Mig dreymdi draum.

 

Mig dreymdi að Sjálfstæðisflokkurinn væri kominn til valda á ný. Allt var orðið næstum eins og áður, Einar Guðfinns var fiskimálaráðherra, Árni var peningamálaráðherra, Geir var verslunarráðherra, Guðlaugur Þór var einkagróðamálaráðherra og Þorgerður var kennslumálaráðherra. Svo voru nokkir Framsóknarmenn að leika sér í afgangsráðuneytunum.

Það var búið að kjósa og kosningaloforð flokksins voru efnd á fyrstu fjórum vikunum enda lausnirnar löngu mótaðar og stefnan skýr.

Það lak smér af hverju strái, atvinnuleysið var 1% .. bara þeir sem nenntu hvort sem ekki að vinna, bankarnir voru fullir af peningum, fjárfestar frá útlöndum biðu í röðum og álver var nýrrisið í Landmannalaugum knúið orku frá jarðhitakerfum svæðisins. Það var dásamleg sjón.

Verið var að virkja Jökulsá á Fjöllum og risavirkjunin í Skjálfandafljóti var langt komin. Draumur hins sanna frjálshyggjumanns.

Einar fiskimálaráðherra var nýbúinn að auka þorskkvótann í 600 þúsund tonn enda hafði stofninn vaxið gríðarlega við kosingasigur Sjálfstæðismanna. Búið var að einkavæða Háskólana í landinu og í þá streymdi mikið fjármagn frá fjárfestum í Hong Kong sem töldu skóla á Íslandi eina bestu fjárfestingu sem hægt væri að hugsa sér.

Ísland var gengið úr EFTA og uppsögn EES samningsins hafði átt sér stað viku eftir kosingasigurinn. Íslenska krónan varð sterkasti gjaldmiðill Evrópu strax eftir kosningasigurinn og Árni peningamálaráðherra var valdamesti maður Evrópu og þó víðar væri leitað. Evrópusambandið hefði nýverið leitað til Seðabankans um að íslenska krónan yrði gerð að gjaldmiðli Evrópu og dollar hefði viðmið við gengi hennar.

Ásmundur Einar og Ragnar Arnalds höfðu fengið þjóðræknisorðuna sem forsetinn afhenti þeim við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Mér fannst ég ganga heim að stjórnarráðinu og inn. Hurðin að skrifstofu forsætisráðherra var opin, það sat einhver í stól forsætisráðherra og snéri baki í dyrnar. Mér fannst ég sjá ljósgráan krullukoll yfir stólbakið.

Skyndilega snérist glæsilegur forsætisráðherrastólinn hálfhring og við mér blasti............

Þá vissi ég það...... allt var orðið eins og það átti að vera......

Samkvæmt sögusögnum hafði verið reist risastórt fangelsi á Hellisheiði, nærri glænýju orkuverunum þar, og þar voru vistaðir allir vinstri og jafnaðarmenn á Íslandi...

þá vaknaði ég.....


mbl.is Segir evru veita stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

(hrollur), fyrir mér var þessi lesning eins og martröð, eða "trailer" af góðri hryllingsmynd.

Dexter Morgan, 5.8.2011 kl. 23:09

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jón Ingi auðvitað dreymir þig drauma eins og öðrum Íslendingum, um betri tíð, en svo kemur þú til raunveruleikans og þá sérð þú martröð. Ultra vinstri stjórnin er að reyna að koma öllu á kaldan klaka.

Var að lesa stórgóða grein eftir Jón Baldvin Hannibalsson um þá hættu sem stafaði af því fólki sem styður ,,últra vinstri stefnu", stefnu núverandi ríkisstjórnar. Það var það vesta sem hann gat hugsað íslenskri þjóð. 

Það sem þú og aðrir samfylkingarsnúðar gerið þó gott, er að tryggja að þessi óskapnaður mun ekki koma til valda aftur næstu öldina. 

Sigurður Þorsteinsson, 6.8.2011 kl. 12:50

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Bíddu Sigurður.. þetta var nú bara draumur...eiginlega flashback..til þess tíma þegar hrunið var að koma en allir trúðu því að hér ríkti góðæri.

Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2011 kl. 15:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 818828

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband