Gjamm úr Valhöll og Hádegismóum.

Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari segir að enginn viti hvort ágallar á kosningunni til stjórnlagaþings, sem Hæstiréttur ógilti, höfðu áhrif á niðurstöðuna. Þetta kemur fram í viðtali við Jón í þættinum Návígi í Ríkissjónvarpinu í kvöld. Fréttastofa RÚV greindi frá þessu.

Nú hefur SjálfstæðisSnati snúið réttarvenjum á haus. Hann vill túlka það málstað sínum í hag að enginn veit hvor þetta hefði haft áhrif á niðurstöður.

Allir venjulegir dómarar hefðu við þær aðstæður látið niðurstöður lýðræðislegra kosninga njóta þess vafa en í þess stað tekur hann þann pól í hæðina og dæmir á líkum.

Ég held að eftir þetta viðtal velkist enginn í vafa um að þessir þrír einstaklingar sem kærðu hafi verið á vegum ákveðins stjórnmálaflokks eins og tengslin sanna og atburðarásin hafi verið hönnuð af sumum þeirra dómara sem um málið fjölluðu í Hæstarétti.

Réttarríkið Ísland í hnotskurn nýtur nú verka Björns Bjarnasonar og fleiri dómsmálaráðherra sem röðuðu í Hæstarétt árum saman eftir flokks og ættarskírteinum.


mbl.is Enginn veit um áhrif ágalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þjóðin á engan Hæstarétt lengur. Hann er í vasanum á Sjálfstæðisflokknum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 21:18

2 Smámynd: corvus corax

Hæstiréttur er fyrirlitlegt skilgetið afkvæmi spillingarsamstarfs Davíðs Oddssonar, Björns spillingarkóngs Bjarnasonar og Árna senditíkur Mathiesen. Og stærsti skíturinn í þessari rotþró íslensks réttarkerfis er sérálitaundrið Jón Steinar Gunnlaugsson. Hæstiréttur er marklaust rekald og ekkert nema tilgangslaus kostnaðarbaggi á samfélaginu.

corvus corax, 1.2.2011 kl. 21:44

3 identicon

Gæti það verið að hæstirettur sé ekki trúverðugur lengur,gæti það verið að flokksveldinu hafi tekist að rýra traust hanns,þá er ekki búandi hér á landi.

Ómar Kristvinnsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:50

4 identicon

Hvaða réttarvenju ert þú að vísa til þarna ?

Vilhjálmur (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:58

5 identicon

Ég ásamt fleirum sem ég þekki kusum ekki í þessum svokölluðu kosningum þar sem átti að kjósa RÁÐGEFANDI nefn,en ef litið er kalt á málið held ég að ef vinstriflokkarnir hefðu ekki FÚSKAÐ að venju væri engin að tala um þennan dóm því þá hefði aldrei verið kært. Þannig að ég tel þessa niðurstöðu vera afleiðingu af FÚSKI. Getur ekki verið mikið mál að halda kosningar löglega,hvers vegna í ósköpunum gátu þessir vitleysingar ekki gert þetta rétt.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:20

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Guðmundur: þetta var ekki eins og fúskið hjá Sjöllunum fyrir hrun. Vinstri stjórnin vildi fá ráðgjafandi samkomu að setja saman hugmynd að góðri og vandaðri stjórnarskrá og halda því starfi utan við pólitískt þvarg. Sjálfstæðisflokkurinn kom í veg fyrir það. Einu sinni taldi sami flokkur sig eiga lýðræðið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 1.2.2011 kl. 22:26

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Það liggur við að maður þurfi vasaklút til að þerra tárin eftir hlátur yfir samsæriskenningasmíðinni sem nú er endurvakinn og hefur haldið lífinu í Samfylkingunni frá stofnun.

ER mönnum virkilega ómögulegt að hefja sig aðeins ofar flokksskotgrafarpólítik um mál eins þjóðfélags ?

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 2.2.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 818696

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband