19.1.2012 | 09:52
Ekkert liggur fyrir um samning.
Meirihluti Íslendinga er sem fyrr andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem Capacent gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum.
_____________
Það liggur ekkert fyrir um hvaða samningur gæti litið dagsins ljós. Á meðan það er þannig eru kannanir marklitlar enda þurfa menn að hafa staðreyndir tiltækar þegar taka á upplýsta ákvörðun fyrir sig.
Þetta sást vel í aðdraganda í Króatíu. Áður en samningsdrög lágu fyrir voru 27% Króata hlyntir aðild.
Þegar kom að því að samningsdrög lágu fyrir og komið að því að taka upplýsta ákvörðun í þjóðaratkvæði brá svo við að 58% voru fylgjandi aðild enda lá fyrir svart á hvítu hvað var verið að fjalla um í málinu.
Þetta er líklega meginástæða þess að ESB andstæðingar vilja hætta viðræðum, þeir vilja ekki að þjóðin skipti ef til vill um skoðun þegar STAÐREYNDIR liggja fyrir.
Fram að því að samningsdrög verða sýnileg og ljós þá mun afstaða þjóðarinnar byggja á tilfinningum og órökstuddri, óupplýstri skoðun sem byggir á engu nema .... "af því bara" afstöðu.
Ég mun taka afstöðu til aðildar þegar ég veit hvað er í boði og hvort það hentar hagsmunum Íslands að ganga í ESB.
Fram að því ætla ég að segja að ég sé hlyntur aðildarviðræðum, annað ekki.
Vaxandi andstaða við ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skynsamt fólk kaupir ekki íbúð í brennandi fjölbýlishúsi, alveg sama hvað kaupsamningurinn er "hagstæður". Það bíður frekar aðeins, sér til hvort tekst að ráða niðurlögum eldsins og endurmetur stöðuna svo.
Birgir (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 10:06
Hér ferðu með kolrangt mál, Jón Cæsar: "Það liggur ekkert fyrir um hvaða samningur gæti litið dagsins ljós." – Veistu ekki, að s.k. aðildarsamningur sérhvers nýs Esb-ríkis liggur nú þegar fyrir í öllum meginatriðum? Lestu þá þetta, þar sérðu ósveigjanlega skilmálana, sem við yrðum að undirgangast og afhenda þar með fjöregg fullveldisréttinda okkar á sviði löggjafar (og annarra mála!) til stofnana Evrópusambandsins: Réttinda-afsalið sem yfirlýst og staðfest yrði með aðildarsamningi (accession treaty) við Evrópubandalagið.
Reyndu svo ekki einu sinni enn að halda því fram, að ekkert liggi fyrir um hvaða samningur gæti litið dagsins ljós!
Jón Valur Jensson, 19.1.2012 kl. 10:21
Jón Valur... gagnrýni þín er markleysa..þú hefur mótað þér fyrirframskoðun sem ekkert fær breytt... í mínu ungdæmi þótti það óskynsamlegt og þeir sem það gera lítt marktækir.
Birgir... ertu alveg í lagi ? Væru þarna tæplega 30 þjóðir ef sannleikurinn væri eins og þú sérð hann... hugsa smá útfyrir rammann.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.1.2012 kl. 10:35
Það er löngu vitað að fylgjendur ESB aðildar í Króatíu voru yfir 55% á móti 35% LÖNGU áður en samningsdrög lágu fyrir!
Þjóðþingið í Króatíu er BUNDIÐ niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu sem er annað en hjá velferðarstjórn Jóhönnu og Steingríms tóku EKKI í mál að kosningin yrði bindandi.
Öll A-Evrópulönd eru að ganga í ESB til að sækja sér fé í sjóði sambandsins sem er þveröfugt við það sem mun gerast hér enda verðum við látin borga fyrir fúna innviði A-Evrópu.
It is estimated that rejection of the referendum would cost Croatia approximately 1.6 billion euro in lost EU funding until 2014.
Eina skiptið sem Króötum datt í hug að ganga EKKI í ESB var þegar hershöfðingi þeirra, Ante Gotovina, var dæmdur í 24ára fangelsi fyrir stríðsglæði gegn mankyni í Apríl 2011.
Íslendingar eru búnir að gera það upp við sig að ganga ekki þarna inn.
Opinion polling
Opinion polling regarding the Croatian EU accession referendum is regularly carried out by CRO Demoskop, Ipsos Puls and Mediana Fides agencies. Since 2008, the opinion polls largely indicate support for EU accession of Croatia and since July 2011, the support ranges between 55% and 60%. The highest support in the period reached 64% in the first half of November 2010,[39] The lowest level of the EU accession support was reported on 15–16 April 2011 in wake of guilty verdict in ICTY case against generals Gotovina and Markač.[40][41]
*Note: On 15 April 2011, the ICTY sentenced Ante Gotovina to 24 years in prison.[42]
It is estimated that rejection of the referendum would cost Croatia approximately 1.6 billion euro in lost EU funding until 2014.
Eggert Sigurbergsson, 19.1.2012 kl. 10:37
Það er með hreinum endemum að hlusta á aðildarsinna talandi um að gera "samning" um inngöngu Íslands í ESB, þegar eini samningurinn hljóðar upp á það hvernig hægt verður að fá almenning á Íslandi til að kaupa blekkinguna sem er í gangi, þ.e. innlimun í nýlenduríkið. Að halda því fram að við getum samið um eitthvað er bara blekkingaleikur. Af hverju ættum við að geta fengið eitthvað annað en það sem í boði er???? ættum við að geta fengið eitthvað sem önnur ríki fá ekki????? Ef við náum einhverjum "samningum" þá hljóðar það upp á tímabundna aðlögun, einhverja sérstöðu sem mun gilda í örfá ár, svo er það búið.
Annað hvort verðum við að samþykkja ESB eins og það er og gangast við því eins og það er og/eða eins og það kemur til með að þróast, eða að við höfnum aðild.
Að halda því fram að við munum hafa eitthvað að segja þegar við erum komin inn í ESB er barnaskapur. Það nægir að fylgjast með fréttum og sjá að það eru tveir aðilar sem eitthvað hafa að segja í þessu apparati, aðrir eru þvingaðir með, nema kannski Bretar, en þar hefur Cameron þorað að standa í lappirnar gegn ofurvaldi hinna.
Sem betur fer eru augu almennings að opnast fyrir sannleikanum í málinu, en það eru enn, því miður, nokkrir kratar sem eru blindaðir af ESB-sólinni sem fer fölnandi eftir því sem á líður.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.1.2012 kl. 10:51
Ánægjulegt hvað andstaða þjóðarinnar við ESB aðild er vaxandi og yfirgnæfandi !
Tek undir athugasemdum hér að ofan frá Birgi og Jóni.
Alveg eins og hjá Norðmönnum, þar er u.þb. 80% andvígir ESB aðild, aðeins 11% eru hlynntir aðild og aðeins 9% eru óákveðnir. Aðeins 9% eru óákveðnir og samt liggur þar enginn samningur við ESB fyrir og það er ekki einu sinni neinar viðræður við ESB í gangi.
Samkvæmt rökfræðum Jóns Inga ættu þeir ekki einu sinni að hafa leyfi til að vera andsnúnir aðild, af því að þeir hefðu engan samning um ESB aðild á borðinu.
En afhverju eru Normenn samt svona afdráttarlausir í afstöðu sinni gegn ESB aðild og svona sárafáir eru í þessum tveimur öðrum hópum þ.e. fylgjandi ESB aðild eða hlutlausir !
Við eigum helst að bera okkur saman við Norðmenn í þessum efnum. Þeir hafa tvisvar fellt ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslum og þar jókst alltaf andstaðan eftir því sem umræður urðu meiri og líka eftir að samningar lágu fyrir og nær dró kosningum.
Enginn spurning er að mjög svipað verður hér upp á teningnum. Það eru engar varanlegar undanþágur í boði við ESB aðild, aðeins 100 þúsund blaðsíður að handónýtu og óskilvirku regluverki.
Ég held að það sé enginn spurning að þegar þjóðin loks fær tækifæri til að segja sitt álit á ESB aðild að það verði raunverulega ekki fleiri en 1/4 hluti þjóðarinnar sem styðji ESB aðild og 3/4 hlutar verði henni andsnúnir.
Loksins þegar mikill meirihluti þjóðarinnar fær tækifæri til að koma þessari ESB umsókn fyrir kattarnef, með einum eða öðrum hætti, þá ætti þjóðin að fylgja Norðmönnum að málum og sameiginlega krefjast róttækrar endurskoðunar og uppstokkunar á EES samningnum, ellegar hóta uppsögn hans.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 11:00
Meðan ég var að skrifa kommentið mitt komu hér tvær mjög góðar og fróðlegar athugasemdir frá þeim Tómasi Ibsen og Eggerti Sigurbergssyni.
En þeir eru báðir algerlega andvígir ESB aðild eins og undirritaður.
En Jón Ingi skilur náttúrulega ekkert í því hvers vegna við og mikill meirihluti þjóðarinnar teljum okkur fyrir löngu hafa meira en nægjanlegar forsendur til þess að taka svona skýra afstöðu gegn ESB aðild !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 11:13
Og svar Jóns Inga til mín er hin algera markleysa, eins og menn sjá, sem bera saman orð hans, innlegg mitt og tengilinn sem ég gaf þar upp, með beinni tilvísun í inngöngusáttmála Finnlands, Svíþjóðar, Austurríkis og annarra landa. AFARKOSTIR Evrópusambandsins um algeran undirlægjuhátt landanna gagnvart Esb-löggjöf eru þar öllum ljósir, sem lesa kunna og skilja vilja, en Jón Ingi er vitaskuld ekki einn af þeim.
Jón Valur Jensson, 19.1.2012 kl. 12:01
Ég vona að öfgaandstæðingar og öfgaaðildarsinnar virði rétt minn til að taka upplýsta ákvörðun þegar allar hliðar málsins liggja fyrir.
Ef þeir vilja hafa skoðun fyrir sig sem byggir á einhverju sem er þoku hulið er það þeirra vandamál, öfgar eru vont veganesti í lífinu.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.1.2012 kl. 12:28
>> Birgir... ertu alveg í lagi ? Væru þarna tæplega 30 þjóðir ef
>> sannleikurinn væri eins og þú sérð hann?
Ég er búinn að lesa þessa málsgrein þína nokkrum sinnum en það er sama hvað ég reyni: ég get með engu móti skilið hvað þú ert að fara.
Ertu að ýja að því að það sé semsagt engin kreppa í ESB af því þar eru 30 þjóðir? Sem allar gengu í klúbbinn löngu áður en kreppan skall á? Og geta nú með engu móti sagt sig úr ESB, þótt margar tækju því örugglega fegins hendi, af því það er hægara sagt en gert að losa sig úr ESB ef maður er á annað borð kominn þangað inn (eins og jafn upplýstur maður og þú ættir að vita).
Þetta eru semsagt rökin sem þú notar fyrir því að það sé ekki allt að fara til fjandans hjá ESB? Þetta er álíka gáfulegt og að benda á rútu sem er að velta niður snarbratta fjallshlíð og segja "Heldurðu virkilega að allir þessir farþegar sætu sem fastast um borð í rútunni ef hún væri í raun að fara að velta út í sjó?"
En sjálfsagt er það eins og að fara í geitarhús að leita ullar að reyna að finna snefil af rökhugsun í skrifum þínum og skoðunum ...
Birgir (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 13:00
Sæll Jón Ingi.
Það er alveg óþarfi að kalla okkur öfga fólk þó svo að við séum ekki á sama máli og þú og teljum okkur alveg vita nóg um hvað ESB aðild snýst.
Ég tel líka alveg sjálfssagt að virða skoðanir þínar í þessu máli.
En tel reyndar mjög vafasamt að sú virðing sé gagnkvæm af þinni hálfu, þar sem þú kallar ítrekað að við séum "ekki í lagi" að við séum, "ekki marktækir" og að við séum "öfgafólk".
Gangi þér vel marktæki og öfgalausi maður að komast út úr þokunni og taka síðan þessa svokölluðu upplýstu ákvörðun þína í málinu.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 19.1.2012 kl. 13:03
Það liggur ekkert fyrir um hvaða samningur gæti litið dagsins ljós.
Það liggur fyrir að líta mun ljós samningur um aðild að sambandi sem meirihluti þjóðarinnar vill ekki ganga í.
Ef fólk er ekki ennþá með það á hreinu hvað gæti staðið í slíkum samningi þá hefur um allnokkurt skeið legið fyrir íslensk þýðing á Lisabon sáttmálanum.
Það er sá samningur sem er verið að sækja um að gerast aðili að og það er hægt að lesa hvað í honum stendur nú þegar.
Að segja að ekkert liggi fyrir um hvað er verið að sækja um, er í besta falli misskilningur.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2012 kl. 13:08
"Ég vona að öfgaandstæðingar og öfgaaðildarsinnar virði rétt minn til að taka upplýsta ákvörðun þegar allar hliðar málsins liggja fyrir."
Upplýst ákvörðun réttrúaðra Samfylkingarmanna mun alltaf vera að um "ásætanlegan samning sé að ræða"
Eggert Sigurbergsson, 19.1.2012 kl. 13:10
En það er ekki bara um Lissabonsáttmálann að ræða, sem meðtekinn yrði, eins og hinn ágæti Guðmundur Ásgeirsson veit að sjálfsögðu, heldur ALLT laga- og regluverk Evrópusambandsins, eins og Mörður Árnason gerir sér algerlega ljóst (sbr. nýlega frétt), en í 1. lagi "aðildarsamningurinn". Það er fróðlegt fyrir ýmsa að sjá hér loksins eitthvað af þeim samningi. "Sérkjör" eða tímabundnar undanþágur frá honum eru þar bara nánast sem neðanmálsgreinar, en hér er upphafið (heimild: http://eur-lex.europa.eu/en/treaties/dat/11994N/htm/11994N.html#0001010001) [Feitletranir, aðrar en fyrirsögn, eru mínar]:
"DOCUMENTS
concerning the accession of the Republic of Austria, the Kingdom of Sweden, the Republic of Finland and the Kingdom of Norway to the European Union
Official Journal C 241 , 29 August 1994
COMMISSION OPINION
of 19 April 1994
on the applications for accession to the European Union by the Republic of Austria, the Kingdom of Sweden, the Republic of Finland and the Kingdom of Norway
(94/C 241/01)
THE COMMISSION OF THE EUROPEAN COMMUNITIES,
Having regard to the Treaty establishing the European Union, and in particular Article O thereof,
Whereas the Republic of Austria, the Kingdom of Sweden, the Republic of Finland and the Kingdom of Norway have applied to become members of the European Union;
Whereas, in its opinions of 31 July 1991 (Austria), 31 July 1992 (Sweden), 4 November 1992 (Finland) and 24 March 1993 (Norway), the Commission has already had an opportunity of expressing its views on certain essential aspects of the problems arising in connection with these applications;
Whereas the terms for the admission of these States and the adjustments necessitated by their accession have been negotiated in Conference between the Member States and the applicant States;
Whereas, on the completion of those negotiations, it is apparent that the provisions so agreed are fair and proper; whereas, this being so, the European Union's enlargement, while preserving its internal cohesion and dynamism, will enable it to take a fuller part in the development of international relations;
Whereas, in so far as the Treaty of Accession transposes the principles governing the institutional balance of the Union of 12 to a Union of 16; these provisions are acceptable for the period up until the enforcement of the provisions which will follow the Intergovernmental Conference provided for in the Treaty on the European Union;
Whereas, in joining the European Union, the applicant States accept, without reserve, the Treaty on European Union and all its objectives, all decisions taken since the entry into force of the Treaties establishing the European Communities and the Treaty on European Union and the options taken in respect of the development and strengthening of those Communities and of the Union;
Whereas it is an essential feature of the legal order introduced by the Treaties establishing the European Communities that certain of their provisions and certain acts adopted by the institutions are directly applicable, that Community law takes precedence over any national provisions which might conflict with it [sjá grein mína HÉR; innskot jvj.!], and that procedures exist for ensuring the uniform interpretation of Community law; whereas accession to the European Union implies recognition of the binding nature of these rules, observance of which is indispensable to guarantee the effectiveness and unity of Community law;
Whereas the principles of liberty, democracy and respect for human rights and fundamental freedoms and of the rule of law form part of the common heritage of the peoples of the States brought together in the European Union and constitute therefore essential elements of membership of the said Union;
Whereas one of the objectives of the European Union is the desire of the Member States to deepen the solidarity between their peoples while respecting their history, their culture and their traditions;
Whereas enlargement of the European Union through the accession of the Republic of Austria, the Kingdom of Sweden, the Republic of Finland and the Kingdom of Norway will help to strengthen safeguards for peace and freedom in Europe, [venjulegt blaður látið fylgja með; innskot jvj.!]
HEREBY DELIVERS A FAVOURABLE OPINION:
on the accession to the European Union of the Republic of Austria, the Kingdom of Sweden, the Republic of Finland and the Kingdom of Norway.
This opinion is addressed to the Council of the European Union.
Done at Brussels, 19 April 1994."
Og minnizt þess svo, að Esb. ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU – Rússland ekki undanskilið – né Tyrkland! Þegar þau ríki væru komin inn, yrði atkvæðavægi Íslands (hafi það tekizt að véla okkur þangað inn með áróðri og öðru ófögru) í mesta lagi um 0,04!
Jón Valur Jensson, 19.1.2012 kl. 13:40
Þarna á ég við atkvæðavægið í hinu löggefandi ráðherraráði í Brussel og í leiðtogaráðinu. Í Esb-þinginu í Strassborg og Brusel yrði atkvæðavægið meira. En athugið, að t.d. "reglan" óstabíla um hlutfallslegt stabílitet fiskveiða Esb-ríkja er einmitt smíð hins löggefandi ráðherraráðs, samþykkt þar og auðvelt (eins og rætt hefur verið um) að breyta henni þar eða skófla henni út
Jón Valur Jensson, 19.1.2012 kl. 13:48
Kæri Jón Ingi,
það kemur öfgum ekkert við að við sem erum á móti ESB aðild skulum hafa þá afstöðu sem við höfum, en við byggjum okkar afstöðu á vel ígrundaðri skoðun á þeim málum sem liggja svo ljóst fyrir.
Ég lít ekki á þig sem öfgamann þó þú sért mér ekki sammála, það kemur málinu ekkert við. Þér er að sjálfsögðu heimilt að hafa þína skoðun. Það sem ég tel öfgar er að þegar mikill meirihluti þjóðarinnar lýsir því yfir að hún sé þessari stefnu ósammála þá á samt að keyra málið í gegn og hagsmunir meirihlutans látnir víkja fyrir hagsmunum minnihlutans. Það eru ólýðræðisleg vinnubrögð, en því miður sjáum við allt of mikið af slíku frá stjórnvöldum.
Tómas Ibsen Halldórsson, 19.1.2012 kl. 15:09
Jón Valur. Athugasemd mín var sett fram til einföldunar á kjarna málsins. Ég er vissulega meðvitaður um að ásamt Lisabon eru margir hliðarsáttmálar og regluverk.
Bestu kveðjur.
Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2012 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.