Úrgangsmál á Akureyri.

Ég ákvað að láta á það reyna hvort sveitastjórnum væri heimilt að geðþótta að láta íbúa bera eða aka úrgangi á flokkunarstöðvar.

Ég sendi erindið til úrskurðarnefndar hollnustumála og nú liggur fyrir niðurstaða.

Sveitastjórnum er heimilt að taka um það pólitískar ákvarðanir að fella niður úrgangshirðu við heimahús og láta íbúa bera heimilsúrganginn á flokkunarstöðvar, staðsettar að geðþótta þeirra.

Hér á Akureyri tók L-listinn þá pólitísku ákvörðun að íbúar á Akureyri beri hluta af heimilsúrgangi í flokkunarstöðvar, gáma frá Gámaþjónustunni. Þar með var Akureyri sett í aftasta sæti þeirra sveitarfélaga sem hafa tekið upp flokkun.

Samkvæmt þesssu úrskurði sýnist mér að hægt sé að hætta allri þjónustu við heimahús og láta íbúa bera allan úrgang á flokkunarstöðvar.

Það verður kannski næsti leikur hjá L-listanum?

Í öllum þeim sveitarfélögum sem hafa tekið upp þetta fyrirkomulag er sett sérstök tunna fyrir flokkanlegan úrgang, málma, plast, pappa og fleira.

Ekki á Akureyri. L-listinn tók þá pólitísku ákvörðun að skerða þjónustu við bæjarbúa frá því sem áður var ákveðið af fyrri meirihluta.

Samkvæmt lögum er þeim þetta heimilt og þjónustustig íbúa er því undir metnaði hverrar bæjarstjórnar upp á hvað er boðið.

Þetta mega þeir samkvæmt lögum og þeir nýta sér þá heimild til þjónustuskerðingar.

Það bíður því nýs meirihluta að breyta þessu til þess nútímahorfs sem unnið er með í metnaðarfullum sveitarfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband