7.8.2011 | 10:22
Ræddur verður réttur sauðkindarinnar.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks verður aðalræðumaður á Hólahátíð sem fram fer um næstu helgi. Hefð er fyrir því að forystumenn í samfélaginu flytji Hólaræðuna og hefur hún oft vakið athygli og umræður.
Spái því að hér verði ræddur rétttur sauðkindarinnar fram yfir rétt fjölskyldnanna í landinu og óbreyttra neytenda.
Spái því að hér verði rædd nauðsyn þess að standa utan ESB svo ríka fólkið á Íslandi hefi meiri möguleika á að verja sérréttindi sín fram yfir venjulega fólkið í landinu.
Spái því að hér verði rædd hættan af því að hefja alvöru samkeppni á matvörumarkaði svo góðvinir Framsóknarflokksins haldi sérréttindum sínum og áskrift að ríkissjóði.
Spái því að hér verði haldin ræða í anda þess sem búast mátti við árið 1968.
En svo gæti formaðurinn komið á óvart og haldið ræðu sem stefndi Íslandi til framtíðar í opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi.
Bíð spenntur því það verður gaman að hengja þetta blogg við fréttina af því sem verður, þegar þar að kemur.
![]() |
Sigmundur Davíð flytur Hólaræðuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Réttur sauðkindarinnar, já. Er það ekki bara íslensk kjötsúpa?
Magnús Óskar Ingvarsson, 7.8.2011 kl. 12:09
Það er þér líkt, Jón Ingi, að hæðast að stórvel gefnum stjórnmálamanni sem hefur komið við kaunin á þínum eigin þjóðareigna- og landssöluflokki.
Jón Valur Jensson, 7.8.2011 kl. 13:00
Djöfuls bull er þetta.
Fyrir það fyrsta eru flestir sauðfjárbændur á hausnum. Þeim hefur verið skammtað eftirfarandi:
A: Hversu mikið þú mátt framleiða.
B: Hversu mikið færðu fyrir það.
Niðurstaðan er að jafnaði heimilistekjur sem eru undir atvinnuleysisbótum.
Þetta er sama baulið og í kringum 1994, þegar allt var rollum að kenna.
Það má svo benda á að það er heimilt að flytja inn kjöt. Við erum þar á samspili með EES og GATT. Eitthvað hefur verið á markaði af mögulegu kúariðukjöti frá Írlandi (lesist hryggvöðvar & Lundir) en einhverra hluta vegna hefur influtt lambakjöt ekki náð neinum vinsældum. Við erum þó að flytja út á sama grunni og hinir væru að flytja inn....ekkert kjaftæði, það er ákv. tollasamkomulag.
Og svona bara til að hafa það á hreinu, - fjárbóndinn er kannski að skafa upp 400-500 kr. á kílóið brúttó. Allt í gúddí ef maður er með 10.000 kindur, en svo er ekki. Og skoðið svo pakkaverðið í næstu sjoppu og reynið að átta ykkur á því hvar okrið verður til.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 14:27
Það mun verða rifist um íslensku sauðkindina svo lengi sem þetta land byggist. Bændur og sauðfé þó sérstaklega hafa verið "dragbítar á íslensku hagkerfi" allt frá fyrstu dögum Alþýðuflokksins samkvæmt gamalli skilgreiningu próf. Gylfa Þ. Gíslasonar.
Árni Gunnarsson, 7.8.2011 kl. 16:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.