Minni hagsmunir fyrir meiri. Látum af þjóðrembu.

 

"Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, lýsir yfir undrun sinni á útnefningu bandaríska viðskiptaráðuneytisins á Íslandi samkvæmt svonefndu Pelly-ákvæði (e. Pelly Amendment Certification) vegna hvalveiða Íslendinga."

Ég hef verið undrandi á viðhorfi Jóns Bjarnasonar frá því hann varð ráðherra sjávarútvegsmála. Ég hélt í fávisku minni að hann væri umhverfissinni og léti náttúruna njóta vafans.

Það hefur hann aldeilis ekki gert og gengið erinda Hreins Loftssonar og félaga frá því hann settist í stól ráðherra. Umhverfisráðherra VG hefur þagað þunnu hljóði og VG hefur ekki sýnt þess nein merki að vera flokkur umhverfisverndar.

Nú stendur þessi ágæti ráðherra og reyndar allir Íslendingar frammi fyrir þeirri staðreynd að beita eigi valdi til að þvinga okkur frá hvalveiðum.

Þetta kom svo sem ekki á óvart og ljóst að hér gilda viðhorf skynsemi en ekki viðbrögð þjóðrembu og óskynsemi.

Ég bjóst við að svona gæti farið og hef lengi talað gegn hvalveiðum þar sem meiri hagsmunum er fórnað fyrir minni.

Eigum við að halda áfram að veiða stórhveli í andstöðu við heimsbyggðina og fórna þar með orðspori okkar og auk þess gæti svo farið að innflutningsbann verði sett á vörur frá Íslandi víða um heim ?

Nú er komin tími til að sína skynsemi og hætta að þjóna hagsmunum eins manns og hugsjóna hans. Hugsjóna sem hann hefur náð að fá stuðning til með að höfða til þjóðarstolts og þjóðrembu ýmissa hér á landi.

Allir vita að það er ekkert upp úr hvalveiðum að hafa og búnaður og tæki þau sem notuð eru, löngu úrelt og úr sér gengin.

Enda hefur ekkert verið veitt í sumar því varan er ekki seljanleg.... og til hvers er þá barist ??


mbl.is Útnefningin vekur undrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband