Tvöfaldari gat hann ekki verið.

Haraldur hvatti bændur til að huga meira að útflutningi en gert er í dag Hann benti um leið á að í dag miðaðist  framleiðslustefna flestra greina eingöngu við að metta innanlandsmarkað.

Haraldur sagði mun hærra verð fást fyrir íslenskt lambakjöt á mörgum útflutningsmörkuðum heldur en hér heima. Sem dæmi væru útflutningsverðmæti frá hverju meðalsauðfjárbúi í landinu um 2,3 milljónir króna. Þá hafi loðdýrabændur aldrei fengið hærra verð fyrir loðskinn.

Þvílík tvöfeldni í málflutningi. Bændasamtökin ætla að vera á móti aðild að ESB, þau gera allt sem þeim er mögulegt að koma í veg fyrir innflutning á landbúnarðarvörum sem gætu nýst heimilum landsins til hagsbóta.

En þeir hvetja sína menn til aukins útflutnings og vilja koma sinni framleiðslu á ESB markaði m.a. og stuðla þar með að auknum tekjum sinnar stéttar.

Meiri sjálflægni er vart hægt að hugsa sér og mann eiginlega setur hljóðan að formaður Bændasamtakanna sjái ekki fáránleikann í þessum málflutningi.

Bændasamtökin skella líka skollaeyrum við þeirri staðreynd að staða þeirra á útflutningsmörkuðum til ESB landa myndi styrkjast stórkostlega og auk þess væri miklu betra aðgengi fyrir unnar landbúnaðarafurðir inn á markaði ESB með aðild.

En Bændasamtökin hafa ákveðið að vera á móti og tala tungum tveimur í þessu máli. Auk þess nota þeir ríkistykt Bændablaðið til að dæla út áróðri, lítt rökustuddum til félagmanna sinna og annarra.

Tvöfaldari er varla hægt að vera.


mbl.is Bændur leggjast gegn ESB aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Þannig að því se haldið til haga að þá eru flestir þessara verðmætu markaða utan ESB þannig að við missum þá er við göngum inn þegar ofurtollar ESB leggjast á þetta. Það er bara loðdýrarægtin sem flytur mest innan ESB

Brynjar Þór Guðmundsson, 6.3.2011 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 819271

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband