13.2.2012 | 20:52
Hin sibreytilega Akureyri 1. hluti.
,,Hversu oft höfum við ekki heyrt bæjarbúa andmæla breytingum á bænum sínum. Það er gjarnan notað sem ástæða að menningarlegu yfirbragði Akureyrar megi ekki breyta og að láta sér detta í hug að byggja eða breyta í eldri hverfum er eitur í beinum margra. Hverjir muna ekki alla undirskriftalistana, allar mótmælagreinarnar og viðtölin þar sem breytingar og byggingar eru gjarnan af hinu illa og gamla Akureyri sé það eina rétta og allt nýtt er af hinu vonda. Auðvitað er þetta nokkuð ýkt mynd hjá mér en í þessa veruna er gjarnan umræðan þegar breyta á eða byggja.
Það er skiljanleg vörn að reyna að halda í það sem er, fólk vill hafa umhverfið sitt sem líkast því sem það hefur verið alla tíð og snúist er til varnar ef ræddar eru nýbyggingar í eða við gróin hverfi. Svona hefur þetta verið ,,alla tíð og ekki síður á Akureyri en annarsstaðar. Alls ekki má gera lítið úr þessum tilfinningum en þær mega ekki taka alla stjórn. Hin skynsamlegi meðalvegur er oftast farsæll.
Gamla Akureyri
En hversu mikið er eftir að því umhverfi sem Akureyringar t.d. ársins 1890 upplifðu í sínu lífi ? Þá var bærinn Fjaran, Innbærinn og nokkrar götur á sunnanverðri Oddeyri. Sjórinn lá víða upp að brekkurótunum, t.d. þurfti að fara sneiðing í brekkunni til að komast á milli Fjörunnar og Akureyrar sem var á eyrinni niður af Búðalæknum.
Fyrsta uppfyllingin sem gerð var fram í sjó á Akureyri var eimitt á þeim stað. Mokað var úr brekkunni út í sjóinn og gerð uppfylling sem gekk undir nafninu Nýja Ísland. Þetta var rétt fyrir aldamótin 1900 og á uppfyllingunni reis hús sem er Hafnarstræti 2 eða Grundarskálinn eins og það hús er gjarnan nefnt. Sú bygging varð tilefni mikilla deilna og margir sáu fátt nema ljótleika og ókosti við þetta ráðslag.
1895 skrifaði Páll Briem skipulagsnefndinni, en honum var mjög annt um fegurð og skipulag Akureyrar eftirfarandi um byggingu Grundarskálans á uppfyllingunni við mót Hafnarstrætis og Aðalstrætis. ( Saga Akureyrar II bindi)
en það sem einkum prýðir Akureyri, er sjórinn, bæði útsjónin á sjóinn og af sjónum, og mér finnst því knýjandi ástæður til að eyðileggja þessa prýði. Eptir því sem mér virðist sýnist mér hús bræðranna Friðriks og Magnúsar Kristjánssona mjög óheppilega sett, þar sem það lokar fyrir útsjónina út á sjóinn og snýr bakhliðinni framað sjónum en þó virðist mér hið nýja geymsluhús ennþá verra, því það lokar því það ekki aðeins útsjón á sjóinn, heldur hindrar að nokkurntíman verði byggt meðfram brekkkunni ( Saga Akureyrar, Jón Hjaltason II bindi, bls 136)
Af þessu tilefni fór af stað undirskrifalisti þar sem skorað var á Pál að halda andstöðu sinni við uppfyllinguna og byggingu á henni til streitu. Þar voru fremstir í flokki Matthías Jochumsson og Eggert Laxdal kaupmaður. Löngu eftir að Grundarskálinn, Hafnarstræti 2 var risinn var haft eftir Havsteen konsúl að það væri óþarfi að bæta við gamla Ísland.
Nokkur hús risu síðan á þessari fyrstu uppfyllingu fram í sjó á Akureyri, áðurnefndur Grundarskáli eða Hafnarstræti 2, Aðalstræti 13, 15 og 17 og líklega Aðalstræti 19 líka. Svarsýnisspár andstæðinga Nýja Íslands um að engin hús mundu rísa brekkumegin gengu ekki eftir og þar er nú samfelld röð húsa frá gamla Spítalanum að því húsi sem var þá nyrsta hús í Fjörunni, Aðalstræti 28. Eitt þessar húsa vestanmegin varð þó skriðu að bráð fyrir tveimur áratugum án manntjóns þó því engin var heima.
Lifandi bær lifandi umhverfi.
Þessi dæmisaga mín er aðeins til að minna á að umhverfi okkar er síbreytilegt. Það skiptir ekki mál hvor það er árið 1895 eða 2012, fólk vill verja það ástand og það landslag sem það þekkir og man eftir.
Lifandi bær er síbreytilegur. Auðvitað á að halda í menningu og gömul hús. Slík varðveisla má þó ekki verða til þess að framþróun stöðvist og hverfi, svæði eða hús breyist í dauðar minjar og líflaus minnismerki. Þess vegna verður að finna millileið milli öfgavarðveislu og þess að rústa öllu og fjarlægja.
Skipulagsmál og nýbyggingar eru mikið tilfinningamál. Okkur Akureyringum gengur misvel að ræða þau af yfirvegun og látum gjarnan hjartað ráða allri för. Það er að mínu mati farsælla að blanda saman tilfinningum og rökhugsun og leita leiða til að halda í menningu og minjar en halda jafnframt á lífi þeim svæðum og hverfum sem verið er að fjalla um hverju sinni.
Hver segir í dag að húsin við Aðalstræti austanvert séu skipulagsslys eins og þeir sögðu hugsjónamennirnir sem börðust gegn þeim á sínum tíma af góðum hug og örlítili íhaldssemi. Akureyri væri fátækari í dag ef ekkert hefði gerst á þessum slóðum og sjórinn félli enn að brekkunum sunnan Gamla spítalans. Það sem forfeður okkar kölluðu slys köllum við stolt og sóma Akureyrar. Þannig vinnur tíminn og sagan.
Ég ætla að fjalla meira um uppfyllingar og breytingar á Akureyri í pistlum á næstunni því það er forvitilegt að rifja upp og bera saman bæjarstæði Akureyrar 19. aldar og bæjarstæði Akureyrar á 21. öldinni.
Birtist fyrst á Akureyri.net.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Þetta er meiriháttar skemmtileg og fróðleg lesning. Einnig mjög gaman af þessum gömlu myndum að rýna í þær og sjá hvaða hús hafa vikið og risið og breytinguna á bæjarmyndinni í heild. Bestu þakkir fyrir, Kv. Arnór Bl.
Arnór Bliki Hallmundsson, 15.2.2012 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.