26.9.2011 | 08:43
Flokkurinn fyrst - svo þjóðarhagsmunir.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það sé ekkert annað en veðsetning framtíðarskatttekna ríkisins að láta hjúkrunarheimili taka lán hjá Íbúðalánasjóði gegn því að þau borgi það til baka í framtíðinni með framlagi í Framkvæmdasjóð aldraðra.
Sjálfstæðisflokkurinn berst gegn framkvæmdum og jákvæði af öllu afli. Það virðist eitur í þeirra beinum að framkvæmdir hefjist og þeir sjá hvergi ljós í mykrinu.
Hjúkrunarheimili eru nauðsyn...þar er sár vandi víða.
En Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að berjast gegn því af fullum krafti að þær framkvæmdir verði.
Flokkshagsmunir ofar þjóðarhagsmunum... það er móttó flokksins þessi misserinn, svo sárt er valdaleysið.
Veðsetning framtíðarskatttekna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyrðu Jón minn.
Það er ekkert að framkvæmndum að setja en þessar bókhaldsblekkingar og Íbúðarlánasjóðsæfingar eru ekki boðlegar.
Ekki snúa öllu á hvolf hérna.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 09:24
Ég veit ekki betur en að núverandi Ríkisstjórn sé búin að skera niður og jafnvel loka flestum þessum heimilum vegna þess að það er ekki til peningur til þess að reka þau...
Það er ekki laust við að það hvarfli að manni hvort núverandi Ríkisstjórn sé orðin hrædd um að það verði ekki til staðir fyrir hana til að fara á í ellinni. Það er til nóg af húsnæði út um allt Land sem þarf ekki nema endurbóta við fyrir Hjúkrunarheimili.
Það er greinilegt að það er sama vittleysan í gangi og var fyrir hrun...
Það er ég viss um að nýtt eða gamalt er ekki það sem málið snýst um hjá þeim sem á þessum heimilum þurfa að halda...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.9.2011 kl. 09:33
Ingibjörg..það hefur engum heimilum verið lokað..hvaða rugl er þetta.
Sleggja..endilega að vera á móti framkvæmdum, er það ekki það sem þú og fleiri hafa verið að gagnrýna stjórnvöld fyrir...framkvæmda og ákvarðanafælni ?? en hver er nú kominn í þann gírinn og finnur sér allt til ?? Flokks hvað ??
Jón Ingi Cæsarsson, 26.9.2011 kl. 10:06
Framkvændir eru fínar.
En bókhaldsblekkingarnar eru ekki góðar. Enda hefur Ríkisendurskoðun gert alvarlegar athugasemndir um þetta.
Svo hef ég aðalega verið að gagnrýna að VG stendur í vegi fyrir erlendar fjárfestingar og auðlindanýtingu...
Þessar framkvæmndir á hjúkrunarheimilum er ekki erlend fjárfesting og ekki auðlindanýting... við Íslendingar þurufm að borga brúsann. Sama hvað.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 10:45
Jón Ingi, þú ert ekki svona vitlaus og flestir þeir sem lesa blggið þitt eru það ekki heldur. Það vita það allir sem fylgjast með fréttum að það er ekki verið að gagnrýna framkvæmdina. Þvert á móti studdi Pétur hana sérstaklega. Það eru bókhalsdbrellurnar sem bæði hann og Ríkisendurskoðandi eru að gagnrýna.
Ef þú Jón Ingi ætlar að halda svona áfram gerðu það þá fyrir mig og flokkinn okkar að leggja ekki nafn þitt við hann í framtíðinni. Svona ómerkilegt skítkast við málefnalega gagnrýni er okkur ekki til framdráttar. Þvert á móti dregur það þann sem kastar niður í svaðið. Málefnalegri gagnríni á að svara malefnalega og ef maður á ekki svör við henni reynir maður að læra af henni.
Það er vegna svona málatilbúnaðar sem börn að leik í alvöru sandkassa njóta meiri virðingar fjölda fólks en þessi 63 sem sitja í steinkassanum við Austurvöll.
Landfari, 26.9.2011 kl. 10:48
Landfari.. svo þú vitir það er ég ekki að skrifa fyrir neinn flokk og lýsi aðeins mínum prívat skoðunum...
og það er skoðun mín að allt of margir tali niður allar tilraunir til uppbyggingar og framkvæmda og þar er Sjálfstæðisflokkurinn framarlega í flokki.
Ef þú hefur ekki tekið eftir því þá legg ég til að þú lesir vandlegar í framtíðinni en hingað til.
Jón Ingi Cæsarsson, 26.9.2011 kl. 11:37
Jón Ingi fer með staflausa stafi hérna. Hjúkrunarheimilum HEFUR verið lokað. Má þar nefna Skjaldarvík, þar sem fólk var flutt "hreppaflutningum" inn á Akureyri og hjón sem höfðu verið gift og búið saman í 50-60 ár, enduðu í sitthvoru herberginu. Sundabúð á Vopnafirði, þar þótt miklu hagstæðara að flytja alla inn á Egilstaði, þrátt fyrir að dagplássið kostaði um 6.500.- kr. á Vopnafirði en 14.000.- á Egilstöðum. Þú ert í algjörri afneitun á illum verkum Norrænu HELferðarstjórnarinnar.
Dexter Morgan, 26.9.2011 kl. 11:38
Skjaldarvík var lokað af því húsnæðið stóðst kröfur nútímans. Það er verið að byggja hjúkrunarheimili á Akureyri sem tekur við af því og á meðan var Kjarnalundur starfræktur í leiguhúnsnæði í Kjarnaskógi...
Þetta nýja hjúkrunarheimili stenst allar kröfur um nútímastofnun og ég vona að Dexter sé ekki að mæla því bót að reka svona stofnanir í ónýtum húsum sem mér sýnist því miður að sé miðað við þennan texta
Jón Ingi Cæsarsson, 26.9.2011 kl. 11:45
Stóðst EKKI átti að standa um Skjaldarvík... enda gömul hús sem byggð voru fyrir allt aðra starfssemi..
Jón Ingi Cæsarsson, 26.9.2011 kl. 11:46
Landfari
Gott innlegg. Sammála þessu.
En Jón svaraði þessu ekki efnislega heldur.
Sleggjan og Hvellurinn, 26.9.2011 kl. 11:50
Já, einmitt. Skjaldarvík var svo "lasið" húsnæði að þar reka nú ung hjón ferðaþjónustu og leiga út herbergin sem ekki voru "boðleg" eldra fólki. Þannig að þessi skýring stenst enga skoðun.Og allur fór þessi flutningur fram án þess að spyrja nokkurntímann íbúana hvað þeir vildu, eða hvað þeim fyndist. Þetta var allt saman helber steypa og hefur kostað samfélagið hérna fyrir norðan tugi milljóna umfram það sem hefði kostað að flikka upp á Skjaldarvík. Það mátti ekki taka hætishót með úr Skjaldarvík, ekki einu sinni málverkin sem þar prýddu stofur, "akritektinn" sem teiknaði og hannaði hið nýja rými BANNAÐI að svoleiðis drasl væri hengt upp í hennar verki/hjúkrunarheimili. Nú "prýða" ostasneiðar úr plexitplasti ganga nýju álmunar í Híð...
Dexter Morgan, 26.9.2011 kl. 17:16
Nú þekki ég ekki til þessara mála en upp í huga mér kom sú spurning, hvort húsnæðið að Skjaldarvík hafi staðist kröfur td. þeirra hjóna sem flutt voru hreppaflutningum til vistunar og aðskilin í fína, nútímalega húsnæðinu á Akureyri ??
Ég þori að veðja hausnum á mér á að umhverfi og aðbúnaður allur stóðst þeirra kröfur að öllu leiti betur en núverandi vistun.
En það skiptir að sjálfsögðu engu máli, þett'er jú bara gamalt dót.....ráðamenn vita hvað því er fyrir bestu ;)
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 27.9.2011 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.