16.4.2011 | 10:47
Sægreifar stjórna SA. Stefnir í átök í sumarbyrjun.
LÍÚ var með kverkatak á kjaraviðræðunum. LÍÚ tók 100 þúsund félagsmenn ASÍ í gíslingu. LÍÚ sem er eitt af átta aðildarfélögum SA tók sín eigin samtök í gíslingu og þar með stóra aðila eins og Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar. Allt var þetta gert til að þvinga fram niðurstöðu í sjávarútvegsmálum sem væri útgerðaraðlinum í landinu þóknanleg. Þetta er ofbeldi og vinnubrögð sem eru LÍÚ til vansa. Þetta framferði varð að lokum til þess að sú vegferð um þriggja ára samning, sem SA hóf sjálft í byrjun árs, rann út í sandinn í dag.
Það stefnir í átök í vor. Það virðist sem LÍÚ stjórni stamtökum atvinnulífsins og ég veit ekki hversu kátir aðilar t.d. í ferðaþjónustunni verða með á fá á sig verkföll og vandræði í sumarbyrjun.
Það er alveg á hreinu að þessi nálgun SA að kjarasamningum launamanna er fordæmalaus og það er líka fordæmalaust að lítill hluti SA virðist geta nota samtökin til framdráttar fyrir sig eina á kostnað hinna.
Sjávarútvegspólitik verður ekki unnin í kjarasamninum launamanna og dómgreindarleysi og ósvífni SA er með þeim hætti að ekki verður við unað. Það stefnir því á átök og ASÍ getur alldrei fallist á að svona sé unnið og þeir notaðir í purkunarlausri valdabaráttu Sjálfstæðisflokksins og sægreifanna.
Tala um gíslatöku LÍÚ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ólögleg klásúla sem þeir vilja þarna inn og þeim verður ekki kápan úr klæðinu. Þeir hafa grafið sér sína eigin gröf núna.
Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 11:00
Hagsmunamaðkarnir úr gamla Íslandi skríða undan steinum um leið og landið lyfist og ætla að nota launafólk í hagmundabaráttunni eins og alltaf ..
Jón Ingi Cæsarsson, 16.4.2011 kl. 12:01
Nemdu mér eitt aðildarfélag innan SA sem er burðugt um þessar mundir, Ferðaþjónustan veitir ekki(flestum, gæti verið að einhver vinni át árið um kring í fullri vinnu en þeir eru ekki margir) vinnu nema nokkra mánuði á ári, verslun og þjónusta er lifandi lík(nema á ferðamannatímanum), samtök Iðnaðarins eru stopp vegna Skatta jóhönnu. Á ég að halda áfram?
Annað, það er eitthvað sem passar ekki alveg í þessu hjá þér; ég veit hvað það er;
"Samfylkingin var með kverkatak á kjaraviðræðunum. Samfylkingin tók 100 þúsund félagsmenn ASÍ í gíslingu. Samfylkingin sem er eitt af átta aðildarfélögum samfylkingarinnar tók sín eigin samtök í gíslingu og þar með stóra aðila eins og Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar. Allt var þetta gert til að þvinga fram niðurstöðu í sjávarútvegsmálum sem væri samfylkingunni í landinu þóknanleg. Þetta er ofbeldi og vinnubrögð sem eru samfylkingunni til vansa. Þetta framferði varð að lokum til þess að sú vegferð um þriggja ára samning, sem samfylkingin hóf sjálft í byrjun árs, rann út í sandinn í dag.
Það stefnir í átök í vor. Það virðist sem samfylkingin stjórni stamtökum atvinnulífsins og ég veit ekki hversu kátir aðilar t.d. í ferðaþjónustunni verða með á fá á sig verkföll og vandræði í sumarbyrjun.
Það er alveg á hreinu að þessi nálgun samfylkingarinnar að kjarasamningum launamanna er fordæmalaus og það er líka fordæmalaust að lítill hluti samfylkingin virðist geta nota samtökin til framdráttar fyrir sig eina á kostnað hinna.
Sjávarútvegspólitik verður ekki unnin í kjarasamninum launamanna og dómgreindarleysi og ósvífni samfylkingarinnar er með þeim hætti að ekki verður við unað. Það stefnir því á átök og ASÍ getur alldrei fallist á að svona sé unnið og þeir notaðir í purkunarlausri valdabaráttu Sjálfstæðisflokksins og sægreifanna."
Þetta er nær lagi og miklu betra. Í raun passar þetta svo vel við raunveruleikan að þú ættir að skifta gamla txtanum út fyrir þennan. Það sem ekki passar þú er að ASÍ er í eigu samfylkingarinnar þannig að þeir gera ekkert en ætu samt. Sýnir kanski þá spyllingu sem þrífst í samfylkingunni
Brynjar Þór Guðmundsson, 16.4.2011 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.