Ber að segja af sér.

 

Hvort sem menn eru sammála eða ósammála viðræðum við ESB liggur eitt ljóst fyrir. Alþingi ákvað að þessar viðræður færu af stað og ríkisstjórnin hefur það í samstarfssamningi.

Ráðherra sem ekki vill vinna samkvæmt því ber að segja af sér og það samstundis.

Það er siðferðisleg krafa sem liggur ljós fyrir, enda trúi ég ekki að nokkur sé svo siðlaus að vinna áfram sem ráðherra þegar hann ætlar sér ekki að virða lýðræðislega niðurstöðu og þá stefnu sem samþykkt er.

Átta mig ekki alveg á Jóni...er hann svona dómgreindarlaus eða er það eitthvað annað ?

 


mbl.is „Einfaldlega til að stöðva viðræðurnar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Jón situr með samþykki Samfylkingarinnar.

Það vita það allir að Jón er vinna gegn aðild íslands að esb en Samfylkingin hefur ekki gert kröfu um að hann segi af eða sett VG úrslitakosti - það vita allir hversvegna.

Óðinn Þórisson, 24.9.2011 kl. 13:55

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Ingi, alltaf þegar minnst er á hinn þinglega meirihluta fyrir ESB umsókninni dettur mér í hug hugtakið "illur fengur - illa forgengur".

Enn hefur ekki reynt á lýðræðislega niðurstöðu.

Kolbrún Hilmars, 24.9.2011 kl. 14:02

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Jón Ingi.

Hægan, hægan, Jón Bjarnason er bara að standa við þá fyrirvara sem Alþingi sjálft setti um landbúnaðarmálin samfara aðildarumssókninni.

Nei hrokinn í ykkur ESB landssöluliðinu er svo gengdarlaus að allt og allir sem eru fyrir ykkur í illum fyrirætlunum ykkar í þessu ESB máli á bara að ryðja úr vegi og helst að valta yfir þá líka.

Ég held að þið ættuð að hægja ferðina og minnka hrokann og yfirganginn, því að hann á eftir að koma ykkur illilega í koll síðar meir.

Þess í stað ættuð þið að sýna smá auðmýkt og fara nú að hlusta á þjóðina sem vill ekkkert með ESB aðild hafa að gera, eins og komið hefur fram í öllum skoðanakönnunum nú samfleytt í 2 ár.

Gunnlaugur I., 24.9.2011 kl. 14:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Alþingi ákvað aðildarviðræður, ekki aðlögun, og það var við allt annað Evrópusamband en það sem er núna og verður í framtíðinni.

Að gera allt til að stoppa þetta glapræði er ekki bara gott hjá ráðherranum heldur er hann sá eini sem rækir skyldur sínar í þeim efnum. Hinir eru úti á túni.

Guðmundur Ásgeirsson, 24.9.2011 kl. 16:43

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það á að draga þessa ESB umsókn tafar laust til baka.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 24.9.2011 kl. 18:44

6 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Það er auðvelt að átta sig á Jóni: Hann hefur ekki selt sálu sínar og hugsjónir. Hann starfar eftir samþykki síns flokks sem fer nota bene algerlega gegn jafnaðarmanna félögum þínum Jón.

Guðmundur St Ragnarsson, 24.9.2011 kl. 21:24

7 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Mér finnst gott hjá Jóni Bjarnasyni að standa með fólkinu í landinu. Það væri tilbreyting ef einhver af ráðherrum þíns flokks Jón Ingi stæðu með sínu fólki!!!!

Hafsteinn Björnsson, 24.9.2011 kl. 22:28

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta hefur sennilega verið þannig á þessum fundi að Landbúnaðarráðherra hefur haft þann háttinn á að tala út í hött og ekkert vitað sjálfur hvað hann var að fara. Hefur komið Preda og öðrum einkennileg fyrir sjónir og heyrn. Sem vonlegt er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.9.2011 kl. 23:01

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Meirihluti Íslendinga vilja sjá samninginn... sama hvað NEI-sinnar segja.

Jón á að framfylgja vilja Alþingis. Eða segja af sér. Það er rétt hjá þér Jón Ingi.

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 13:33

10 identicon

Skora á þig sleggjuhvelllur að að færa sönnur á þina staðhæfingu að meirihluti Íslendinga vilji sjá samninginn.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 20:23

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það var nýleg skoðanakönnun fréttablaðsins sem sýndi fram á það.

http://www.visir.is/tveir-thridju-vilja-halda-esb-umsokn-islands-til-streitu/article/2011709129975

Sleggjan og Hvellurinn, 25.9.2011 kl. 21:48

12 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Tveir þriðju vilja halda ESB-umsókn Íslands til streitu.

http://www.visir.is/tveir-thridju-vilja-halda-esb-umsokn-islands-til-streitu/article/2011709129975

Sigurður Haukur Gíslason, 25.9.2011 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband