9.3.2011 | 21:42
Nú hættum að hjakka í sama farinu.
63% þjóðarinnar ætla að samþykkja Icesave-lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu skv. nýrri Gallup-könnun. Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins.
34% ætla að segja nei og 3% skila auðu.
Könnunin fór fram á netinu 23. febrúar til 2. mars. Svarhlutfall var 58,4% og úrtakið 1.279.
Mikið væri nú gott ef Íslandi tækist að ljúka einhverju máli og setja það afturfyrir. Við höfum hjakkað í sama deilufarinu í tvö ár og nú er mál að linni.
Þrasgjörn og ákvarðanafælin þjóð kemst ekkert áfram. Nú er útlit til að meirihluti þjóðarinnar vilji stefna inn í framtíðina með frágengin mál og hætta að hjakka í sama þrætufarinu.
63% styðja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt Jón Ingi !
Hefði þessu verið vísað til föðurhúsanna í byrjun, og bara leyft "handrukkurum" hvíflibbamafíunnar að velta fyrir sér löglegri leiðum við að innheimta þetta, og kröftunum og tímanum eytt í staðinn til að gera eitthvað fyrir Íslenska alþýðu, þá liti betur út á Íslandi í dag en það gerir í þessari draumsýn krata og komma, studdri af afvegaleiddum sjálfstæðismönnum, sem líkist meir og meir martröð, en réttlátu velferðarríki, með degi hverjum.
En tækifærið er ekki alveg runnið úr lúkunum á Íslendingum enn, það er mánuður til stefnu til að gera það eina rétta, þrátt fyrir neikvæða skoðanakönnun, það er nefnilega þannig með að "hjakka" í hjólförum, að mönnum greinir á um hvoru meginn eigi að fara uppúr þeim, og þó fleiri vilji fara hengiflugsmeginn, er það að sjálfsögðu ekki rétt.
MBKV
KH
Kristján Hilmarsson, 9.3.2011 kl. 22:45
Hvaða mál er verið að tala um? Það er bara verið að reyna að plata heila þjóð til að borga eitthvað sem kemur henni ekki við. Auðvitað á ekki að ansa þessu. Skil ekki af hverju Steingrímur segir Bretum ekki bara að hringja í Björgólf Thor og félaga til að rukka þetta. Ég segi nei við að borga Icesave og er búinn að gera það áður. Það er bara þessi nautheimska ríkisstjórn sem alltaf tekur þetta upp aftur og aftur og reynir að troða þessu upp á þjóðina þó það komi þjóðinni ekkert við.
Jón Pétur Líndal, 9.3.2011 kl. 23:23
Þrasgjörn og ákvarðanafælin þjóð kemst ekkert áfram. Nú er útlit til að meirihluti þjóðarinnar vilji stefna inn í framtíðina með frágengin mál og hætta að hjakka í sama þrætufarinu.
Komdu því þá inn í hausinn á flokksfélögum þínum og hættið að hjakka í sama farinu.
AÐ VIÐ SÉUM ÞJÓÐIN OG SEGJUM NEI
Sigurður Helgason, 10.3.2011 kl. 13:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.