10.11.2011 | 17:34
Formannsefni Sjálfstæðisflokksins mála sig út í horn.
Stjórn Samtaka atvinnulífsins (SA) samþykkti á fundi sínum í dag ályktun þess efnis að áfram yrði haldið með aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Ályktunin var samþykkt með tíu atkvæðum gegn sex, en tveir stjórnarmenn sátu hjá.
Þessi samþykkt sýnir svo ekki verður um villst að formannsefni Sjálfstæðisflokksins eru að mála sig út í horn. Þau hafa lagt á það áherslu að hætta viðræðum og gefa þjóðinni þar með enga aðkomu að á ákvarða framtíð sína. Það skal áfram ákveðið í reykfylltum bakherbergjum stjórnmálamanna.
Nú sýnir SA þeim fingurinn og samþykkir að viðræðum verði lokið og samningur settur í þjóðaratkvæði.
Það eru stórtíðindi og áhugavert nesti formannsefna Sjálfstæðisflokksins á landsfund. Þessi samtök hafa haft sterka skírskotun í Sjálfstæðisflokknum og þessi samþykkt sterk skilaboð til formannsefnanna.
Það er hægt að mála sig út í horn með afturhaldskoðunum og þröngsýni.
SA vill halda áfram aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færlsa.
Hnífbeyttur.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.11.2011 kl. 18:25
Sæll Jón Ingi.
Þessi samþykkt SA er nú ákaflega veik og enginn ástæða fyrir ykkur ESB sinna til að fagna þessu neitt sérstaklega. Það eru 6 stjórnarmenn á móti og 2 greiða ekki atkvæði meðal stjórnarmanna og þó er þetta ekki nein samþykkt um stuðning við ESB aðild heldur aðeins um það hvort eigi að klára samning eða hætta þessari vitleysu.
Skoðanakannanir meðal atvinnurekenda hafa sýnt að talsverður meirihluti þeirra er á móti ESB aðild. alveg eins og ca 2/3 hlutar íslensks launafólks er algerlega mótfallinn ESB aðild, þó svo að öll Stjórnarelíta ASÍ forystunnar með yfirjólasveininn Gylfa Arnbjörnsson séu ESB aftaníossar á umboðs.
Þetta eru því stjórnir án umboðs og einangraðar í sínum ESB fílabeins turnum.
Alveg eins og forysta Samfylkingarinnar er algerlega gegn sinni eigin þjóð og algerlega einangurð með sinni misheppnuðu ESB umsókn.
Reyndu að skilja það Jón Ingi !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 19:21
Jón Gæsar bloggar þó undir nafni greijið það bendir þó til að hann sé trúr sinni sannfæringu og viti ekki betur en því þora sleggjan og hvellurinn ekki að koma fram undir nafni enda eru þeir meðvitaðir um glæp sinn og beita blekkingum að hætti aðildarsinna í liði Össurar (LygaMarðar)
Örn Ægir (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 19:27
Össur þarf að drífa sig til Brussel að redda Evrunni!
Frétt af RUV í kvöld:
Nicholas Sarkozy greindi í gær frá hugmyndum sínum um tvískipt Evrópusamband, þar sem þau evruríki sem eftir væru mynduðu einskonar kjarna, sambandsríki, en hin aðildarríkin væru minna tengd. Þýskir fjölmiðlar greina frá því, að kristilegir demókratar ræði sambærilegar hugmyndir og ætli að fjalla um hvernig evru-ríki geti gengið úr myntbandalaginu, á flokksþingi sínu í næstu viku. Á fréttamannafundi síðdegis koma Angela Merkel sér fimlega hjá því að neita þessum fregnum en ítrekaði mikilvægi einingar innan Evrópusambandsins.
Aðrir leiðtogar sambandsins eru hins vegar afgerandi í afstöðu sinni. Jean-Claude Juncker segist hafa ofnæmi fyrir því dæmalausa kjaftæði sem renni uppúr þeim sem vilji sundra myntsamstarfinu. Þörf sé á samstöðu á evrusvæðinu.
Wall Street Journal segir þessi viðbrögð engu breyta. Nú þori sérfræðingar á fjármálamarkaði að ræða opinskátt það sem enginn þorði að tauta í einrúmi fyrir viku: að algjört endurskipulag eða jafnvel endalok evrusamstarfsins blasi við.
anna (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 23:40
Jón Ingi.
Ég ráðlegg þér að lesa netútgáfur Þýskra,Enskra og amerískra blaða. Greinar og frétta ágrip.Ég er alveg viss um að það hefði góð áhrif á bloggið þitt og hugsanagang yfirleitt. Það eru miklir viðburðir í gangi. Trúðu mér.
Snorri Hansson, 13.11.2011 kl. 00:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.