12.1.2012 | 11:39
Spurning um traust.
Sigurður Kristinsson dósent í heimspeki og forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri telur að stjórn Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar hafi verið á gráu svæði þegar hún réð Þorvald Lúðvík Sigurjónsson í stöðu framkvæmdastjóra. Þetta kemur fram í bæjarblaðinu Akureyri í dag.
Sigurður kennir með al annars siðfræði í háskólanum og er sérfræðingur um siðferðisleg álitamál.
Að ráða ágætismanninn Þorvald Lúðvík í stöðu framkvæmdastjóra er álitamál, það er skoðun sem flestir hafa sett fram. Auðvitað er hann faglega mjög hæfur um það er ekki deilt.
Að mínu viti hefur stjórn Atvinnuþróunarfélagins tekið áhættu sem ekki sér fyrir endann á. Það snýst fyrst og fremst um traust þeirra sem þurfa að eiga viðskipti við þá ágætu stofnun sem Þorvaldur á að stjórna.
Það sér ekki fyrir enda á þessu máli og ef til vill gerist ekkert meira í þessum málum Þorvaldar eða hann verður ákærður í framhaldinu og hann dæmdur. Hvernig sá dómur fellur veit enginn.
Sú skoðun oddvita L-listans að á þessu verði tekið ef sú staða kemur upp er óábyrg og óskynsamleg. Það setur mál í óvissu og allir þeir sem hafa samskipti við framkvæmdastjórann vita að framtíð hans er óviss.
Það er engum greiði gerður með að setja mál í þann farveg en því miður hafði stjórnin ekki þá skoðun á málum og komst að fremur óskynsamlegri niðurstöðu þegar hagsmunir allra eru skoðaðir.
Um þetta mál er mjög góð umfjöllun í Akureyri vikublað.
http://www.akureyrivikublad.is/?p=129
Stjórnin á gráu svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 818828
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.