Er L-listi fólksins ófagleg klíka ?

 

Margir hafa orðið til þess að draga fram sérkenni L-listans sem stjórnmálaafls. Þar er sérstaklega áberandi fjölskyldu og kunningjatengsl út og suður.

Fróðlegt væri að draga það fram með marvissari hætti en gert hefur verið hingað til og líklega kæmi þá ýmislegt skondið í ljós.

Annað sem hefur einkennt valdatíma L-listans eru tíðar mannabreytingar í nefndum og margir eru bæjarstjórnarfundirnir sem hefjast á því að skipt er um fulltrúa í einhverri nefndinni, enda margir þarna af  lítilli hugsjón að manni finnst.

Enn eitt sem hefur einkennt L-listann er vond stjórnsýsla. Um það mætti nefna mörg dæmi. Hér ætla ég að segja frá því nýjasta.

Á dagskrá umhverfisnefndar var liður þar sem fjalla átti um stöðu fráveitumála á Akureyri. Fulltrúi í nefndinni hafði óskað eftir að fagmaður frá heilbrigðisyfirvöldum kæmi og færi yfir stöðu mála með nefndarmönnum enda málið grafalvarlegt.

Þegar á fundinn var komið var ljóst að formaður nefndarinnar hafði hunsað þessa ákveðnu ósk nefndarmannsins og virtist sem formanni þætti slík beiðni léttvæg og ekki nein ástæða að verða við henni.

Þessi viðbrögð sýna vel hversu ófaglegt og óábyrgt þetta stjórnmálaafl er. Í þessu tilfelli virtist sem það væri markviss ákvörðun að halda faglegri umfjöllun fjarri og þess í stað var starfsmanni bæjarins falið að gefa stöðuupplýsingar sem auðvitað er allt annað en það sem beðið var um.

Fráveita - upplýsingar um stöðu mála 2011

2011120044

Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur fór yfir stöðu fráveitumála sveitarfélagsins.
Umhverfisnefnd þakkar bæjartæknifræðingi kynninguna.
Valdís Anna Jónsdóttir S-lista óskar bókað:
Ég harma þá ákvörðun meirihluta L-listans að fresta framkvæmdum við fráveitumál bæjarins um 2 ár. Málið er brýnt umhverfismál sem þarf að laga hið fyrsta og getur haft mikil áhrif á starfsleyfi ýmissa fyrirtækja í bænum, sé ekkert gert. Jafnframt lýsi ég yfir óánægju með að ekki hafi verið kallaður til fagaðili (heilbrigðiseftirlit) til að fara yfir stöðu mála líkt og ég óskaði eftir.
Þetta er bókun sem einn fulltrúa minnihlutaflokkana gerði á fundinum og sýnir vel hversu vondir starfshættir eru viðhafðir af formanni umhverfisnefndar þrátt fyrir að góð leiðbeining hafði verið gefin fyrirfram um hvað það væri sem menn vildu að kæmi fram á fundinum.
Svona vinnubrögð ber að harma.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Er þetta ekki bara sú Marcosarfjölskylda sem nú skefur Akureyrarhrepp að innan. Var ekki Samfylkingarfjölskyldan áður og þar áður fjölskyldu Kristjáns Þórs.

Einar Guðjónsson, 17.12.2011 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband