16.2.2011 | 15:33
44 - 16.. yfirburðasamþykkt.
Icesave-samningurinn var samþykktur á Alþingi með 44 atkvæðum gegn 16 atkvæðum. Þrír þingmenn sátu hjá. Þingflokkar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG klofnuðu í afstöðu til frumvarpsins.
Mikill meirihluti þingsins samþykkti að veita ríkisábyrgð vegna Icesave. 44 gegn 16 er yfirburðasamþykkt og einsýnt að forsetinn getur ekki horft fram hjá þeirri staðreynd.
Málinu er því lokið og Ísland hefur því endurheimt mikið af því trausti sem umheimurinn glataði við hrunið.
Þá er að halda fram veginn og hætta að horfa í baksýnispegilinn og hafa það í huga að börnin okkar og barnabörnin þurfa ekki að taka við móralskt gjaldþrota Íslandi heldur landi sem stendur við alþjóðlegar skuldbindingar sínar og er treystandi.
Icesave-samningur samþykktur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þökk sé samspillingar Icesafe mútuþegonum. Sem finnst þeir hæfir til að taka ákvörðun um það að þjóðin borgi fyrir mútur þær sem Landsbankinn gaf þeim af Icesafe gróðanum.
Og neituðu að leyfa þjóðinni að taka þá ákvörðun sjálf. Hvort hún eigi að borga.
Allir þeir sem þáðu fé, á alþingi af Landsbankanum og eigendum hans, eru óhæfir að fjalla um málið. Og áttu að sýna sóma sinn og þjóðinni þá virðingu að víkja í atkvæðagreiðslum um málið.
Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 15:48
Forsetinn getur horft framhjá úrslitunum 44:16 auðveldlega þar sem breytingartillagan sem hljóðaði upp á að senda málið í þjóðaratkvæðagreiðslu var felld með aðeins 33 atkvæðum gegn 30. Það er það sem forsetinn á að taka tillit til en ekki atkvæðagreiðslunnar um ÓLÖGLEGAN samning sem ríkisstjórnin hafði ekkert umboð til að gera. Þjóðin var búin að hafna ríkisábyrgð á þessum einkaskuldum nokkurra glæpamanna áður.
corvus corax, 16.2.2011 kl. 16:01
Jón Ingi hvað er að þér hvers vegna vilt þú svíkja þjóð þína?
Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 16:18
Eina sem forsetinn getur gert er að vísa þessu til þjóðarinnar enda er ríkisstjórnin umboðslaus eftir að 98% höfnuðu vinnubrögðum hennar og er alveg með ólíkindum að Steingrímur ábyrgðamaður Svavarssamningsins er ekki löngu búinn að segja af sér enda bendir fátt annað til en hann endi í fangelsi.
Óðinn Þórisson, 16.2.2011 kl. 16:20
44 - 16 er ekkert í samanburði við 34.000 (þrjátíuogfjögurþúsund) undirskriftir sem fara til forsetans !!
Sigurður Sigurðsson, 16.2.2011 kl. 16:35
Það hefur aldrei farið framhjá neinum að þú ert innvígður Samspillingarmaður og styður þessa verstu og vonlausustu, tæru, vinstri-velferðarstjórn frá stofnun lýðveldisins, alveg sama hvaða drápsklyfjar hún er að þvinga upp á þessa þjóð. Vinstri stjórnir hafa að vísu alltaf verið duglegar við að reyna að gera helst alla jafna og þá í merkingunni jafn "fátæka" en þessi tærasta af þeim öllum hefur þó slegið öll met. Er það sú jafnaðarmennska sem þú aðhyllist.
Vona að þú og afkomendur þínir verði ánægðir með að bera þessar klyfjar um ókomin ár.
Segðu mér svo hvernig það geta verið alþjóðlegar skuldbindingar Íslands að taka á sig óreiðuskuldir alþjóðlegra glæpamanna þó af islensku bergi séu brotnir og leggja þær á herðar þegna sinna með skelfilegum afleiðingum?
Viðar Friðgeirsson, 16.2.2011 kl. 16:51
34.000 undirskriftir eru lítið ..... næstum 90% þjóðarinnar hafa ekki skrifað undir neina lista.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.2.2011 kl. 16:55
Sigurður Haraldsson... óttalega er þetta kjánlegt og vanstillt innlegg
Jón Ingi Cæsarsson, 16.2.2011 kl. 16:56
http://joningic.blog.is/blog/joningic/entry/1143155/
Jón Ingi Cæsarsson, 16.2.2011 kl. 16:57
Viðar...tókstu kannski ekki eftir því að mestur partur Sjálfstæðismanna samþykkti og Framsókn klofnaði..
Ég kannski þarf ekki að minna þig á hvaðan þessar "drápsklyfjar" komu ? Þær komu þegar frjálshyggjan hrundi til grunna á Íslandi..skilgetið afkvæmi Framsóknar og Sjalla... og þú skammar slökkviliðið en horfir framhjá brennuvörgunum...kannski hornsílisminnið að trufla þig
Jón Ingi Cæsarsson, 16.2.2011 kl. 17:00
Meðvitundarlausir eru í meirihluta á þingi...virkilega ógeðslegt og fráhrindandi fólk sem heimtar að ganga að efnahag þúsunda fjólskyldna dauðum, til þess eins að friðþægja eigin hagsmunum.
Ekkert ríki í heiminum hefði hagað sér svona með almannafé, enn smáborgarar á Íslandi selja sálu sínu til að ganga í augun á útlendingum..séu þeir í stjórn og græði á því persónulega.
Þið eru í meirihluta pelabörnin Jón Ingi. Eða er ekki Alþingi þverskurður af vilja fólksins? Það ætti þá ekki neitt að vera til fyrirstöðu að setja upp þjóðaratkvæðagreiðslu...meiri glæpastjórninn á þessu landi...
Óskar Arnórsson, 16.2.2011 kl. 17:27
34 þúsund undirskriftir eru nú samt sem áður fleiri heldur en þegar forsetinn hafnaði fjölmiðlalögunum.
Ekki gera lítið úr því !!
Sigurður Sigurðsson, 16.2.2011 kl. 18:12
34.000 - 44.... Ert þú nokkuð ráðgjafi "ríkisstjórnarinnar sem ekki kann að reikna"?
Munið einnig að stuðningur við þá 33 sem sögðu NEI við lýðræðinu er uþb þessir 33.000.
Áskorarnirnar eiga síðan eftir að verða 130.000 á einni viku.
"Kúba norðursins" er okkur hrós þar sem við erum "Zimbabwe Norðursins"
Óskar Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 19:27
36032 undisrskriftir.
Já, horfum fram á veginn: þjóðargjaldþrot. Við höfum sýnt og sannað að ráðamenn hér eru fáanlegir til allskyns fólskuverka sé þeim mútað eða þeir hræddir á einn hátt eða annan.
Mikill sigur. Eða hitt þó heldur.
Ásgrímur (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 21:43
sýnist að flestir hér vilja sjalla aftur við völd, gott mál
haukur kristinsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 00:07
Fjölmiðlafrumvarp: 31 þús undirskriftir gegn því, forsetinn neitaði að skrifa undir.
Indefence-söfnunin vegna Icesave II: Næstum því 60 þús undirskriftir, forseti skrifaði ekki undir
Kjosum.is - staðan núna: Rúmlega 37 þús undirskriftir. Hvað gerist núna?
Vandræði Íslands byrja fyrst fyrir alvöru ef Icesave-frumvarpið verður að staðfestum lögum.
Geir Ágústsson, 17.2.2011 kl. 10:29
...betra er að hafa alvöru sjálfstæðisgangstera við völd í landinu, enn kolruglaða kommúnista...
Óskar Arnórsson, 17.2.2011 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.