17.1.2011 | 16:25
Aumur formaður ? Flótti ?
Karólína Einarsdóttir, formaður Vinstri grænna í Kópavogi, hefur sagt sig úr VG og frá öllum trúnaðarstörfum sem hún hefur gengt innan eða á vegum flokksins. Þetta kemur fram í bréfi sem hún hefur sent framkvæmdastýru VG. Þar segir m.a. að flokkurinn logi í illdeilum.
Sagan í Kópavogi segir að þessi ágæta kona hafi aldrei haldið stjórnarfund eða boðað til nokkurrar uppákomu á vegum félagsins frá því hún tók við.
Illar tungur halda því fram að þetta sé flótti hennar frá eigin getuleysi.
Ef það er rétt sem sagt er þá mega VG liðar í Kópavogi vera því fengnir að getulaus formaður hverfur á braut..
En hvað skyldi nú vera satt í þessu máli ??? Spyr sá sem ekki veit.
Formaður segir sig úr VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú velur að trúa þeim sem fara fram með lygar og er það aumt, sjálf hefur Karólína skírt hvað hafi valdið því að hún hafi ekki mætt á nokkra fundi sem boðaðir hafa verið í kópavogs armi VG. En það þjónar ekki tilgangi þínum með þessum skrifum að nefna það. Úrsögn Karólínu er einungis framhald af klofningi í VG og hefur fjöldi fólks úr röðum VG yfirgefið flokkinn, hún er engan vegin fyrsti formaðurinn í svæðisfélagi sem yfirgefur flokkinn, og þar sem þér er svo hugleikin aumingjaskapurinn hjá formönnum VG þá get ég sagt þér að fleiri formenn eru á leiðinni úr flokknum, ég veit um minnt 2 í viðbót sem hugðust verða Karólínu samferða núna, en hafa ákveðið að bíða aðeins en eru þó jafn ákveðir að hætta og hún.
Rafn Gíslason, 17.1.2011 kl. 16:45
Þetta er alrangt hjá þér Jón Ingi. Karólína er flott, með mikil heilindi, og getur því ekki stutt Steingrím og níu manna náhirð hans.
Viðar Helgi Guðjohnsen, 17.1.2011 kl. 17:05
Sæll Jón Ingi.
Heldur er greinin þín um Karólínu níðinglseg og heldur undir beltisstað !
Fólk með meiningar og hugssjónir í stjórnmálum er vandfundið en Karólína er einmitt ein af þeim hún stóð í forystusveit VG í Kópavogi og einnig er hún félagi og um tíma í forystusveit Heimssýnar félags sjálfstæðissinna, gegn ESB aðild landsins.
Hún eins og fleiri VGingar geta illa séð flokkinn sinn svíkja ESB andstöðu flokksins og að forystan gangi aftur og aftur beinna erinda Samfylkingarinnar í blóra við stærstan hluta sinna stuðningsmanna. VG vann ekki sinn stóra kosningasigur til þess eins að gagnast Samfylkingunni. ESB andstaðan færði flokknum fleiri þúsundir atkvæða.
En þú innmúraður Samfylkingarmaðurinn ættir að vera feginn að það fækki í þessum samstarfsflokki ykkar, ekki síst meðal þeirrra sem helst vilja halda í stefnufestu flokksins.
Ég vil óska Karólínu alls hinns besta en eitt er víst að Karólína gengur aldrei til liðs við ykkur úrtölu- og landsöluliðið í Samfylkingunni.
Það máttu bóka !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 17:12
Jón Ingi, væri ekki við hæfi að þú hentir þessari færslu eða umskrifaðir hana all verulega?
Björn Birgisson, 17.1.2011 kl. 17:23
Jón Ingi
Finnst þér skrítað fólk flykkist úr flokknum sem er í raun tveir flokkar þar sem t.d 3 þingmenn neituðu að skrifa undir stuðning við stjórnarsáttmálann á þingflokksfundi nú fyrir stuttu.
VG eru tveir flokkar, það er komin gjá á milli forystunnar og grasrótarinnar - og lýsingar eins foryngjræði, forræðishyggja, skoðanakúgun heyrast æ oftar -
Þessi flokkur mun bíða afhroð í næstu kosningum - það er klárt mál
Hvað ætlar Samfylkingin að bjóða upp á þetta lengi ?
Óðinn Þórisson, 17.1.2011 kl. 17:25
Sælir ágætu bloggarar
Ég er nú ekki vön að svara svona ummælum og ákvað að gera það ekki þegar varaformaður VG í Kópavogi þótti fjarvera mín frá fundum á haustmánuðum vera tilefni til greinaskrifa í Fréttablaðið. Hins vegar skal ég svara ykkur núna og þið ákveðið svo í framhaldinu hvort ég sé með öllu getulaus.
Varðandi það að hafa aldrei mætt á fund þá er það alls ekki rétt. Ég gegndi embætti formanns í nær tvö ár og fundaði reglulega með stjórn og stóð fyrir þingmannafundum og fleiri fundum og viðburðum fyrir félagsmenn. Það var nú fyrst í haust sem ég bað varaformanninn um að boða fund í minni fjarveru enda var ég mikið erlendis og í öðrum erindagjörðum á þessum tíma. Fundir voru eftir það haldnir á laugardögum sem ég átti mjög erfitt með að mæta á og lét vita að sá tími væri mjög óhentugur fyrir mig. Þau héldu þó áfram að funda á þeim tíma. Kannski var það líka ágætt fyrir mig þar ég var búin að missa trúna á flokknum á þessum tíma og hafði litla löngun til að vinna fyrir flokkinn. Ég vildi þó ekki segja mig úr flokknum nema eftir rækilegar vangaveltur enda hef ég verið í flokknum og gegnt þar margvíslegum trúnaðarstörfum frá 1999.
Bestu kveðjur, Karólína Einarsdóttir
Karólína Einarsdóttir, 18.1.2011 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.