Dónaskapur í Kötlu að trufla ferðaþjónustuna.

 

Það er skýlaus krafa ferðaþjónustunnar að öllum tiltækum ráðum verði beitt til að opna leið yfir Múlakvísl sem allra fyrst.  Hver dagur er mjög dýr þar sem ferðir um hringveginn er ein helsta söluvara ferðaþjónustunnar.  

Það er rakinn dónaskapur að hlaupið í Múlakvísl kom akkúrat núna. Miklu heppilegra væri að fá það í október eða nóvember.

Það væri nú enn verra ef Katla færi af stað með öllu afli núna..þá væri hætt við að hringvegurinn lokaðist í einn til tvo mánuði...ef ekki lengur.

Enn eru hræringar í jöklinum og full ástæða að fylgjast vel með því þetta hlaup og aukning á jarðhita er ekki einangrað fyrirbæri...það gæti verið upphaf að stærri atburðum og vonandi að menn sýni þá meiri yfirvegun og skynsemi í umræðunni en núna.

Auðvitað verður unnið að fullum krafti að gerð bráðabirgðalausnar og eigum við ekki að treysta okkar fagfólki fyrir því frekar en byrja að tala það niður í fjölmiðlum ?


mbl.is Neyðarástand í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega. Samtök ferðaþjónustunnar eru þau einu sem hrópa á torgum og auglýsa að vegurinn sé lokaður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.7.2011 kl. 13:01

2 identicon

Er ekki ágætt að anda rólega? Vegagerðin mun sinna sínu. ferðaþjónustan gæti tekið til í eigin ranni á meðan. Fyrirtæki í rekstri án leyfis, vsk. og gjöld skiila sér illa. Hvernig væri að allir borguðu í ríkiskassann og byrjuðu svo að hrópa?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 10.7.2011 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband