18.7.2011 | 21:11
Glæsilegt Húsavík... ömurlegt Akureyri.
Það er óhætt að segja að það hafi verið lifandi strandmenning við
höfnina á Húsavík í morgun.
Þar voru félagarnir Helgi Héðinsson og Óðinn Sigurðsson ásamt fleirum að taka hákarla á land og skera þá í beitu. Alls var aflinn sjö hákarlar sem þeir fengu á línur sínar í Skjálfandaflóa í gær.
Glæsilegt hjá Húsavík. Lifandi mannlíf í tengslum við bryggjur og sjó.
En á Akureyri leggja hafnaryfirvöld allan metnað sinn í að loka og læsa öllum aðgangi að sjó og bryggjum á Akureyri og lífið og fjörið sem á þeim var er að mestu horfið.
Meinsemi og stjórnsemi einkenna starf hafnaryfirvalda á Akureyri og þeim hefur á örfáum árum nánast tekist að eyða öllu sem heitir strandlíf og strandmenning á bryggum Akureyrar. Fáeinir reyna þó enn að dorga á Torfunefi eða í Innbænum en allir sem stundað hafa bryggjuveiðar á Akureyri vita að þar er lítil veiðivon.
Strandhátíð í anda Húsavíkur væri óhugsandi á Akureyri því hafnaryfirvöld munu örugglega standa í þeirri meiningu að það ógnaði heimsfriði að hleypa bæjarbúum að sjó og á bryggjur.
![]() |
Hákarlar á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.4.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 819305
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menning eða menningarleysi á og við hafnir Akureyrar hefur nú lítið með bæjaryfirvöld að gera.
Líttu þér nú nær þetta skipulag kemur allt frá stóra skrifborðinu í Brussel þar sem þitt ástkæra Evrópusamband ræður öllu... líka hér !!!
Ágúst J. (IP-tala skráð) 18.7.2011 kl. 22:55
Ágúst...talaðu bara um það sem þú þekkir... bryggjur á Akureyri eru girtar af með háum girðingum og læstum hliðum árið um kring.... merkilegt að það þurfi bara hér í bæ.
Jón Ingi Cæsarsson, 19.7.2011 kl. 07:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.