6.3.2012 | 12:28
Dæmdur.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Björn Bjarnason til að greiða Jóni Ásgeiri Jôhannessyni 200 þúsund kr. í miskabætur, 200 þúsund kr. til að birta forsendur dóms auk þess sem tiltekin ummæli í bók Björns voru ómerkt. Þá þarf Björn að greiða Jóni fimm hundruð þúsund í málskostnað.
BB er dæmdur ... og þarf að greiða fjandvini sínum tæpa milljón.
Stundum er betra að hafa stjórn á heift sinni í garð fólks... það kostar peninga að fara offari og láta stjórnast af vondu skapi og vondu dagsformi.
Annar Eimreiðarmaðurinn sem þarf af með peninga að undanförnu.
Tiltekin ummæli ómerkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það vill gleymast að.
Glæpamenn eru líka með lögfræðinga.
Teitur Haraldsson, 6.3.2012 kl. 12:59
Málið snýst einkum um þau ummæli Björns í bók sinni „Rosabaugur yfir Íslandi“ sem gefin var út síðastliðið sumar, þar sem fjallað er um Baugsmálið svonefnt, að Jón Ásgeir hafi fengið dóm fyrir fjárdrátt í tengslum við það mál þegar hið rétta var að hann var sakfelldur fyrir meiriháttar bókhaldsbrot.
Einfaldlega rangar ásakanir..af hverju ætti það koma á óvart að hann sé dæmdur, sama hver á í hlut Teitur.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.3.2012 kl. 13:40
Sæll Jón Ingi,
ég skil orð þín um Eimreiðarhópinn á þann veg að þú sért með þeim að gera lítið úr æru minni. Ég er ekki í Eimreiðarhópnum. Þótt þú leiðréttir þetta og biðjir mig afsökunar, ætti að dæma mér bætur samkvæmt dóminum sem þú fagnar. Sá er munurinn á skrifum þínum og mínum að hjá mér var um ritvillu án ásetnings um meingerð á æru Jóns Ásgeirs að ræða en fyrir þér vakir greinilega að gera lítið úr æru minni. Ef til vill dytti einhverjum í hug að dæma þig til refsingar fyrir þetta auk miskabóta.
Með góðri kveðju
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason (IP-tala skráð) 6.3.2012 kl. 13:57
Það má kannski benda Jóni Inga á, að "miskinn" sem Jón Ásgeir taldi sér gerðan og hann mat sjálfur á eina milljón, mat rétturinn á einungis 1/5 þeirrar upphæðar.
Stutt var blogg þitt, en samt tókst þér að koma villum að, m.a. þessari: "BB er dæmdur ... og þarf að greiða fjandvini sínum tæpa milljón." – Nei, af 900.000 krónum skyldi B.B. nota 200.000 kr. "til að kosta birtingu dómsins" og "greiða málskostnað upp á hálfa milljón króna" skv. dómnum, og er þar um málskostnað JÁJ að ræða. En yfirleitt er ekki í dómum fallizt á fullan málskostnað málssækjenda, þannig að Jón Ásgeir verður að bera hluta hans líka. Kannski honum nægi það, sem þá verður eftir af 200.000 króna miskabótunum, til að kaupa sér einn kassa af diet-kók.
Jón Valur Jensson, 6.3.2012 kl. 14:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.