16.1.2011 | 22:56
Aðallega flokksbundnir Sjálfstæðismenn .. stýrt úr Valhöll.
Boðað er til mótmæla klukkan 16.30 á morgun á Austurvelli en þann dag kemur Alþingi saman að nýju. Boð um mótmælin berast m.a. á Facebook og virðist sem bæði einstaklingar og samtök boði til þeirra. Þá eru landsmenn utan höfuðborgarsvæðisins hvattir til að efna til mótmæla í sínum heimahögum.
Hverjir munu helst reyna að nýta sér þessi áform ?
Gefur auga leið að þarna munu í stórum stíl mæta flokksbundnir Sjálfstæðismenn til að gefa þessum mótmælum eitthvert vægi. Þarna verður Birgittuliðið með olíutunnurnar en að baki þeim munu hópast fínir Sjálfstæðismenn með flokksskírteinið í veskinu í innrivasanum....bakvið fimmþúsundkallana.
Boða til mótmæla á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hálf sjoppulegt!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.1.2011 kl. 00:11
Vinstri kratar (VG) hafa ekki einkarétt á mótmælum þó þeir hafi skipulagt svokallaða búsáhalsabyltingu. Eflaust verða einhverjir sjálfstæðismenn enda hefur verið metfjölgun á stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Að lokum til gamans smá vísa sem ég setti saman í mars á síðasta ári
Við höfum norræna helferðarstjórn
Hikandi, aðgerðalitla
Almenningi hún ætlar fórn
en innvígðum sporslur og titla
Hreinn Sigurðsson, 17.1.2011 kl. 01:41
Meðfylgjandi ferskeytlu rakst eg á á dögunum:
Faktorar í svartri sál
samvizkuna fela.
Hjarta þeirra hart sem stál,
hlakkar til að stela.
Þetta er gömul vísa enda faktorar (verslunarstjórar) útdauð stétt enda tengdust þeir dönsku einokunarversluninni og síðar selstöðuversluninni.
Mætti ekki yfir færa hana hana yfir á græðgisvæðinguna sem enn virðist vera uppi en svo virðist sem stjórnmálaflokkarnir sem braskaranir halda mikið upp á, kyndi undir mótmælin gegn vinstri stjórninni.
Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 09:20
Hreinn...það er djúpstæður munur á sjónarmiðum VG ( socialistar ) og Samfylkingar ( socialdemocratar ) Sting upp á að þú notir rétt pólitísk hugtök... VG liðar eru engir kratar...það er ekkert líkt með þeim og "krötum"
Jón Ingi Cæsarsson, 17.1.2011 kl. 10:45
Eruð þið í alvöru ánægðir með vinnubrögð Seingríms? Svarið nú í hreynskilni!
Eyjólfur G Svavarsson, 18.1.2011 kl. 01:00
Sæll Jón. Það hvert stefni skips á reki snýr hefur lítil áhrif á það í hvaða átt það rekur. Þannig eru VG á kratastefnummi í framkvæmd þó stefni þeirra snúi hugsanlega í einhverja aðra átt.
Stjórnmálamenn ber að meta eftir verkum þeirra en ekki innantómum yfirlýsingum. Ráðandi fylking í VG og samfylkingin virðast hafa sömu stefnu og það er ekki sú stefna sem forustufólk VG boðaði áður en þau gengu krötum á hönd í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla.
Hreinn Sigurðsson, 18.1.2011 kl. 02:17
Stefnunni átti þetta að vera
Hreinn Sigurðsson, 18.1.2011 kl. 02:18
Hörður Torfason, "mótmælandi"
Ég spyr: Heldur einhver að hundruðir einstaklinga hittist bara fyrir tilviljun á sama stað, með mótmælaskilti tilbúin, og góli, fyrir tilviljun, sömu orð á sama tíma? Nei. Öll mótmæli eru skipulögð. Yfirleitt af stjórnarandstæðingum eða stuðningsmönnum stjórnarandstæðinga. Engin eldflaugavísindi það. Veit þó ekki hversu margir þræðir liggja til Valhallar. Hef sjálfur ekkert boð fengið þótt ég eigi marga félaga og kunningja innan Sjálfstæðisflokksins.
Geir Ágústsson, 18.1.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.