Stjórnmálaflokkur í vinnu hjá kvótagreifum.

 

„Litla kvótafrumvarpið“ var samþykkt með áorðnum breytingum á áttunda tímanum í kvöld með 30 atkvæðum gegn 19.

Alþingi samþykkti að fresta gildistöku  „litla kvótafrumvarpsins“ um eitt ár þannig að það taki gildi 1. september 2012 og verði þar með hluti af heildarendurskoðun á stjórn fiskveiða sem á að fara í í haust.

Það er afar merkilegt að fylgjast með hagsmunabaráttu stórkvótaeigenda síðustu mánuði. Það er varist með öllum tiltækum ráðum, það gengur á með auglýsinum þar sem framtíðin er máluð svörum litum ef þeir .... og þeir einir veiði ekki fiskinn í sjónum, boðað til funda þar sem stjórnmálamenn eru níddir niður og kallaðir ýmsum nöfnum.... og svo framvegis og svo framvegis.

En merkilegast í þessu öllu er að fjölskyldurnar sjötíu eru með heilan stjórnmálaflokk í vinnu við að halda uppi persónulegri hagsmunabaráttu í fullkominni andstöðu við þjóðarhag. Meira að segja eru þingmenn innan þeirra raða sem hafa af því persónulega hag að ekkert breytist og þeim finnst sjálfsagt að viðkomandi víki ekki sæti eins og siðlegt er og nauðsynlegt þegar persónulegir hagmunir blandast í mál.

Kannski kusu kjósendur Sjálfstæðisflokkinn til þess verkefnis að koma í veg fyrir að þjóðarauðlindin kæmist aftur undir stjórn og í hendur þjóðarinnar.

Ef svo er er flokkurinn á réttu róli og sinnir af alúð því verkefni að halda kvótanum hjá kvótagreifum og vinna gegn því að nokkuð breytist. Það er ef til vill svolítið óheppilegt að t.d. árið 2009 fékk flokkurinn 45% framlaga sinna frá sjávarútvegsfyrirtækjum...en látum það nú vera...gæti verið tilviljun.

En ég ætla að fylgjast með þessari merkilegu atburðarás og fylgjast sérstaklega með því hversu lang FLOKKURINN gengur í þessari óhuggnalegu hagsmunagæslu.


mbl.is „Litla kvótafrumvarpið“ samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Heill sé þér kommanisti Allavega er þó enn reynt að gæta hagsmuna Íslendinga með fiskinn en vonandi verður þessi stjórn farin frá áður en að seinna frumvarpið (stóra) verður lagt fram,því að það eina sem þinn formaður er að reyna að gera er að ná sem mestum kvóta svo að hún geti staðið við skuldbindingar ESB um að samræðis gæti varðandi fiskveiðar innan ESB.Það er nú bara þannig að við höfum einungis 0,8 prósent vægi innan ESB þingsins þar sem sitja um það bil 740 ESB þingmenn.Og heldur þú virkilega Jón Ingi að við fáum einhverju ráðið þar???? Það er kominn tími til að þið þessir landsölusvikarar svarið og það með rökfærslum en ekki einhverju bulli og útúrsnúningum einsog ykkar er vaninn,þar sem getið ekkert sagt satt um ESB og þeirra kúgun...

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.6.2011 kl. 21:13

2 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.6.2011 kl. 21:14

3 identicon

Það er svo merkilegt hvað þið samfylkingarfólk notið orðið "þjóð" oft í ykkar málflutningi þegar það fer í raun ekkert meir í taugarnar á ykkur. Þið viljið sundra henni og leysa upp hugmyndina um "íslenska þjóð" og sturta okkur ofan í "ESB bland í poka".

Orðið þjóð verður að orðskrípi í ykkar munni enda vinnið þið að því að taka sjávarútveginn frá þjóðinni og færa hann til ríkisins og eyða honum þar með sósíalisma.

Njáll (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 21:44

4 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Bullið alltaf í þér.  Stjórnarflokkarnir eru að reyna að stórskaða sjávarútveginn.  Hvaða réttlæti er í því að skerða kvótann á skipinu sem ég er á og þar með afkomu mína sem atvinnusjómanns svo hægt sé að setja meiri kvóta til þeirra sem hafa selt allann sinn kvóta og annarra sem hafa aðalatvinnu af öðru.   minstakosti 40% af þeim sem eru í strandveiðikerfinu eru menn sem hafa selt frá sér kvótann og obbinn af hinum eru eru menn sem hafa aðra aðalatvinnu.

Hreinn Sigurðsson, 11.6.2011 kl. 21:47

5 identicon

Æðislegt eða þannig, nú fáið þið sjórnmálahyskið kvótann í ykkar hendur, sjávarútvegsráðherra orðinn stærsti útgerðarmaður landsins með 15% hlut til þess að deila á vildarvini sína eins og alltaf er gert, hörmulegt, en þetta viljið þið kommahyskið

Gummi (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 21:57

6 identicon

Hausa ófríða hylur strý/heima af kvíða gjamma/gimbrasíður gogga í/geyspa nýð til manna/

geiri (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 22:12

7 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur, Jón!

Eftir Skaftárelda, gáfu Danir Íslendingum heilu skipsfarmana af trjáviði, ætluðum til fiskiskipasmíða.

Ráðamenn sem tóku við gjöfinni létu trjáviðinn grotna niður, þeir vildu alls ekki að almenningur

gæti bjargað sér, í dag má almenningur á Íslandi ekki bjarga sér með  handfæraveiðum,

þó það leysi byggða, fátæktar og atvinnuvanda skuldugrar þjóðar.

Horfum til Noregs, þar hefur almenningur þetta frelsi, því ekki á Íslandi með 300.000 manns.

Aðalsteinn Agnarsson, 11.6.2011 kl. 22:18

8 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Aðalsteinn. Til þess að fá þetta frelsi í Noregi þá þarft þú að hafa haft sjómennsku að aðalatvinnu undanfarin þrjú ár og til að halda því þarft þú að hafa megnið af tekjunum af sjómennsku.

Hreinn Sigurðsson, 11.6.2011 kl. 23:37

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við fáum aðra Skaftárelda ofaní allt þetta klúður sem nokkrir stjórnmálamenn og þjófar útrásarinnar eru búnir að koma okkur í.

Sigurður Haraldsson, 11.6.2011 kl. 23:40

10 identicon

Ef viljinn er fyrir hendi er hægt að fara bara rúsnensku aðferðina til að leysa atvinnu vandan, latum bara banna vélar i batum og faum folk til að róa. Það mundi kannski skila okkur jafn morgum tonnum á vinnandi sjomann eins og strandveiðar. hljomar eins og vinnumaðurinn sem vildi meina að vélar væru slæmar fyrir þjoðina þar sem það tok af honum vinnuna. Best er að sem færstir framleiða mest, strandveiðar eru ekkert annað en skref aftur a bak. Hinsvegar er eg osattur að nuverandi kvoti sé 1 gefin i otakmarkaðan tima(gerir þeim kleift ad veðsetja og fa há lán) 2 stjornmalamenn velji hver fær kvotan (samfylkingin vill bara koma kvotanum i hendur vina sinna, alveg sama bullid og sjalfstæðisflokkurinn er með, notar orð eins og þjoðareign þo þjoð geti ekki farið með eignarumráð samkvæmt islenskri lögrfæði)

Stefnir (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 23:42

11 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll Jón.

Það er búið að taka aðeins í hornin á þér þannig að ég ætla að láta það eiga sig en samt sem áður:

Alltaf skrítið þegar verið er að búa til nýyrði; "stórkvótaeigendur" hvað er það, Jón?

Sindri Karl Sigurðsson, 12.6.2011 kl. 00:02

12 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Stefnir, best er að sem flestir fái vinnu við fiskveiðar, og  þeir noti vistvæn veiðarfæri ,svo fiskimiðin

skili hámarksafla.

3.000 tonna togari rústar fiskimiðum og lífríki, en smábátar fara vel með fiskimið og lífríki,

afli af Íslandsmiðum gæti orðið margfaldur frá því í dag, er allir fiskistofnar gefa aðeins lítið brot

af þeim afla sem þeir gætu gefið.

Aðalsteinn Agnarsson, 12.6.2011 kl. 00:11

13 identicon

Alltaf til fólk sem lepur upp eftir sjálfstæðisflokknum, og auðvitað fær þetta fólk borgað fyrir sín skrif !!!!!

Hvað er hægt að leggjast lágt niður með nafn sitt ????

Fólkið í þessu landi á auðlindina í sjónum, sem er fiskur !!!

LÍÚ mafían með hjálp sjálfstæðisflokksins og framsóknarflokksins ætla að taka auðlindaina frá okkur, þjóðinni !!!

Það verður fróðlegt að að heyra og sjá hvaða fólk er tilbúið að leggja nafn sitt við gjörning LÍÚ ??

Fróðlegast að sjá fólkið í Vestmannaeyjum , þar sem allur bolfiskur er settur í gáma til Englands ?????

JR (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 03:47

14 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þegar Davíð Oddsson fór inná þing undir kjörorðinu "mokum FRAMSÓKNARFLÓRINN" vildi ekki betur til en svo að hann rann á rassgatið ofaní flórinn og náði sér aldrei þaðan upp. Því miður dró karlinn flokkinn með sér og er Sjálfstæðisflokkurinn þar enn að svamla í for framsóknarspillingarinnar.

Því miður eru alltof margir sem féllu fyrir "persónutöfrum" Davíðs og sáu ekki innrætið. Vald-hrokann og sjálfsdýrkunina.

Sjálfstæðisflokkurinn var eitt sinn flokkur "frelsi einstaklinsins til athafna" og "stétt með stétt". Barðist gegn Einokun Mjólkur Samsölunnar en BERST NÚ FYRIR EINOKUN Á AUÐLINDINNI!

Enginn þorir að hafa sjálfstæða skoðun innan sjálfstæðisflokksins af hræðslu við Þorstein Má Baldvinsson sem búinn er að hella sér yfir liðið með hótunum og yfirgangi. Hann lætur fylgjast með hverri yfirlýsingu og orðum þessa fólks og refsar ef einhver vogar sér að bregða út frá hans vilja.

Af hverju fólk leggur "stefnu" Sjálfstæðisflokksins liðs er óskiljanlegt. Þessi stefna kostaði okkur hrunið og kemur í veg fyrir að við komumst frá því.

Sjálfstæðismenn þurfa að gera upp fortíðina og ná sér frá Davíð-ismanum. Flokkurinn á stefnu sem byggir á Réttlæti og frelsi. Einokun og sérhagsmunagæsla er ekki "STEFNA" Sjálfstæðisflokksins þótt Davíð hafi þurft á henni að halda til að afla sér voldugra meðhlæjenda.

Ólafur Örn Jónsson, 12.6.2011 kl. 10:31

15 Smámynd: Árni Gunnarsson

Halda menn að sjötíu fjölskyldur með bærilegan lífsmáta þurfi ekki frjálsan aðgang að þessari auðlind? Á hverju eiga þessar fjölskyldur annars að lifa?

Og halda menn að tapið á Morgunblaðnu, málgagni Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ þurfi ekki öflugan bakhjarl eins og hana Guðbjörgu Matth?

Og haliðið þið að það kosti ekkert að borga Helga Áss Grétarssyni kaup í Háskólanum við að telja ungum mönnum trú um að fiskurinn hverfi og útgerðin fari á hausinn ef HB Grandi fær ekki að leigja frá sér kvóta?

Og svo kosta nú eitthvað allar auglýsingarnar þar sem talinn er upp í útvarpinu fjöldi þeirra sem missa atvinnuna. Kannski verður bráðum farið að birta myndir af þeim sem missa atvinnuna ef.....?

Árni Gunnarsson, 12.6.2011 kl. 11:16

16 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ég er ekki hissa að togarasjómenn æmti yfir smábátunum enda þarf um 4-5X meiri olíu á hvert kíló af þorski við togveiðar heldur en við handfæraveiðar.

Það er raunverulega hagkvæmt að veiða bolfisk, eins og t.d þorsk, ýsu, steinbít og ufsa á króka.

Eggert Sigurbergsson, 12.6.2011 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband