Minna atvinnuleysi á NA landi.

Á evru-svæðinu jókst atvinnuleysi um 0,1% á milli mánaða og mældist 10,3% í október og hefur ekki verið meira frá upphafi efnahagskreppunnar árið 2008. Í Hollandi mælist atvinnuleysi 4,8% og á Spáni er það 22,8%. Í júlí 2007 mældist atvinnuleysi á Spáni 7,9%. Í Þýskalandi dró úr atvinnuleysi í október og mælist það 5,5% en hæst fór það í 8% um mitt ár 2009.

Í Suður-Kóreu mælist atvinnuleysi 3,1% og er hvergi minna meðal ríkja innan OECD.

Atvinnuleysi á NA landi er minna en víðast hvar í heiminum. Atvinnuleysi er rúmlega 4 % á okkar svæði og enn minna á NV landi tæplega 3% eða minna en í því landi sem það mælist lægst í OECD.

Landsbyggðin má því vel við una en mesta atvinnuleysið er á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.

Þó má sjá batamerki miðað við sama tíma í fyrra og enn frekar þegar horft er til sama tíma 2009 þegar horft er til landsins alls.

 

 


mbl.is Atvinnuleysi mælist 8,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við missum af mörgum góðum atvinnutækifærum. Í gær var frétt um að Rarik kaupir dönsk plaströr. Plaströraframleiðslan á Reykjalundi er ekki lengur starfrækt þar sem um 10-20 manns hafði atvinnu. Sjá nánar: http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/1211182/

Bestu kveðjur norður.

Guðjón Sigþór Jensson, 14.12.2011 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband