6.2.2011 | 12:20
Fæddur er nýr lýðræðissinni.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, kveðst vera undrandi á því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, taki ekki undir það sjónarmið að hin nýju Icesave-lög verði borin undir þjóðina.
Björn segir að rökin fyrir því eigi ekkert skylt við það hvort fleiri eða færri þingmenn samþykki lögin.
Fyndið að heyra í flokkshestinum Birni Bjarnasyni.. fæddur er lýðræðissinni eða er þetta bara hentistefna eins og þessum manni var mjög lagið þegar hann var að raða ættingjum og vinum í feit embætti. Sennilega er þetta bara skrum eins og ég hef áður sagt um ... umskiptinginn Björn Bjarnason.
Það er góð sátt um Icesavesamning hinn nýjasta. Góður meirihluti í þinginu. Flestir eru sammála um að þetta sé góður samningur miðað við aðstæður og þjóðin virðist sátt. Í það minnsta hefur enginn nefnt undirskriftalista og fjölmiðlar og bloggsíður eru að mestu jákvæð.
Eftir sitja nokkrir sem aldrei munu samþykkja eitt eða neitt í þessu mál...þar með talinn Björn Bjarnason og þar ráða flokkshagsmunir og hatur hans á ríkisstjórninni.
Forseti hefur ekki sjálfsvald að vísa hverju sem er í þjóðaratkvæði og rök hans síðast að gjá væri milli þings og þjóðar á alls ekki við núna...enda er þetta allt annar samningur og ekki hægt að tengja þessi tvö mál saman eins og sumir eru að reyna.
Ef góð sátt er um þetta í þingi og þjóðin talar eins og heyrst hefur síðan þessi nýjasti samningur leit dagsins ljós þá á þingið að ljúka þessu og forsetinn skrifar undir enda er hér þingræðisstjórn en ekki einræði forseta... sem í sjálfu sér er ekki ætlað neitt hlutverk annað en skrifa upp á lög sem Alþingi setur. Það þarf miklar og djúpar ástæður til að forseti taki sér vald sem eingöngu er hugsað sem neyðarvald í einstaka tilfellum.
![]() |
Þjóðin eigi síðasta orðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
agny
-
malacai
-
megadora
-
gumson
-
skagstrendingur
-
agustolafur
-
bjarnimax
-
bleikaeldingin
-
bookiceland
-
gattin
-
bibb
-
dofri
-
ragnagrondal
-
fsfi
-
saltogpipar
-
gisliivars
-
gretar-petur
-
lucas
-
mosi
-
gudrunkatrin
-
nelson
-
coke
-
hehau
-
hemba
-
helgivilberg
-
hildajana
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hlynurh
-
slubbert
-
minos
-
hordurj
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jakobk
-
leicester
-
rabelai
-
jonhalldor
-
joninaros
-
jonerr
-
jonsnae
-
thjodarskutan
-
kafteinninn
-
ktomm
-
kjarri
-
kjarrip
-
ksk
-
kristjanmoller
-
larahanna
-
lara
-
lillagud
-
magnusmar
-
olafurjonsson
-
skari60
-
pallijoh
-
ljosmyndarinn
-
fjardarheidi
-
safi
-
siggisig
-
stebbifr
-
svavaralfred
-
svenni
-
saemi7
-
saevarh
-
sollikalli
-
valdisa
-
vestfirdir
-
tbs
-
thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 819336
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.