Hver er mesti bullukollurinn á Alþingi ?

 

"Ég tel að þingmaður sem heldur slíku fram verði að rökstyðja það," sagði Jóhanna. „Hverslags bull er slíkur málflutningur, þetta er bara ekki boðlegt hérna í sölum Alþingis." Sagði Jóhanna að verið væri með frumvarpinu að styrkja stjórnsýsluna og skapa nauðsynlegan sveigjanleika. 

Jóhanna var að svara Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, sem sagði, að frumvarpið væri uml að leggja Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, niður. "

Formaður Framsóknarflokksins er í harðri samkeppni við Þór Saari um bullukollstitil vetrarins.

Það má ekki á milli sjá eins og er en mér sýnist að formaður Framsóknarflokksins komi ferskur undan feldi í Kanada og nái að leggja Saari á lokasprettinum. 


mbl.is Ekki boðlegt í sölum Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég fæ nú ekki betur séð en að þetta sé fullkomlega rétt hjá honum.   En þarft þú ekki að fara að fægja gleraugun þín aðeins???? 

Jóhann Elíasson, 4.5.2011 kl. 17:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jóhann það gengur ekki þar stendur skrifað ESB og ekkert getur þurrkað þá stafi út.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 18:04

3 identicon

Í þessarri keppni er hörð samkeppni og má nefna marga kandidata. Einn er Gunnar Bragi. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að eðlilegt væri að Alþingi setti á stofn sérstaka nefnd til að fylgjast með aðildarviðræðum við ESB. Honum var bent á það að slík nefnd væri til, þ.e. utanríkismálanefnd og að hann sjálfur sæti í nefndinni. Einnig er önnur merkileg keppni í gangi en hún heitir Orðljótasti þingmaðurinn. Þar hefur Tryggvi Þór Herbertsson náð afgerandi forystu. meðal þeirra orða sem hann hefur látið frá sér fara eru:brunnmígur, sóðabloggari, lygamörður og blóðrunkari.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:31

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er þá bara meiri skemmtun hjá trúðunum við Austurvöll, okkur á sum sé ekki að leiðast.  Spurningin er hvort þetta toppar "skítlegt eðli" Eða mafíuumræðu Ólafs framsóknarmanns og forsætisráðherra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.5.2011 kl. 18:57

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ég held að það þurfi mikið til að slá honum Þránni Bertelssyni út.

Eyjólfur G Svavarsson, 4.5.2011 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband