Sammála Hauki, vondar, lítt ígrundaðar tillögur.

 

Haukur segir að samkvæmt tillögum ráðsins og ef Alþingi heimilar að setja hámarkskvóta á kjördæmakjörna þingmenn geti komið til þess í versta tilfelli að kjósendur norðvestur-, norðaustur-, og suðurkjördæma fái 15 þingmenn en Reykjavík og Kraginn 48 þingmenn. Jafnt vægi þýði á hinn bóginn að 23 þingmenn komi frá landsbyggðarkjördæmunum þremur og 40 þingmenn frá Reykjavík og Kraganum samanlagt.  

Ég er sammála Hauki Arnþórssyni. Tillögur stjórnlagaráðs um nýtt kosningakerfi eru mjög þéttbýlis og höfuðborgarmiðaðar enda ekki á öðru von eins og það er samansett.

Kosningar til stjórnlagaþings sýndu okkur svart á hvítu hvernig framtíðarskipting þingmanna gæti orðið í versta tilfelli.

Að mínu mati eiga þessar tillögur ekkert skylt við sanngjarnt lýðræði og gætu enn aukið ójafnvægið sem þegar er milli landsbyggðar og þéttbýlisins á suðvesturhorninu.

Vonandi hefur þingið skynsemi til að hafna þessum tillögum því ef þær ná fram að ganga getum við séð fram á aukið misrétti hjá Íslenskri þjóð og á það er ekki bætandi.

Hugsunin á bak við þetta á dálítið í ætt við hugmyndir borgarfulltrúa um að Reykjavíkurflugvöllur sé eingöngu þeirra mál og öðrum komi þær ekki við..... við viljum ekki auka á vægi slíkrar hugmyndafræði við landsstjórnina eða hvað?


mbl.is Úr öskunni í eldinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi pistill er eitthvað sem ég er 100% sammála, og flott saman settur. Líka snyrtilega orðað að nota "ójafnvægi". Og eins að smella Reykjarvíkurflugvelli á borðið sem hliðstæðu, - bara mjög vel við hæfi.

Oftast ósammála þér Jón Ingi, en sama er mér hvaðan gott kemur ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.8.2011 kl. 16:45

2 identicon

Einn maður, eitt atkvæði er ófrávíkjanleg krafa. Annað er ójöfnuður. Vissulega er ójöfnuður í ýmsu öðru á milli dreifbýlis og þéttbýlis og honum þarf að eyða líka. En það verður ekki gert með því að viðhalda ójöfnuði í atkvæðavægi. Ójöfnuði á einu sviði verður ekki eytt með því að viðhalda ójöfnuði á öðru sviði. Það er galin hugmynd sem enginn sannur jafnaðarmaður getur stutt.

Baldur Ragnarsson (IP-tala skráð) 7.8.2011 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 13
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 818666

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband