4.2.2011 | 19:02
Þjóðsagan um umhverfismál á Íslandi.
Tvö sýni úr kjöti og eitt sýni úr mjólk sem tekin voru í Skutulsfirði sýndi að magn díoxíns var yfir hámarksviðmiðunarmörkum. Sýni tekið úr heyrúllum reyndist einnig yfir mörkum.
Matvælastofnun (MAST) hefur fengið niðurstöður mælinga á díoxíni og díoxínlíkum efnum úr búfjárafurðum og fóðri, sem tekin voru á Vestfjörðum og í Öræfum. Þessi sýnataka fór fram í kjölfar gruns um díoxínmengun sem kom fram við sýnatöku MS í desember síðastliðnum á bæ í Skutulsfirði.
Við eigum langt í land með að skilja og uppfylla markmið í umhverfismálum. Það er ekki ósvipaður sýndarveruleikinn sem við lifum í varðandi það og var þegar við töldum okkur mest og best í fjármálum og voru flottasta og besta viðskiptaveldi í heimi. Sú glansmynd hrundi og glansmyndin um fallegt og umhverfisvænt Ísland er aðeins að fölna þrátt fyrir einbeitta trú sumra á þann málstað.
Þó við séum aðeins að lagast þá eru stórir hagsmunahópar og misvitrir stjórnmálamenn að reyna að halda fram að allt hér sé í himnalagi.
Úrgangsmál á Íslandi hafa verið í botnlausu tjóni áratugum saman og hægt gengur að koma þeim í lag. Frárennslismál eru víða í ólestri og stjórnmálamenn leyfa sér að horfa á það með blinda auganu...of dýrt líklega.
Sumir stjórnmálamenn lifa í þeirri blekkingu að Ísland sé svo hreint og ómengað að hinga megi aldrei berast matvæli frá öðrum löndum... líklega eitruð.
Allt of margir hafa þá trú að brennsla sé betri en urðun og vandamálin hverfi eins og dögg fyrir sólu. Ódýrt.. heilnæmt og ekkert þarf að urða. Allt rangt.
Við vonum sannarlega að umræða og framkvæmd umhverfi til tekna að augu okkar opnist og við hættum að lifa í blekkingu og þjóðrembu.
Díoxín í kjöti og mjólk yfir mörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.