25.3.2011 | 20:16
Hverjar eru þeirra tillögur ?
Það er staðföst skoðun stjórnar VG að stríðsrekstur leysi engan vanda, heldur auki aðeins neyð og vanlíðan þeirra þjóða sem í hlut eiga.
Átök eru aldrei góð...en í Líbíu stefndi í þjóðarmorð og gott væri að heyra hvaða lausnir aðrar VG vildi viðhafa þar í landi.
Það er létt að gagnrýna....og sérstaklega auðvelt þegar maður hefur engar aðrar tillögur að lausn fram að færa.
Þeir hafa kannski ætlað að stofna málfundarfélag og ræða þetta við hinn geðþekka einvald í Líbíu ?? Það hefði kannski virkað ágætlega.
VG telur stríðsrekstur ekki leysa vandann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 818824
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinstri menn voru mjög duglegir að bakka upp snillinginn hann Stalín hér áður fyrr, þetta er bara enn einn snillinn í þeirra augum.
Ríkisfréttastofa Líbíu ber auðvita ekki fréttir af þjóðarmorðum, en ýkir upp allt sem kemur fyrir óbreytta borgara þegar kemur að bandamönnum.
Það er fyrir tilstilli manna eins og vinstri grænna að þjóðarmorð eru liðin í Congo t.d.
Teitur Haraldsson, 25.3.2011 kl. 20:37
hvaða ættbálk í líbíu mælið þið með ? þeir eru um 140 talsins og þar af eru 7 með mestu völdin.. 2-3 af Þeim styðja Kadhafi en hinir ekki.. en það þýðir ekki að þessir 4-5 séu einhverjir vinir.. eða munu standa saman þegar Kadhafi er farinn frá.. svo VG hefur rétt fyrir sér hér.
Óskar Þorkelsson, 25.3.2011 kl. 20:55
Jón Ingi. Það er í mörg horn að líta.
Þetta snýst um heimsbyggðina í heild sinni en ekki VG á Íslandi, eða Ísland eitt og sér.
Daginn sem allir skilja það, munu góðu öflin komast að. Sá dagur verður upphafið að vitrænni og siðmenntaðri tilveru á þessari jörð, en ekki fölskum aðgerðum af einhverjum mafíu-aðkeyptum svikaöflum sem stjórna heimsbyggðinni á sjúklegan valdagræðis-hátt! Sem að lokum tortímir öllu fólki og jörðinni þeirra og okkar allra, ef þeir fá að halda óhindrað áfram.
Þetta hljómar líklega sem eitthvað bull, en er sannleikur. Sá sem lokar augunum fyrir þessum sannleik er hættulegur sjálfum sér og heimsbyggðinni allri með þröngsýni sinni á heimsvelda-gróða og verðmæti svikulla, innistæðulausra peninga-ræningja-stefnu.
Kannski næ ég ekki að útskýra þetta nógu vel, en vona að fólk skilji hvað ég er að reyna að segja.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2011 kl. 21:38
Óskar: ég veit ekki hvaðan þú hefur þessar upplýsingar um "140 ættbálka" en gefum okkur að það sé rétt (ég þekki Líbýu ekkert), ertu þá að segja að allir þessir ættbálkar eigi eftir að berjast um völdin?
Eða bara þessir topp 7?
Og ef svo er, ertu þá að leggja til að við leifum þeim bara að drepa hvorn annan og hvað sem fyrir verður á meðan við fáum að vera í friði?
Teitur Haraldsson, 25.3.2011 kl. 21:49
Anna: Það eina sem þú segir okkur er
"Þetta snýst um heimsbyggðina í heild sinni en ekki VG á Íslandi, eða Ísland eitt og sér."
Valla er það hin mikli sannleikur?
Það hlýtur að vanta í textann hjá þér.
Teitur Haraldsson, 25.3.2011 kl. 21:51
Stefnan sem ég myndi mæla með því að yrði tekin upp: Leggjast gegn því að Bandaríkjamenn, Bretar, Hollendingar, Rússar, Kínverjar og aðrar vopnaframleiðsluþjóðir, séu að selja svona brjálæðingum vopn sem þeir nota svo gegn saklausum borgurum, og hjálpa þannig fyrrnefndum vopnaframleiðendum að skapa meiri eftirspurn eftir þeim dauða og eyðileggingu sem er jafnvel talin ein af undirstöðum atvinnulífs í viðkomandi löndum. Til að byrja með á enginn að geta grætt á stríði!
Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2011 kl. 22:44
Loftbólályktun ein og og allt sem þesssi aumi flokkur gerir.
Spáið í það ef einhver annar flokkur væri vii ið völd....... verið hreinskilin. Hvað myndi "hræsnari"STEINGRÍMUR" segja....
jobb, 26.3.2011 kl. 02:19
Teirur, uppreisnin í Líbíu vaknaði eftir velgengina í Túnis og Egypt, en þessi uppreisn er af allt öðrum toga. líbíu hefur verið stjórnað af Kadhafi og 2-3 ætttbálkum í 40 ár meðharðri hendi.. bitlingar og spilling grasseraði ( eins og í tunis og egypt) en hinir voru útilokaðir sem ekki voru af réttum ættum.. (gerðist ekki í tunis og egypt).. í líbíu byrjaði þetta eins og í tunis.. en varð síðan fljótt að gamaldags ættbálkastríði sem ekki sér fyrir endan á.. í tunis og Egypt neitaði herinn að skjóta á sína eigin landsmenn.. í líbíu gera þeir það hiklaust því þeir eru að drepa fólk af öðrum ættbálkum en sinna eigin..
Hvað NATO á að gera þarna ? koma í veg fyrir fjöldamorð .. með því að framfylgja þessu flugbanni.. ekkert meir.
Líbía líkist afghanistan að þessu leiti.. margir ættbálkar og þú veist ekkert við hvern á að semja.. og reynslan af USA og UK france utanríkispólitíkk kennir manni það að þeir styðja oftast nær ef ekki alltaf rangan aðila í stríði ;)
Óskar Þorkelsson, 26.3.2011 kl. 07:07
Teitur á að standa þarna .. biðst velvirðingar.
Óskar Þorkelsson, 26.3.2011 kl. 07:08
Takk fyrir skýringuna Óskar.
Fjöldamorð eru ekki framin með flugvélum, þeir verða að fara inn til að stoppa þau eða hindra.
Teitur Haraldsson, 26.3.2011 kl. 09:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.