Skelfilegur fréttamaður í Kastljósi.

Ófærðin á höfuðborgarsvæðinu undanfarið hefur valdið ýmsum vandræðum. Tálmað og tafið umferð, póstburð og sorphreinsun svo nokkuð sé nefnt. Borgarbúar eru margir orðnir langþreyttir á ófærðinni og býsnast yfir þessum ósköpum.

Sigmar var með borgarstjóra í viðtali í gærkvöldi. Eitt af þeim málum sem þeir ræddu var snjómokstur og þjónusta við borgarbúa.

Á Norðurlandi hafa menn fylgst með fjölmiðlaumræðunni að undanförnu og satt að segja er hún galin á köflum. Málið er einfalt í mínum huga. Aðstæður eru erfiðar á höfuðborgarsvæðinu og svona ástand hefur ekki skapast lengi.

Borgin hefur ekki tæki og tól til að takast á við svona, ofurtrú á salti og sandi einkenna umræðuna. Starfsmenn þeirra og verktakar hafa ekki þjálfun eða reynslu til að takast á við verkefnið þegar það er af þessari stærðargráðu og því verða af þessu veruleg óþægindi fyrir borgarbúa.

Aftur að viðtalinu. Jón Gnarr var ekki að standa sig neitt sérlega vel við að svara spurningum Sigmars. Þó var það einfalt og mátti vísa til þeirra þátta sem ég nefni hér að ofan, leiðinlegt en staðreyndir.

Sigmar spurði eins og kjáni.  Honum var mjög í muna að þvæla þessari umræðu í pólitíkan farveg og spurningar hans og fullyrðingar báru vott um fullkomið þekkingaleysi á aðstæðum og einnig af algjöru virðingarleysi við þá starfsmenn sem barist hafa í þessu verkefni vikum saman, tækja og þjálfunarlausir.

Jón Gnarr stóð sig ekki vel. Hann átti að afgreiða þessar kjánaspurningar og virðingarleysi fréttamannsins með einni til tveimur setningum, en því miður vafðist honum tunga um háls aftur og aftur þannig að áhorfendur fengu ekkert út úr þessum umræðum tveggja manna um snjómokstur og hálkuvarnir.


mbl.is Hríðarveður oft til vandræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eðlilegar spurningar... það afsakar ekki neitt þó svo að það sé eitthvað meiri snjór nú en oft áður.

Ætli Jón hafi ekki talið að fólk vildi fá allan þennan snjó og halda honum sem lengst, alveg eins og Jón og Besti flokkurinn töldu að þroskahamlaðir vildu borga meira....

DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 08:44

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Auðvitað afsakar eða skýrir ,,meiri snjór" það að ákveðið vandamál skapast sem er ekki til staðar þegar er minni snjór.

þarna um helgina gerist það, að það kom leiðinda skot veðurfræðilega séð. þegar svoleiðis aðstæður skapast er ekkert hægt að redda öllu gatnakerfi Reykjavíkur si sona. það kemst aekkert þokkalegt lag á færð fyrr en fer að slakna á veðurskotinu.

þetta hélt ég að allir íslendngar vissu. Að vandamál fylgdu hríðarbyljum og veðurskotum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.1.2012 kl. 11:20

3 identicon

Sigmar spyr hvort þeir hafið þá nægan mannskap, þegar Jón lýsir því hvernig snjói í áhlaupinu ofan í alla vinnuna hjá mokstursmönnunum.

Halda menn virkilega að það sé eðlilegt að halda uppi snjómokstursmannskap sem er miðaður við einstaka veðuráhlaup?

Sigmar ályktar að engar neyðaráætlanir hafi verið í gangi, réttilega að því er virðist.  Skildu þeir "snillingar" sem áður stjórnuðu borginni ekki eftir sig neinar áætlanir heldur?

Það er erfitt að verjast þeirri hugsun að í gangi sé bullandi áróður á móti núverandi borgarstjórn.  Getur verið að sá áróður virki á fólk sem væntanlega man enn eftir því leikhúsi fáránleikans sem fjórflokkurinn(í ýmsum myndum) hélt uppi í borgarstjórn?

Vissulega hlýtur það að vera eins og salt í sárin að sjá flippara eins og Jón Gnarr standa sig jafn vel eða betur en t.d. "gamli góði Villi"

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 11:41

4 Smámynd: Kári Friðriksson

Já,Sigmar tapaði virðingu sem fréttamaður með þessu kjánalega blaðri. Fólk utan af landi,sem er vant snjó glottir bara yfir þessu. Við verðum öll lítil þegar náttúran sýnir mátt sinn.Takk fyrir gott blogg.

Kári Friðriksson, 12.1.2012 kl. 14:59

5 identicon

Sammála, Sigmar varð sér til minnkunar með þessu viðtali. Þarna átti sko að sýna hve öflugur spyrill hann væri og taka borgarstjórann á beinið. Vegna snjómoksturs.

Hefði viljað sjá svona kraftmiklar spurningar og hamagang þegar háskólakennari úr guðfræðideild HÍ kom í drottningarviðtal í Kastljósið á dögunum. Þar var þó allavega ástæða til að spurja manninn út í þá vitleysu sem þetta siðanefndar mál hefur verið þvælt út í með bulli og rugli frá kennurum í HÍ.

En nei nú átti sko að taka borgarstjórann á beinið vegna þess að það hefur snjóað svakalega á höfuðborgarsvæðinu undanfarið og sérfræðingar gáfu (kannski?) borgarstjóra rangar upplýsingar og ráðleggingar. En allt er þetta Jóni að kenna og hann er bara trúður og leiðindagaur er það ekki?

Þvílík ansk#$$##$ vitleysa þetta Kastljósviðtal. Búið að breytast úr vönduðum þætti út í bull og stóra stráka í sjónvarpsleik. Ég horfi ekki á Kastljósið framar. Ekki á meðan þessir jólasveinar eru þar við störf.

Þórarinn (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband