Svartagallsrausið í BB á sér engin takmörk.

 

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði á Alþingi í dag að ríkisstjórnin hefði tekið að sér á þessu kjörtímabili, að snúa vondri stöðu í betri og það hefði mistekist.

Það hlýtur að vera sáraukafullt að tala svona gegn betri vitund. En hann verður víst að gera þetta svo hann eigi einhvern séns til að vera formaður FLOKKSINS áfram.

Allir vita að ástandið batnar hratt. Allir vita líka að langt er í land því efnahagskerfið hrundi til grunna vegna óstjórnar FLOKKSINS.

En allir sem eru þokkalega hlutlausir vita að þetta svartagallsraus í BB er til heimabrúks og hann er í besta falli svolítið hlægilegur í ljósi staðreynda sem allsstaðar blasa við.


mbl.is Mistekist að snúa vondri stöðu í betri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Evrópuríkin geta lært það af reynslu Íslendinga, að það er ekki nóg að gera átak í efnahagsmálum og rétta af skuldahalla ríkissjóðs, án þess að stuðla að auknum hagvexti. Þetta kemur fram í viðtali norska blaðsins Aftenposten við Svein Harald Øygard, fyrrverandi Seðlabankastjóra Íslands.

Øygard hrósar Íslendingum fyrir að hafa tekist á við afleiðingar efnahagshrunsins af mikilli hörku og seiglu, endurreist bankakerfið á afar stuttum tíma, og snúið ríkisrekstrinum við.

Almenningur hafi hins vegar lent í miklum þrengingum, atvinnuleysi sé mikið og skuldavandi heimila og fyrirtækja alvarlegur. Leita þurfi leiða til að auka hagvöxtinn.

Jón Ingi Cæsarsson, 2.9.2011 kl. 12:30

2 Smámynd: Dexter Morgan

Hlægilegt, hreinlega sprenghlægilegt hjá þér. Ég spyr nú á móti: "Hvað hefur TEKIST". Það er furðulegt með ykkur "jafnaðarmenn" að skilja ekki raunverulegar tölur t.d. um gjaldþrot heimilanna, atvinnuleysi, flólksflótta, skattahækkanir, hækkarir á opinberi þjónustu, hækkanir á lánum, hækkanir á matvöru og svo fr. og fr....

Þið eruð fastir með hausinn upp í afturendanum og það eina sem þið sjáið það í myrkrinu er blaktandi ESB fáni.

Dexter Morgan, 2.9.2011 kl. 13:04

3 identicon

Dettur þér í hug Jón, að þjóðin með stórum staf fái notið hagvaxtarins .......... ? Verða það ekki fáir útvaldir ?

Ágúst J. (IP-tala skráð) 2.9.2011 kl. 17:05

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það kann að vera að JS hafi vilja til að láta gott af sér leiða en hún hefur ekki getuna til þess þó svo hún vildi það.
En þér er vorkunn að þurfa að verja vinnubrögð ríkisstjórnar JS - hvað 16 þús atvinnulausir og fólk hrakið frá landinu á þeirri ríkisstjórn sem þú styður.

Óðinn Þórisson, 2.9.2011 kl. 18:19

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

fólk hraktist frá landinu vegna 18 ára óstjórnar sjálsftektarinnar Óðinn..

Óskar Þorkelsson, 2.9.2011 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband