Framsókn og efnahagsstefnan.

„Hann var beðinn bara um að setja ráðstefnuna og segja nokkur orð í upphafi. Ég átti frekar von á því að það yrðu bara nokkur vinsamleg orð um samskipti Íslands og Kanada í gegnum tíðina,“ segir Sigmundur. Hann segist þó hafa spjallað við sendiherrann áður um þennan möguleika. „En það kom mér mjög á óvart að hann skyldi fara í þessi viðtöl og vera svona afdráttarlaus.“

En einu sinni verða Framsóknarmenn hlægilegir.

Barnaskapur og einfeldni formannsins er með eindæmum og nú er hann í þriðja sinn eins og kjáni þegar kemur að gjaldmiðilsmálum.

Annars er honum vorkunn. Það er svolítið kátbroslegt að heyra suma tala gegn ESB og evru en telja síðan að upptaka Kandadollars sé lausnin.

Með því væri stjórn gjaldeyrismála og efnhagsmála á Íslandi flutt undir Seðlabanka Kanada án þess að Ísland hefði þar nokkra aðkomu.

Hvernig er hægt að halda úti svona ábyrðgarlausri umræðu daginn út og daginn inn ?


mbl.is Frumkvæðið ekki Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hvernig er hægt að halda úti svona ábyrðgarlausri umræðu daginn út og daginn inn ?"

Þér ætti nú ekki að vera skotaskuld úr því að spyrja heilögu Jóhönnu að því eða hennar eðal fír Össur. Líklega hefði þessi Kanadamaður og umræðan um þau mál getað truflað Evrópu-trúboð ykkar Samfylkingarmanna er nú geysast um landið ...........

Ágúst J. (IP-tala skráð) 3.3.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Andaktugt að sjá orðið "ábyrðgarlaus" leka úr þínum penna í sömu vikunni og Grikklandi er varpað á dyr seðlabanka Evrópusambandsins, sem nú neitar að taka tryggingar gríska ríkisins gildar vegna þess að þeir eru komin lánshæfnisflokk Samfylkingarinnar; ríkisgjaldþrot. Og það þrátt fyrir 30 ára aðild Grikklands að Evrópusambandinu.


Dagur þinn sem ábyrgðarmaður er víst hér með útrunninn

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.3.2012 kl. 15:50

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Er það ekki sniðugt að í aldir lifðu Grikkir af góðæri og hörmungar með sin gjaldmiðil.  En svo eftir stundarkynni við Evru þá eru þeir í rusli. Dýrð sé Evru og Evrópusambandinu hrín í Jóhönnu, þessari druslu sem aldrei verður brúkleg til nokkurs hlutar.      

Hrólfur Þ Hraundal, 3.3.2012 kl. 16:08

4 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Merkilegt hvað sumir halda að menn séu grænir... hvenær hefur Grikkland verið sæluríki í efnahagsmálum.. Grikkland féll ekki vegna ESB eða evru.. Grikkland féll eingöngu vegna óráðsíu og óstjórnar heimafyrir..og væri fallið fyrir löngu ef ESB hefði ekki haldið í því efnahaglegu lífi um hríð.

Það ærandi fyndið að sjá menn tala niður ESB og Evrópuríki sem eru okkar helstu og nánast einu viðskiptaþjóðir og við eigum allt undir að þau viðskipti haldist áfram og aukist verulega.... einlega þannig mönnum til skammar :-)

Jón Ingi Cæsarsson, 3.3.2012 kl. 16:16

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Að tala niður Evrópuríki og helstu viðskiptalönd okkar í áratugi er svipað og níða niður fjölskyldu sína... þið eruð sorglegir eða þröngsýnir..átta mig ekki alveg á hvort frekar

Jón Ingi Cæsarsson, 3.3.2012 kl. 16:19

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Framsóknarflokkurinn hefur oft gert alvarleg mistök. Verst er þegar þeir gera sér ekki sjálfir grein fyrir því? Töldu þeir ekki sjálfum sér trú að allt væri í góu lagi hjá SÍS he´rna um árið þó það væri í mörg ár „tæknilega“ gjaldþrota.

Guðjón Sigþór Jensson, 4.3.2012 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband