Átakalínur skýrast í flestum flokkum.

„Það kemur ekki til greina að við göngum til liðs við þessa ríkisstjórn óbreytta,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um þá hugmynd Sivjar Friðleifsdóttur, að Framsóknarflokkurinn gangi inn í ríkisstjórnina.

Þetta sýnir að Framsóknarflokkurinn býr við átakalínur eins og allir stjórnmálaflokkar á Íslandi nema Samfylkingin. Þar er samstaða og allir ganga í takt.

Framsóknarflokkurinn.

Þar eru skýrar og greinilegar átakalínur. Flokkurinn klofin að endilöngu í ESB málum og þingmenn hafa mismunandi sýn á hlutverki flokksins við stjórn landsins. Í það minnsta tveir þingmenn flokksins ganga ekki í takt við hinn óstillta formann flokksins sem nálgast mál á flokkspólítískan hátt eingöngu og vill enga samvinnu og engan stuðning við stjórnvöld.

Sjálfstæðisflokkurinn.

Þar eru átakalínur að skerpast svo um munar og formaðurinn á undir högg að sækja vegna aðfarar frjálshyggjuarms flokksins og ungliða. Þeir hafa nú þegar opinberað vanþóknun sína á forustunni og það má tíðindum sæta þegar Sjálfstæðisflokkurinn á hlut að máli. Þar stefnir í mikið uppgjör milli frjálslyndari þingmanna og þeirra sem harðari línu vilja keyra.

Vinstri grænir.

Ástandið í þeim flokki er hrikalegt og varla líður sá dagur að einhver þingmaður þeirra mætir ekki í fjölmiðla til að tala niður forustu flokksins... Svona getur þetta ekki gengið lengur og VG er í miklum vanda með sín innri mál sem auðvitað dregur úr krafti þeirra og möguleikum að starfa að uppbyggingu landins eftir hrunið. Það er alvarlegt áhyggjuefni.

Hreyfingin.

Þetta stjórnmálaafl er þegar klofið og þeir sem þar eru eftir eru nokkuð samtaka í að vera á móti því sem lagt er fram, nokkuð sama hvað það er. Þarna skortir allan trúverðugleika og gera verður ráð fyrir að þetta stjórnmálaafl hverfi af þingi í næstu kosningum.

Utan þingflokka.

Atli og Lilja Mósesdóttir klufu sig frá VG. Eftir það hafa þau orðið áhrifalaus á þingi og að mestu horfin úr umræðu stjórnmálanna. Við því mátti búast og hefur alltaf gerst þegar þingmenn halda að þeir höndli hamingjuna með að kljúfa sig frá og hafna samvinnu af persónulegum ástæðum. Sennilega hefði þetta auðveldað stjórnarflokkunum starfið ef þetta hefðu verið einu þingmenn VG sem ekki gengu í takt en því er ekki að heilsa eins og alþjóð veit.

Samfylkingin.

Þessi flokkur er sannarlega heilsteyptasti flokkurinn á þingi. Þingflokkurinn vinnur vel saman og þingmenn flokksins eru ekki í fjölmiðlum alla daga að tala niður ástandið í þjóðfélaginu eins og allt of margir þingmenn úr öðrum flokkum. Ég veit að ýmsir verða til að hnýta í þá skoðun mína að Samfylkingin er eini flokkurinn á Íslandi sem getur verði nokkuð öruggur um að þar fari ekki allt á annan endan. Styrkur og þor hefur einkennt þingmennina og þeir hafa látið það vera að eyða orku sinni í að svara ómaklegum og ómálefnalegum árásum ýmissa. Samfylkingin er sannarlega sterkasti flokkurinn á þingi og þar ríkir eindrægni og samvinna er í hávegum höfð.

Hvað svo. ?

Hvað gerist næstu mánuði er áhugavert. Ef til vill klofnar Sjálfstæðisflokkurinn því þar eru framundan miklar hreinsanir. Líklegt er að Davíð Oddsson eða einhver honum handgenginn leggi til atlögu við Bjarna Benediksson þó svo Bjarni sé betur undirbúinn og meðvitaðri en Þorsteinn Pálsson var á sínum tíma þegar Davíð stakk hann í bakið og hrakti hann úr formannsstóli.

Ef til vill munu frjálslyndari þingmenn á Alþingi mynda bandalag við þá sem vilja vinna á framfarasinnuðum og heiðarlegum nótum. Það væri hægt að mynda mjög öfluga ríkisstjórn sem mynduð væri þvert á flokka og innibæri aðeins þá þingmenn sem hægt er að kalla sjálfstæða og víðsýna. Það eru jafnaðarmenn í flestum flokkum, vandamálið þeirra er að þeim er víða haldið áhrifalausum af öfgasinnaðri flokksbræðrum sínum. Ef til vill væri það landinu fyrir bestu að slíkt gerðist og ríkisstjórn Íslands væri frjálslynd jafnaðarmannastjórn þvert á flokkslínur.

Þegar horft er á þingmenn okkar eru þó þeir fleiri sem vinna á heiðarlegan og framfarasinnaðan hátt...þeir eru bara meira áberandi sem æpa hæst og boða öfgar og uppreisn.


mbl.is „Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

VG er tætlum og innanflokksdeilur eru daglegt brauð og með JB þarna í ráðherrastól gagnvart esb - umsókninni getur ekki gengið til lengdar.
Jóhanna virðist hafa algjörn heraga á sínu fólki og allir ganga í takt og allir eru sammála um aðalstefnumál flokksins að ísland gangi í esb. En nú hefur t.d SER lýsti yfir mikilli óánægju sinni með þetta ríkisstjórnarsamstarf og vill samstarf við þá sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingur.
Bjarni verður að halda landsfund sem fyrst og endurnýja sitt umboð.
Það verður að fara móta hér skýra framtíðarsýn vg og sf eru ósammála í -öllum lykilmálum, esb, gjaldeyrismálum, stóriðju o.s.frv
Ég spái því að þegar stjórnlagaráðið ljúki sinni vinnu þá slíti sf stjórnarsamstfinu og á næst landsfundi verður kosinn nýr formaður.

Óðinn Þórisson, 12.4.2011 kl. 17:46

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Auðvitað er SF ekki kát með ástandið í VG og þann málflutning sem þar er viðhafður...það sér hver maður. En flokkurinn hefur skyldum að gegna og getur ekki látið undan þeirri löngun að fara í sama farið og allir aðrir flokkar virðast ofurseldir.... svartnættisrausi og neikvæðni.

Það þarf að sækja fram af festu og aga...og það hefur Samfó gert og mun gera

Jón Ingi Cæsarsson, 12.4.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband