Vanhæfi og ekki vanhæfi...það er spurningin.

Það var merkileg uppákoma í bæjarstjórn Akureyrar. Bæjarfulltrúi var úrskurðaður vanhæfur af félögum sínum af því konan hans hafði gert almennar athugsemdir um deiliskipulag og gat ekki haft af því neinn ábata af því fyrir sig og sína fjölskyldu.

Ef til vill er þetta samkvæmt þrengstu túlkun laga, það veit ég ekki, en tveir lögfræðingar gáfu þetta álit sem mörgum þykir í besta falli furðulegt og gengur gegn réttlætistilfinningu margra.

Úr bókun bæjarstjórnar.

"Í upphafi fundar gerði Ólafur Jónsson D-lista grein fyrir afstöðu sinni vegna framkominna athugasemda um hæfi hans til að taka þátt í afgreiðslu skipulagstillögu undir 1. lið dagskrár, Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag.
Bæjarstjórn skar umræðulaust úr um vanhæfi Ólafs Jónssonar. Atkvæðagreiðsla fór á þann veg að 8 töldu að Ólafur væri vanhæfur, Ólafur Jónsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista töldu að Ólafur væri hæfur og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Með vísan í 1. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga vék Ólafur Jónsson af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu þessa liðar og kom Njáll Trausti Friðbertsson varamaður hans inn á fundinn undir þessum lið."
______________
Nú hefur bæjarstjórn Akureyrar stigið ákveðið skref og dæmt bæjarfulltrúa vanhæfan í máli sem varðar deiliskipulag og vegna athugsemdar maka þar um.
Þá ættum við ef til vill að ætlast til þess að stigið verði lengra í skoðun á vanhæfi bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar.
 __________
Dæmi 1.
Oddur Helgi Halldórsson formaður bæjarráðs, formaður framkvæmdanefndar og formaður fasteigna Akureyrar á fyrirtæki hér í bæ.
Þetta fyrirtæki vinnur við ýmsar framkvæmdir er varða bygginga og viðhald fasteigna. Örugglega hafa þar komið við sögu byggingar á vegum bæjarins, annað hvort með beinum eða óbeinum hætti.
Er þá ekki eðlilegt að huga að vanhæfi þegar forstjóri slíks fyrirtækis situr báðu megin borðs og afgreiðir mál í nefndum og jafnvel í bæjarstjórn er varðar hagsmuni eigins fyrirtækis, eða sem undirverktaki stærri fyrirtækja. Ég veit ekki til þess að það hafi verið gert að skoða mál í því ljósi.
 __________
Dæmi 2.
Nói Björnsson formaður íþróttaráðs gegnir trúnaðarstörfum fyrir annað stóru félaganna hér í bæ og kemur oft að málum er varða íþróttafélögin.
Er ekki eðlilegt að skoða hæfisreglur þegar að því kemur ? Ég veit ekki hvort það hefur verið gert.
____________
Úr því meirihluti bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Akureyrar hafa ákveðið að beita vanhæfisreglum í máli bæjarfulltrúa Ólafs Jónssonar er eðlilegt og sjálfsagt að önnur mál verði meðhöndluð á sama hátt. Þegar menn ætla að verða kaþólskari en páfinn þá á það að gilda um öll mál en ekki valin mál þegar hentar.
_____________
Ég skora því á alla bæjarfulltrúa á Akureyri að líta í eigin barm í ljósi úrskurðar bæjarstjórnar um vanhæfi bæjarfulltrúa með langsóttum rökum að mínu mati.
Ég er ekki að halda því fram að hér sé neitt óeðlilegt á ferð en bæjarstjórnin sjálf steig það skref að allt eigi að vera hafði yfir vafa og því eðlilegt að þegar sagt er A þá fylgi B á eftir og allt skoðað.
_______________
Hætt er við að margir bæjarfulltrúar og nefndamenn þurfi að eiga það við samvisku sína hvað þeir gera í bæjarstjórn Akureyrar eða í nefndum í ljósi úrskurðarins síðastliðinn þriðjudag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Er ekki Ólafur vandari að virðingu sinni en sumir aðrir?

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 9.12.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband