21.1.2012 | 21:17
Dalavæl..
Evrópustofa, upplýsingamiðstöð Evrópusambandsins á Íslandi, var opnuð í dag og mun kynna Evrópusambandið fyrir Íslendingum. Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður Heimssýnar, segir að nú hefjist gengdarlaus áróður Evrópusambandsins sjálfs fyrir eigin ágæti.
Óttaleg grenjuskjóða er þessi maður...
Ekki veitir af að mál séu kynnt með öðrum hætti en með þvaðrinu í þessum manni. Hann bullar út í eitt og margt að því sem hann heldur fram er rakalaus þvættingur.
Gott að fólkið í landinu hafi aðgang að öðrðu en þeim bullukokteil sem Ásmundur Einar og félagar hans hafa verið að hella yfir þjóðina síðustu mánuði og ár.
Gegndarlaus áróður ESB" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég lest stundum það sem Ásmundur Einar Daðason skrifar. Er honum ekki alltaf sammála, en um greind hans efast ég ekki frekar en þeir sem hafa verið honum samferða í skólum eða í lífinu.
Stundum les ég líka það sem þú skrifar. Þegar ég vill taka dæmi um skapsemi þess að vera Samfylingartrúa, bendi ég á bloggið þitt, Magnúsar Björgvinssonar og einhvers gutta frá Akureyri á svipuðu plani. Þetta veldur vinum mínum úr Samfylkingunni afskaplega mikilli gremju, og þeir fullyrða að þið séuð nú ekki góðir fulltrúar fyrir Samfylkinguna.
Jón, haltu áfram að skrifa og skrifa. Ég elska áhrif þess að fylgi Samfylkingarinnar.
Sigurður Þorsteinsson, 21.1.2012 kl. 21:44
Sammála þér Jón Ingi og einhvern veginn eru þeir trúverðugri sem koma að utan og þá sama hvaðan en íslenskir stjórnmálamenn.
Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 21:44
Ég þekki hvorki haus né sporð á þessum Sigurði Þorsteinsssyni. En eigi fyrir all löngu dróg Hilmar Jónsson hann í dilk með AMX, Jónum nokkrum, einum Jónssyni, sem "neikvæðum og þunglyndislegum" bloggara.
Svei mér þá, ég held barasta að Hilmar hafi haft rétt fyrir sér.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 22:37
ESB er blint ef það heldur að íslendingar sjái ekki að skrifstofa þess hér á landi er fyrst og fremst opnuð í þeim tilgangi einum að draga Ísland inn í ESB. Raunar hefur ekkert komið frá ESB sem segir að það sé ekki rétt ályktun.En ESB stjórnin á Íslandi er svo heimsk að hún heldur að íslendingar muni ekki sjá í gegnum blekkinguna.Opnum skrifstofunnar er það heimskulegasta sem ESB stjórnin á Íslandi og ESB stjórnin í Brussel gátu gert sjálfum sér.Og það er að sjálfsögðu best að þessi skrifstofa og aftaníossar hennar láti fara sem mest frá sér.Þeim mun meiri verður andúð almennings á Íslandi á kúgunartilburðum ESB eniræðisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur sem stöðugt tönglast á því að það verði að leyfa almenningi á Íslandi að kjósa um ESB aðild, og svíkur það svo eins og allt annað.Nei við ESB.
Sigurgeir Jónsson, 21.1.2012 kl. 23:07
Var að velta vöngum yfir skrifun Sigurgeirs Jónssonar, hér fyrir ofan. Hann heldur að ESB vilji draga okkur inn í sambandið. Mér þykir það hinsvegar mjög ólíklegt að þeir hafi mikinn áhuga á okkur. Þeir hafa víst nógu marga vandræða gemlinga í sambandinu. Ef við skyldum nú verða aðilar, mundum við fljótt gera þá brjálaða. Stöðugt vælandi um einhverjar undanþágur, því við værum svo svakaleg sérstök, svo spes. En hvað sagði Ólafur Ragnar; “we are different”.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 23:53
Sigurður það er alveg dásamlegt þegar svona útihátalarar með frekar klént á milli eyrnanna eins og Jón Ingi Cæsarson eru að básúna um það sem spunameistarar samspillingarinnar hafa troðið inn í hausinn á þeim með svona pínu heilaþvotti því menn eins og hann hafa ekki gagnrýna hugsun svo þegar einhverjir reisa hin minnstu rök gegn því sem hann heldur fram þá lætur hann sig hverfa vegna þess að hann annarsvegar kann ekki rörkræna umræðu og hinsvegar þá hefur hann ekki nokkra hugmynd um hvað hann er að tala um.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.