Gullfiskaflokkurinn.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi í dag að aðstæður nú væru allt aðrar en árið 2006 þegar hún var í stjórnarandstöðu og skoraði á þáverandi ríkisstjórn að lækka álögur ríkisins á eldsneyti. 

„Árið 2006 var ríkiskassinn fullur af peningum," sagði Jóhanna. Hún sagði að árið 2006 hefði ríkissjóður verið rekinn með miklum afgangi og skattar ríkisins verið í sögulegu hámarki sem hlutfall af landsframleiðslu.

Sjálfstæðismenn eru samir við sig. Eru að minna forsætisráðherra á að hún hafi viljað að ríkið gripi inn í miklar hækkanir á eldsneytisverði þá. Rétt er það og hér að ofan má sjá svar Jóhönnu svona efnislega.

En þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru annað hvort haldnir gullfiskaheilkenni þar sem minni þeirra nær ekki lengra en aftur til sömu hringferðar í skálinni eða þeir eru að reyna að gylla sig í augum kjósenda.

Auðvitað er það málið... og þeir muna það líka að þeir vildu ekki grípa til neinna ráðstafanna með ríkiskassann fullan af peningum þó svo þeir reyni að blekkja kjósendur núna.

Að sjálfsögu mundu þeir ekki taka slíkt í mál frekar en 2006... með kassann galtóman eins og nú er.

En pólitík á Íslandi er að blaðrað óábyrgt í þeirri von að kjósendur séu haldnir minnisleysi á fortíðina.

En hvað varðar eldneytisverð og hugsanlega aðkomu stjórnvalda er líklegt að gripið verði til ráðstafanna til að draga úr hækkunum sem eru komin út yfir allt....


mbl.is Aðrar aðstæður nú en 2006
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hver með gullfiskaminni Jón Ingi? Ríkisstjórn Geirs Haarde lækkaði einmitt álögurnar um áramótin 2006-2007. En sú ríkisstjórn sem nú situr hefur tvívegis hækkað álögurnar. Mér sýnist þú vera með alvarleg gullfiska heilkenni.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:41

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvað varð um vísitölu tengingu persónuafsláttarins sem átti að koma í veg fyrir að skattahækkanir legðust hvað harðast að lítilmagnanum? eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins hafði loksins tengt persónuaflsáttinn við vísitölu þá var það eitt af fyrstu verkum vinstriflokkanna að afnema þessa tengingu.

Fannar frá Rifi, 3.3.2011 kl. 11:55

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar útþennsla er í hagkerfinu Á að hækka skatta, í það minnsta ekki lækka þá. Á þessu er tekið m.a. í hrunskýrslunni og þáverandi stjórnvöld gagnrýnd fyrir að lækka skatta um of.

Þegar samdráttur verður, á hins vegar að lækka skatta!

Núverandi stjórnvöld hafa verið dugleg að gagnrýna fyrri stjórnvöld, ekki sýst fyrir of miklar skattalækkanir þegar hagkerfið var yfirspennt. Því kemur þessi fullyrðing gömlu konunnar nú eins og skrattinn úr sauðaleggnum!!

Gunnar Heiðarsson, 3.3.2011 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 818824

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband