Niðurrifsmenn í Reykjavík.

Stjórn Akureyrarstofu fagnar því að forsendur fyrir Vaðlaheiðargöngum hafi ekki breyst og því ljóst að framkvæmdir geti hafist á árinu 2012 eins og áður hafði verið ákveðið. Skorað er á Alþingi að ljúka málinu strax svo hægt verði að hefja framkvæmdir í upphafi árs 2012.

Nú bregður svo við að niðurrifsmenn í höfuðborginni hafa stillt saman strengi sína þvert á flokkslínur.

Þingmenn ýmissa flokka af Suðvesturhorninu hafa lagt sig fram um að draga lappir í þessu máli og hafa talað þetta niður án þess að forsendur liggi að baki aðrar en þær að ÞEIM finnist þetta ómögulegt.

Nú hafa borgarfulltrúar í Reykjavík slegist í hópinn. Gísli Marteinn flugvallarandstæðingur hefur slegist í hópinn. Hann er að verða landsbyggðarandstæðingur númer eitt.

Í samtali við fréttastofu segir Gísli Marteinn að honum finnist fáránleikinn endurspeglast í þessum framkvæmdum. „Mér sýnist á öllu að menn séu að rembast við að reikna sig niður á einhverja niðurstöðu sem að allt hlutlaust fólk sér að er ekki rétt. Þessi göng munu aldrei standa undir sér, miðað við þær forsendur sem eru gefnar.“

Það er gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar. Okkur landsbyggðarmönnum finnst skorta tilfinnanlega á skilning borgarbarnanna á aðstæður okkar úti á landi. Þeir hafa lifað við verndaðar aðstæður borgarsamfélagsins og hafa engan skiling á því hvað það er að búa í dreifbýli og þurfa að sækja þjónustu yfir fjallvegi við erfiðar aðstæður. ´

Í þessu Vaðlaheiðarmáli kristallast skilingisleysið og þeir leggja allt í að koma í veg fyrir að þessi þjóðþrifaframkvæmd komist í gang. Ég veit ekki hvort þetta er öfund eða meinsemi því hagur þeirra af þessu er enginn nema þá að þjóna sinni fúlu lund.

Framkvæmdin er talin hagkvæm og muni standa undir sér, samt reyna þeir að rífa niður og bregða fæti fyrir málið. Ömurlegt hugarfar á tímum þegar framkvæmdir og stórhugur er það sem þjóðin þarf.

Ég lýsi frati á þá sem af illgirni og neikvæðni leggast í víking gegn framkvæmdum stórhuga landsbyggðarmanna sem eru að vinna með framtíðarheill að leiðarljósi.

Það á líka við samflokksmenn mína í Samfylkingunni.


mbl.is Alþingi ljúki málinu strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alltof margir hér á Suðvesturhorninu sjá lítið annað en sinn eiginn afturenda og nafla. Það eru einstaklingar eins og G.M. sem tjá sig af litlu viti. Því miður. En svo er allt í lagi að reysa Hátæknisjíkrahús með tilheyrandi umferðaröngvþeyti, og gaman verður að sjá hvort viðhald hinna n+ýju bygginga verður líkt og er um núverandi sjúkrahús sem eru að grotna niður.

Kjartan (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 818825

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband