvað sé.

Stjórn Jarðborana hefur ráðið Ágúst Torfa Hauksson, verkfræðing sem nýjan forstjóra Jarðborana hf. og mun hann hefja störf nú á næstunni samkvæmt samkomulagi við fyrri vinnuveitanda. Ágúst tilkynnti um það í morgun að hann léti af starfi sínu hjá Norðurorku.

Eitthvað hefur Ágústi ekki liðið vel hjá Norðurorku.  Ef menn eru tilbúnir til að taka pokann sinn eftir hálft ár er eitthvað sem ekki hefur skorað hjá viðkomandi.

Okkur Akureyringum þætti ekki verra að vita hvað það er þannig hægt verði að halda í næsta forstjóra aðeins lengur.


mbl.is Ágúst Torfi til Jarðborana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Hermann Tómasson ekki á lausu ?  Hvernig líður honum sem bæjarfulltrúi Samfó ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 9.3.2012 kl. 17:20

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Jarðboranir eru þjóðþrifafyrirtæki. Því var stjórnað lengi vel af mjög færum og farsælum forstjóra Bengt Einarssyni. Því miður lenti fyrirtækið í tröllahöndum þegar Atorka yfirtók það og seynna Geysir Green sem sennilega var stofnað eins og hvert annað braskfyrirtæki m.a. í þeim tilgangi að koma orkulindum landsmanna undir erlend yfirráð. Þetta allt er mikil sorgarsaga og sennilega hefur Bengt fengið nóg af þessu en hann var ætíð varkár í öllu og vildi fara hægt en örugglega. Eg sótti aðalfundi félagsins í áraraðir og minnist þess hve kappkostað var að hafa öll mál í sem besta lagi hvort þar var um að ræða fjármál fyrirtækisins eða öryggismál starfsmanna. Þeir voru margir hverjir meðal hluthafa en hafa væntanlega tapað öllu hlutafé sínu eins og eg og fleiri vegna braskaranna sem vildu vaða á súðum.

Guðjón Sigþór Jensson, 11.3.2012 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband