Íslenskt samfélag í eina öld.

 

Við megum ekki gleyma því að í landinu hefur myndast hópur fjárglæframanna, sem aðallega gera sér að atvinnu að stofna til félaga, sprengja þau og hirða molana. Þeir menn eru lausir við flestar siðlegar hömlur. Fjárgræðgin knýr þá áfram; hegningarhúsið er hið eina sem þeir forðast. Þessvegna beita þeir kænsku sinni til að svíkja lögum samkvæmt; þvílíkir ræningjar eru mestu skaðræðismenn samtíðarinnar. -

Jónas frá Hriflu , Skinfaxa árið 1913, 6.tbl. bls. 42.

Þetta gæti alveg eins verið árið 2011 og reyndar svolítið saga okkar í gegnum árin. Erum við að sjá þetta kerfi endurfæðast enn einn ganginn á Íslandi.

Niðurstaða þessa er að Ísland á við mikinn efnahagsvanda að stríða, vegna þess að fjárglæframenn og fjárglæfraflokkar hreinsuðu alla fjármuni úr ríkissjóði og nú er það á ábyrgð stjórnvalda að endurheimta fjármuni til að reka velferðarríkið, annars er sjálfhætt og Ísland þarf að segja sig til sveitar.

En það er sama sagan, enginn ætlar að drekka þann bitra kaleik að það kostar að endurreisa þjóðríki sem næstum fór á höfuðið.

Samtök atvinnulífsins eru dálítið eins og þeir sem Jónas lýsir hér að ofan, ætla að græða á góðærinu en aðrir eiga að leysa vandann þegar hann dynur yfir.

Skattahækkanir koma ekki til greina að þeirra mati. Það er sjónarmið en hvar eru tillögur þeirra um lausnir því tengdu. Þær eru ekki með í för. Það væri ljúft að heyra þær í öðru formi en óljósum yfirlýsingum um aukna atvinnu og auknar fjárfestingar sem er samkvæmt bestu vitan minni hlutverk hins almenna markaðar en ekki ríkisvaldins, nema menn vilji láta lönd og leið blandað hagkerfi og taka upp ríkishagkerfi. Kannski er það það sem SA er að biðja um ?

Nú á ríkið að draga vagninn, sama ríkisvald og þeir vildu ekki sjá og heyra þegar hinn meinti gróði streymdi í kassana. Er þetta ekki sócialismi andskotans ?


mbl.is Mótmæla skattahækkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það skýtur skökku við að SA skuli leggjast gegn skattlagningu fjármálafyrirtækja sem eru að skila umtalsverðum hagnaði.

Þráinn Jökull Elísson, 16.8.2011 kl. 15:59

2 identicon

Óskaplega sem kommúnísk órétthugsun getur verið þreytandi. Það merkilega er að maður kíkir stundum á bloggið hjá þér til að hlægja.

Það er ekki nema vona að íslensku samfélagi hraki með hverjum deginum sem líður núna þegar að menn eins og þú eruð framarlega í stjórn þeirra flokka sem fara með ríkisstjórnina. Það að halda því fram að sífelldar skattahækkanir skili einhverju sýnir bara hversu vitlaus hugsun fer fram í hugum þeirra sem stjórna landinu. Íslensk fyrirtæki (og hvað þá almenningur) eru komin að þolmörkum skattahækkana og með þessu áframhaldi verða þau að segja upp fólki til að standa straum af þessari vinstri vitleysu sem nú er í gangi. Tryggingargjaldið hefur til að mynda hækkað mun meira en ráðlagt er og hvað gera fyrirtæki þegar þau geta ekki meira? Jú, leggja upp laupana með tilheyrandi uppsögnum og áframhaldandi spíral niður á við. Eigi að reisa eitthvert þjóðlíf hér á landi aftur sem fær mann til að vilja búa hérna verður að snúa þessari þróun við. Frekar á að lækka skatta eins og núna árar og fá aukið hringastreymi fjármagns inn í hagkerfið, en ekki fela það eins og virðirst viðgangast núna. En það er svo merkilegt að kommúnísk hugsun eins og þú ert haldinn virðist miða að því að reka alltaf allt í þrot sem gengur með öðrum við stjórn í brúnni. Finnst þér þetta ekki vera svolítið vitlaust Jón Ingi?

Ég er ekki orðinn þrítugur, en það er enginn hvati fyrir mig og mína kynslóð að stofna hérna fjölskyldur og halda landinu í ábúð. Haldi þessi vitleysa áfram að þá hugsar maður sig um hvort það sé ekki best að flýja þetta helvítis sker sem var samt ekkert svo slæmt áður en núverandi stjórnarmeirihluti var myndaður.

Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 16:24

3 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

komdu sæll,Jon Ingi,vissulega eru og voru glæpamenn,tvi er ta ekki stjornin hardari en tetta og setur gjaldtrotin hja tessum krimmum a teirra personulegu kennitølu???(tetta geta Tyskararnir) her og tar held eg nu ekki ad neinnf lokkur geti sagt sig undanskilin tvi(tad eru nu ekki allir flekklausir hja smafilkingunni frekar en hinum flokkunum) sjalfsagt firirtæki sem tola skattahækkanir en tad eru lika mørg sem tola tad ekki,tu minnist a jonas,svo eg tek Danmørku og adrir hafa likaa prufad sømuleid sem dæmi um hvad skattahækkanir geta leitt til td i dk tegar Anker Jørgensen(var nu teirra David to hann væri jafnadarmadur)var næstum buin ad setja Danmørku a hausin,ta foru skattar alt up i 90% af sidustu kronuni og einnig voru fyrirtæki mergsoginn,Hvad skedi teir gafust upp a tessu sama med Sviana,lækkudu skatta a bædi fyrirtæki og einstaklinga og hvad skedi hjolin foru ad snuast,en her erum vid buin ad vera ad reina ad finna upp hjolid sidan i hruninu prufandi hluti sem gjørsamlega hafa mistekist annars stadar,hvernig væri ad reina ad draga ur skattfrjalsum dagpeningagreidslum sem nema ca 8 miljørrdum tad hlitur ad vera næst a dagskra allavegana voru teir nogu fljotir ad taka tessar faau kronur sem sjomannafslatturin varvid erum med rikisstjorn sem eingaungu virdist geta hert sultarolina med nyjum skøttum og aløgum,rikisstjorn sem ut af osamlindi kemur afar faum malum fra ser ef teir ta ekki gleima ad leggja taug fram,rikisstjorn sem eiginlega bara hangir saman a hatrinu a ihaldinu,Umhverfisradherra sem setur sig a moti øllu sem heitir framkvæmdir,Forsætisradherra sem bædi erkomin arm yfir sydasta søludag og neisludagog virdist a stundum ekki hafa hugmind um hvad er ad ske her i samfelaginiu

Eg seigi fyrir mig ad eg kaus Samfilkinguna i sidustu kosningum og tad er alveg ørugt ad tad skedur ekki aftur svo leingi sem eg veit hvad eg heit,eda nokkurn af tessum fjorflokkum,hefdi viljad sja einhverja heidarlega(teir finnast nu sem betur fer)menn ur vidskiftalifinu stjorna tessu landi,(tetta er ju ekki stærra en medal fyrirtæki erlendis)og reina ad endurvinna sma traust og virdingu fyrir Althingi Islands tvi tad er ekki til i dag,enda ætla 20% kosningarbærra manna ekki ad kjosa og tad seigir vist alt um alit folks a stjornmalmønnum her a landi

Þorsteinn J Þorsteinsson, 16.8.2011 kl. 16:51

4 identicon

Sælir; Jón Ingi Cæsarsson - og aðrir gestir, þínir !

Nafni minn (Helgi) Jóhannsson !

Oftast nær; höfum við Jón Ingi, lítt samferða verið, í skoðanaskiptum ýmsum, en hér bendir hann, á þann kalda veruleika, sem við okkur öllum blasir, ágæti drengur.

Því; vil ég beina því til þín, nafni minn - að öngvar eru forsendurnar, fyrir nokkrum hlátri, úr þínum barka, né annarra, við þessarri þörfu hugvekju Jóns Inga; þér, að segja.

Nafni !

Vafalaust; kynni margt betur að fara, réði Jón Ingi einhverju, um þróun mála - sé miðað við, hin flest; flokkssystkina hans, svo sem. Jón virðist vera, bet ur jarðtengdari, að minnsta kosti, og er það honum fremur til vegtyllu, en lasts, nafni minn.

Tilvitnunin; í orð Jónasar heitins frá Hriflu, á mjög vel við, í okkar samtíma - ekki síður, en árið 1913, einnig.

Með beztu kveðjum; sem áður - og fyrri /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 16:58

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Helgi.. ég er jafnaðarmaður og hef alltaf verið. Ég legg til að þú kynnir þér betur hvað er að vera kommunisti.

Sem jafnaðarmaður er ég fylgjandi því að þeir sem meira hafi milli handa greiði meira til samfélagins og hafna þeirri stefnu sem unnið var með í tíð Framsóknar og Sjálfstæðisflokks þegar skattar hækkuðu á almennt launafólk en skattar á fyrirtæki og fjármagnsstofnanir voru lækkaðir, svo ekki sé nú talað um auðmenn. Þú ert greinilega þeirrar innréttingar að skattar eru skammaryrði en í mínum huga eru skattar undirstaða velferðarþjóðfélags þar sem allir þegnar njóta jafnréttis varðandi þjónustu við borgarana.

Þér má finnast þetta fyndið en það kannski undirstrikar fyrst og fremst gjána á milli lífsviðhorfs jafnaðarmanns og hægri manns með frumskógarlögmálið sem biblíu.

Jón Ingi Cæsarsson, 16.8.2011 kl. 16:59

6 identicon

Sæll aftur Jón. Í minni sveit er ekki munurinn á kindaskít og kúamykju þegar á túnin er komin, og þitt tal hefur borið þess vitni að þar fer maður sem vill jöfnuð að algjöru, það er, enginn má eiga neitt og enginn má heldur eignast neitt. Heldur eiga allir að leggja það af mörkum sem þeir geta. Þannig hef ég lesið þín skrif, á kommúnískum nótum en ekki þess réttrúaða jafnaðarmans sem þú segist vera. Vil síðan taka það fram að ég er ekki sjálfstæðismaður

En mig langar að bera undir þig sma spurningu. Þegar að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru saman í ríkisstjórn að þá voru skattar á hinn almenna launþega töluvert lægri heldur en í dag, er það ekki?  Launin voru lægri á hinum almenna vinnumarkaði en í dag, en samt hafði fólk meira á milli handanna, fólkið sem þú segist vera að vinna fyrir, skýtur þetta ekki svolítið skökku við?

Og Óskar Nafni Helgason.

Það sem getur kætt einn, getur grætt annan, sem betur fer, annars væri lítið varið í lífið ef að allir væru eins. En hvernig væri að horfa 30 ár aftur í tímann og rifja upp hvernig Íslandi var náð upp úr þeirri eymd og volæði sem var við það tröllríða öllum röftum og setja heilæu og hálfu fjölskyldurnar á hvolf þá eins og núna, allveg stórmerkilegt hvernig þarf alltaf að finna upp hjólið aftur og aftur í staðinn fyrir að skoða þær lausnir sem hafa verið notaðar og virkað. 

Helgi Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:43

7 identicon

Sælir; að nýju !

Nafni minn; ágætur !

Kannski; ég sé því eldri en þú, að muna vel, árin í kringum 1970, reyndar - og vildi hverfa til þess stöðugleika kyrrlætis og yfirvegunar, sem þá ríkti, ágæti drengur.

Svo; ég komi því sjónarmiði að, að nokkru.

Með; hinum sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband