16.2.2011 | 12:48
Svind ?! Full þörf á rannsókn.
"Undirskrifir eru á bilinu 140 til 250 á klukkustund óháð því hvað klukkan er. Nú veit ég ýmislegt um umferð á netinu enda hef haldið úti bloggi í rúm 3 ár, og fullyrði að 250 undirskriftir á klukkutíma, vel eftir miðnætti er fáránlega há. þetta þýðir að kjosum.is er að fá a.m.k 500 hitt á tímann (gerum ráð fyrir að helmingur skrifi ekki undir)
-Þetta er augljós blekking.
Þetta er úr bloggi hjá Teiti Atlasyni.
Ég er sammála því að þarna er maðkur í mysunni... svo ekki sé tala um eyðileggingu á síðu sem stuðningsmenn Icesave settu af stað en var eyðilögð innan sólarhrings eftir að hún fór af stað og stefndi í þúsundir undirskrifta.
Trúverðugleiki þessar netsöfnunar er dregin í efa og ég er samála því að trúverðugleikinn er ekki mikill...sérstaklega af því enginn getur séð hverjir skrifa þarna inn og hver sem er getur sest niður og slegið inn nöfnum úr þjóðskrá og ekki nokkur leið að koma í veg fyrir það eða sjá hvort þarna eru nöfn sem hafa verið misnotuð.
Þessi undirskrifasöfnun er markleysa í mínum huga.... kannski er nafnið mitt og kennitala þarna...hver sem er getur hafa sett mig þarna inn og ég hef enga möguleika til að kanna það eða sannreyna að svo sé ekki...
Yfir 30.000 á kjósum.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mitt nafn og kennitala eru þarna og er ég stoltur af því!
Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 13:00
Ég segi það sama og Sigurður.
Óskar Aðalgeir Óskarsson, 16.2.2011 kl. 13:06
eimitt...þið vitið það...ekki ég
Jón Ingi Cæsarsson, 16.2.2011 kl. 13:07
Mín kennitala er þarna.... þú ert afar sorglegur Jón Ingi, þvílík eymd sem það hlýtur að vera... í svona litlum minnihluta.. lítil rödd sem spyrnir á móti lýðræðinu.
Sigurður Helgason (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 13:20
Jón vill ekki treysta þjóðinni.
óskar (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 13:28
Ósköp áttu bágt.
Anna Grétarsdóttir (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 13:28
Það er kolrangt að hraðinn á teljaranum sé alltaf sá sami. Hann stóð t.d. í stað í stað löngum stundum í nótt þegar flestir voru í fastasvefni.
En mér þætti gaman að sjá einhvern brjótast inn á nógu mörgum stöðum á Íslandi til að senda nógu margar falsaðar undirskriftir til að herma eftir eðlilegri tölfræðilegri dreifingu IP-talna. Í lok undirskriftasöfnunarinnar verður allt samkeyrt við þjóðskrá og hugsanlegar villur yfirfarnar, auk þess sem kannað verður hvort ein og sama IP talan hafi sent svo margar skráningar að það vekji grunsemdir og slíkt skoðað sérstaklega. Þannig er tryggt að það sem verður gefið upp sem endanlegur fjöldi niðurstaðna verður tölfræðileg marktæk niðurstaða innan viðunandi skekkjumarka.
Auðvitað er aldrei hægt að skila 100% nákvæmri útkomu úr undirskriftasöfnunum, því alltaf er hætta á tvískráningu, falsskráningu o.fl. þó ekki sé nema bara fyrir mistök eða prakkaraskap. Þetta á jafnt við um þegar safnað er handskrifuðum undirskriftum á pappír, en það hefur samt ekki komið í veg fyrir mikla hefð sem skapast hefur fyrir undirskriftasöfnunum á Íslandi, sem meira að segja hafa þótt marktækar að mati þjóðhöfðingjans. Framkvæmdinni á þessari ákveðnu undirskriftasöfnun er í engu ábótavant umfram aðrar sambærilegar safnanir. Munið að undirskriftasöfnun er ekki kosningar og þarf því ekki að standast sömu kröfur. Það er einmitt þess vegna sem verið er að biðja um þjóðaratkvæðagreiðslu, til þess að haldnar verði um þetta fullgildar kosningar sem standast ítrustu kröfur um framkvæmd. (Minnumst nú ekki á stjórnlagaþingskosninguna... en síðasta IceSave kosning gekk þó nokkuð vel.)
Getur verið að Teiti Atlasyni gangi eitthvað til með svona málflutningi? Ef hann er tortrygginn þá hlýtur að vera rétt að hann setji sig í samband við aðstandendur undirskriftasöfnunar kjósa.is og óski eftir viðhlítandi skýringum. Ég veit hinsvegar ekki hvort hann hefur gert það.
Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2011 kl. 13:30
Svo ég vitni óbeint í Teit Atlason: Þetta er augljós óskhyggja.
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 13:30
Það er löngu alkunna að íslendingar koma sér seint í háttinn. Að vaka fram eftir nóttu er uppáhald margra og er það líklegasta skýringin á að undirskriftir eru að hrúgast inn um og eftir miðnætti. Það eru fleiri en Össur "Skarpi" sem eru í tölvunni á næturnar.
Erlendar kannanir hafa sýnt að atvinnulausir snúa gjarnan sólarhringnum við og eru vakandi heilu eða hálfu næturnar og sofandi á daginn - það ætti að skýra hið fjörlega innstreymi á undirskriftum á nóttunni.
Anna Björg Hjartardóttir, 16.2.2011 kl. 13:37
Kjörskrár eru til á öllum flokksskrifstofum. Það væri hægt að fá slatta af liði til að setjast niður og slá inn nokkur hundruð eða þúsund kenntölum og nöfnum...og enginn þeirra sem þar lentu hefðu nokkurn möguleika á að sjá að svo væri. Enginn aðgangur er að nöfnum og kennitölum þeirra sem þarna skrá sig og það eru nokkir hlutdrægir einstaklingar sem ætla að " sannreyna " listann í reykfylltu bakherbergi...... voðalega eru menn grænir að trúa svona söfnun sem lekur sama hvar er skoðað.
Jón Ingi Cæsarsson, 16.2.2011 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.