Óþolandi alhæfingar...

"Það er fátt í sögu Íslendinga sem þeir geta verið stoltir af þegar kemur að framkomu þeirra gagnvart gyðingum, Passíusálmarnir eru fullir af gyðingafordómum og íslensk stjórnvöld sýna Ísrael hroka."

Það er undarleg umræða sem á sér stað í fjölmiðlum og bloggsíðum flesta daga. Alhæfingar og upphrópanir dynja stanslaust í eyrum fólks og rökstuðningurinn lítt marktækur ef þá nokkur.

Nýjustu alhæfingarnar eru sem dæmi. " Kratar hata bændur" og " Íslendingar hata gyðinga"

Auðvitað eru þetta fáránlegar alhæfingar. Ég er bæði Krati og Íslendingur og ég fullyrði að ég hata hvorki gyðinga né bændur...eða yfirleitt nokkurn mann.

Kratar hata bændur !

Kratar eiga víst að hata bændur af því sumir þeirra hafa tjáð sig um sjálftökukerfi í landbúnaði sem er í sjálfu sér ekki hugarsmíð bænda sem slíkra en samið af svokölluðum bændavinum fyrir áratugum. Að gagnrýna eða hafa skoðun á því kerfi er ekki hatur...síst í garð bænda sem raunverulega eru jafn mikil fórnarlömb þessa kerfis og neytendur. Þetta er kerfi sem flestir vilja breyta og gera réttlátara og nútímalegra. Hatursumræða þess vegna er kjánaleg..

Svo er það hin fullyrðingin. Íslendingar hata gyðinga.!

Það á víst að vera vegna þess að utanríkisráðherra landsins lét í ljós þá skoðun að ástandið á svæðinu væri óviðunandi og vildi leggja sitt af mörkum til að leysa það.  Þar með urðu Íslendingar allir með tölu...jafnvel þeir sem gengnir eru og ófæddir, gyðingahatarar.

Kannski er bara best að þegja og horfa á ástandið þarna með blinda auganu eins og flest ríki gera. Þetta er ekki ósvipað ástand og þegar Kínverjar ráðast gegn þeim sem tala við Dalai Lama eða ráðamenn á Taiwan.

Auðvitað eiga menn ekki að þegja þegar stjórnvöld landa láta drepa og meiða borgara eigin ríkis eða annarra. Fyrir slíkt eru sumir dregnir fyrir stríðsglæpadóm. Það er ekki afsökun að drepa konur, börn og gamalmenni í nafni Ísraels frekar en annarra ríkja. Fyrir dómi er einn af ábyrgðarmönnum slíkra gerninga í gömlu Júgóslavíu. Ég sé ekki muninn.

Ég hefði orðið fúll ef utanríkisráðherra Íslands hefði ekki nefnt þessi mál og haft á þeim skoðun í þessari ferð.  Stjórnvöld í Ísrael eru í fýlu og það verður bara svo að vera... gremjan sem þeir sýna snýst ekki um að þetta sé ekki satt og rétt sem sagt er, heldur það að tala sé um það á opinberum vettvangi  og á alþjóðavísu.

Sannleikurinn er oft þungur þegar samviskan er vond.


mbl.is Hata Íslendingar gyðinga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega! Góð færsla.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.7.2011 kl. 13:44

2 identicon

Einhverra hluta vegna er erfitt að finna bónda sem er krati. Það er miklu auðveldara að finna Palestínumann eða Araba sem á vinnu sína og lögheimili í Ísraelsríki.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 17:47

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð færsla Jón

Óskar Þorkelsson, 21.7.2011 kl. 18:29

4 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Mér var hent út af mbl vegna skoðana minna á Ísrael hvers vegna !!! Jú Þeir eru að reina stækka sit land með því að drepa fólk ? hvað finnst ykkur eiga þeir meyri rétt Kristnir eða Múslímar Djöfulli hata ég þetta trúbragða bull....

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 22.7.2011 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband