22.1.2012 | 12:28
Krossanesborgir - lítill pistill.
Krossanesborgir eru náttúrperla á norðurmörkum Akureyrar. Borgirnar afmarkast að Lóninu í norðri, þjóðvegi 1 í vestri, Óðinsnesi í suðri og liggja að óbyggðum móum í austri skammt ofan fjörunnar norðan Ytra Krossaness. Borgirnar voru friðlýstar sem fólkvangur árið 2005 eftir margar ára baráttu áhugamanna um að svo væri gert. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar segir eftirfarandi.
Krossanesborgir eru svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, úr því er berggrunnur Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra. Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.
Heimild frá heimasíðu Umhverfisstofnunar.
Eitt aðaleinkenni Krossanesborga er mjög auðugt fuglalíf og hafa bæjaryfirvöld á Akureyri, umhverfisnefndin gengist fyrir reglulegri talningu varpfugla í borgunum. Talið hefur verið þrisvar á fimm ára fresti , síðast var slík talning framkvæmd 2008 og vonandi verður því haldið áfram með reglulegu millibili því þessar skýrslur eru ómetanlegur sjóður fyrir náttúru Akureyrar og Eyjafjarðar. Næstu talningu ætti að framkvæma vorið 2013 til að viðhalda þessu verkefni.
Hér má sjá nýjustu skýrsluna í pdf formi og er hún vistuð á heimasíðu Akureyrar.
http://www.akureyri.is/static/files/vefmyndir/akureyri/framkvdeild/Krossanesborgir_2008_pdf.pdf
Í inngangi skýrslunnar segir.
Í skýrslu þessari gerum við grein fyrir talningu á fuglum í Krossanesborgum á
Akureyri vorið 2008. Þetta er þriðja talningin í Borgunum að beiðni Akureyrarbæjar. Talið er á 5 ára fresti og fóru fyrri talningar fram 1998 og 2003 (Sverrir Thorstensen og Þorsteinn Þorsteinsson 1999, 2003). Fyrri talningar voru gerðar vegna áforma bæjarins um friðlýsingu svæðisins. Krossanesborgir voru friðlýstar sem fólkvangur þann 27. janúar 2005. Markmið verndunarinnar var að vernda svæði til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu.
Auk þess er verndaður mikilvægur varpstaður fjölda fuglategunda, búsvæði sjaldgæfra plöntutegunda og sérstæðar jarðmyndanir og þannig stuðlað að varðveislu líffræðilegrar og jarðfræðilegrar fjölbreytni Friðunin er þvíí anda Staðardagskrár 21 sem Akureyri hefur tekið virkan þátt í hér á landi.
Krossanesborgir sem útivistarsvæði.
Borgirnar voru lengi fremur óaðgengilegar til útivistar. Síðustu ár hefur verið unnið að því að bæta aðgengi og auðvelda skoðunarferðir um svæðið. Stígar hafa verið lagfærðir, trébrú var sett á mýrarsundið vestast í borgunum og búið er að útbúa nýtt bílastæði við Óðinsnes þar sem skilti upplýsir um það markverðasta sem þar er að finna. Þó skortir mikið á að mínu viti að nóg sé að gert. Það þarf að girða svæðið því nokkuð ber á því að þar sem farið um með hross og það nýjasta er að þar eru óprúttnir aðilar farnir að iðka þann ljóta leik að fara þar um á mótorhjólum. Það þarf ekki að fjölyrða um þann skaða og tjón sem slíkt veldur á viðkvæmum mýrum og fuglalífi. Tvær tjarnir eru í Krossanesborgum. Hundatjörn er syðst, rétt við nýju aðkomuna að svæðinu. Hún er nokkuð röskuð vegna gamalla áveitskurða sem hafa lækkað í henni vatnið um einhverja tugi sentimetra. Það er álitamál hvort eigi að endurheimta upphaflega vatnshæð vegna hinnar nýju aðkomu og hætt við að stígar blotnuðu mjög næst tjörninni.
Hin tjörnin er Djáknatjörn, alveg nyrst og er hún algjörlega óröskuð og náttúruleg. Þar er mjög mikið og líflegt fuglalíf á vorin og fyrri hluta sumars. Af hverju hún heitir Djáknatjörn er ekki vitað en gaman væri að heyra það ef einhver lúrir á sögu um það. Rétt við Djáknatjörn er eitt að fjórum fuglahúsum í landi Akureyrar og þar geta áhugasamir fengið skjól og fylgst með fuglalífinu á staðnum. Í húsinu eru myndir af þeim fuglum sem eiga sér varpstað og viðkomu í Krossanesborgum. Það er mikill gróður í þessum tjörnum, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra.
Nokkuð vestan Djáknatjarnar eru tóftir að Lónsgerði, litlu býli sem var í Krossanesborgum fram á síðustu öld. Einnig má sjá móta fyrir vatnsveituskurði sem gerður var um 1900. Í gegnum borginar liggur stubbur af fyrsta akvegi sem gerður var norður frá Akureyri og það er mjög skemmtilegt að þarna hafi varðveist sýnirhorn af samgöngumannivirki til kaupastaðar á Íslandi fyrir meira en öld síðan. Ekki má gleyma seinni tíma minjum en setulið Breta hafði nokkur umsvif í borgunum um nokkurt skeið og má sjá húsgrunna, skotgrafir og leifar af varðskýlum hér og þar. Gaddavírsflækjurnar hafa ryðgað niður og eru að hverfa en þær voru nokkuð áberandi víða þegar ég lék mér í borgunum í æsku.
Hægt og bítandi eru Krossanesborgir að ná stöðu sem útivistarsvæði og það má sjá á þeim stígum sem liggja um borgirnar að notkun þeirra hefur vaxið og sérstaklega er áberandi að fólk sækir í það að koma við í fuglaskoðunarhúsinu við Djáknatjörn nyrst í borgunum. Jafnframt fjölgar þar fólk með hverju árinu sem týnir þarna ber að hausti. Nokkuð þokkalegt berjaland er þarna á stöku svæðum.
Það má orðið sjá gríðarlegan mun á gróðurfarinu og um allar borgir er birkið að ná sér á strik og maður verður stundum hissa að sjá hvar þetta harðgera tré stingur upp kollinum. Nú þegar er trjágróður farinn að setja mikinn svip á umhverfið. Það er eiginlega með ólíkindum þær breytingar sem sjá má þarna síðustu 10 árin. Auðvitað kom þetta allt með algjörri friðun fyrir beit og svo hefur hlýnandi veðurfar sitt að segja eins og annarstaðar á Íslandi, þar sem birkið sækir hratt fram og hækkar sig til fjalla. Það verður orðin milill gróður og skjólsælt víða í Krossanesborgum á næstu áratugum
( Birtist áður á Akureyri.net )
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.