18.11.2011 | 10:20
Virðing-virðingarleysi Alþingis.
Skylt er þingmanni að vera viðstaddur og taka þátt í atkvæðagreiðslu nema hann hafi lögmæt forföll eða fararleyfi. Þannig hljómar 2. málsgrein 71. greinar laga um þingsköp Alþingis. Fjarveru stjórnarandstöðuþingmanna við atkvæðagreiðslu á miðvikudag og í gærmorgun má að einhverjum hluta skýra með lögmætum forföllum. Hins vegar er ljóst að allmargir þingmenn brutu þingskapalög.
Lögbrot þingmanna eru til skammar. Það væri nær að þeir færu að vinna með það að hækka traust landsmanna á þessari stofnun.
Traust mælist 7% hjá þjóðinni. Er þeim slétt sama ?
Í það minnast þeim sem ákváðu að brjóta lög til að þjóna flokkspólítískum hagsmunum.
Mikil er skömm þeirra og þeir eru afleitar fyrirmyndir.
Fjarvera þingmanna skýrt brot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú hneykslast á mótmælaaðgerð stjórnaranstöðunar. En hverju voru þeir að mótmæla? Fyrir lá kosning um fjáraukalög þar sem m.a. voru tekin fyrir umdeild mál varðandi Byr, Sparisjóð Keflavíkur og Vaðlaheiðagöng. Ákvarðanir sem skipta milljörðum eða tugum milljarða. Flest allir þingmenn höfðu fengið litlar sem engar upplýsingar um mikilvæga þætti málsins. Loksins um hádegi sama dag var dreift viðamikilli (til einhverra) skýrslu um málin sem þingmenn fengu engan tíma til að kynna sér. Reyndar kom í ljós að það vantaði stóra hluti í skýrsluna.
Kannski hefðu þingmenn átt að kæra sig kollóta. Þetta kemur jú frá fjármálaráðherra og engin á að efast um hans gerðir. Samanber Icesave málið. En þar var sömu vinnubrögðum beitt. Í Icesave 1 áttu þingmenn að samþykkja samninginn án þess að hafa séð hann.
Þessi vinnubrögð eru náttúrulega til þess fallin að auka hróður þings?
Þingmenn mótmæltu þessu og báðu um eðlilegan frest til að geta kynnt ser efni skýrslunar og að beðið væri eftir samþykktri úttekt á arðsemi Vaðlaheiðaganga. Forseti Alþingis svaraði engu sem hefur örugglega aukið virðingu Alþingis.
Stefán Örn Valdimarson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 11:34
Jón Ingi. Ég er óflokksbundin og þó þjónaði þessi fjarvera þingmanna mínum og margra annarra kjósenda hagsmunum, sjónarmiðum og skoðunum?
Hvernig skýrir þú það?
Hvað hefur þessi ríkisstjórn brotið stjórnarskrá og lög oft frá því hún tók við völdum? Gætir þú bent okkur á nokkur af þeim dæmum? Það er algjört ábyrgðarleysi af þingmönnum og ráðherrum að samþykkja þessi fjárkúgunar-aukalög, sem krefjast þess að enn fleiri verða skornir niður í bókstaflegri merkingu.
Og til hvers voru þessi fjáraukalög samþykkt? Til að slitastjórnir bankanna fái nú örugglega sín ofurlaun, á kostnað almennings, sem borgar laun þessara siðblindu slitastjórnar-glæparæningja bankanna? Hvernig hugsar fólk, sem er hlynnt slíkri glæpastjórnun?
Fróðlegt væri að fá einhver svör frá þér og fleirum við þessum spurningum!
Kjósendur eru nefnilega ekki skoðana og réttlausar skepnur sem eiga að hlýða öllum fjárkúgunum glæpamanna, þótt hingað til hafi verið komið fram við þá sem slíka, nema fyrir kosningar, meðan kosningaloforða-blekkingarnar standa yfir!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.11.2011 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.