Ræddur verður réttur sauðkindarinnar.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks verður aðalræðumaður á Hólahátíð sem fram fer um næstu helgi. Hefð er fyrir því að forystumenn í samfélaginu flytji Hólaræðuna og hefur hún oft vakið athygli og umræður.

Spái því að hér verði ræddur rétttur sauðkindarinnar fram yfir rétt fjölskyldnanna í landinu og óbreyttra neytenda.

Spái því að hér verði rædd nauðsyn þess að standa utan ESB svo ríka fólkið á Íslandi hefi meiri möguleika á að verja sérréttindi sín fram yfir venjulega fólkið í landinu.

Spái því að hér verði rædd hættan af því að hefja alvöru samkeppni á matvörumarkaði svo góðvinir Framsóknarflokksins haldi sérréttindum sínum og áskrift að ríkissjóði.

Spái því að hér verði haldin ræða í anda þess sem búast mátti við árið 1968.

En svo gæti formaðurinn komið á óvart og haldið ræðu sem stefndi Íslandi til framtíðar í opnu og lýðræðislegu þjóðfélagi.

Bíð spenntur því það verður gaman að hengja þetta blogg við fréttina af því sem verður, þegar þar að kemur.


mbl.is Sigmundur Davíð flytur Hólaræðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Réttur sauðkindarinnar, já. Er það ekki bara íslensk kjötsúpa?

Magnús Óskar Ingvarsson, 7.8.2011 kl. 12:09

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er þér líkt, Jón Ingi, að hæðast að stórvel gefnum stjórnmálamanni sem hefur komið við kaunin á þínum eigin þjóðareigna- og landssöluflokki.

Jón Valur Jensson, 7.8.2011 kl. 13:00

3 identicon

Djöfuls bull er þetta. 

Fyrir það fyrsta eru flestir sauðfjárbændur á hausnum. Þeim hefur verið skammtað eftirfarandi:

A: Hversu mikið þú mátt framleiða.

B: Hversu mikið færðu fyrir það.

Niðurstaðan er að jafnaði heimilistekjur sem eru undir atvinnuleysisbótum.

Þetta er sama baulið og í kringum 1994, þegar allt var rollum að kenna.

Það má svo benda á að það er heimilt að flytja inn kjöt. Við erum þar á samspili með EES og GATT. Eitthvað hefur verið á markaði af mögulegu kúariðukjöti frá Írlandi (lesist hryggvöðvar & Lundir) en einhverra hluta vegna hefur influtt lambakjöt ekki náð neinum vinsældum. Við erum þó að flytja út á sama grunni og hinir væru að flytja inn....ekkert kjaftæði, það er ákv. tollasamkomulag.

Og svona bara til að hafa það á hreinu, - fjárbóndinn er kannski að skafa upp 400-500 kr. á kílóið brúttó. Allt í gúddí ef maður er með 10.000 kindur, en svo er ekki. Og skoðið svo pakkaverðið í næstu sjoppu og reynið að átta ykkur á því hvar okrið verður til.....

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 14:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það mun verða rifist um íslensku sauðkindina svo lengi sem þetta land byggist. Bændur og sauðfé þó sérstaklega hafa verið "dragbítar á íslensku hagkerfi" allt frá fyrstu dögum Alþýðuflokksins samkvæmt gamalli skilgreiningu próf. Gylfa Þ. Gíslasonar.

Árni Gunnarsson, 7.8.2011 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818826

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband