16.1.2011 | 09:55
Hvað gengur Davíð Oddssyni til ?
Undirritaður les ekki oft Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar en þann 9. janúar síðastliðin vildi svo til að það gerðist. Þar hjó ég eftir seðlabankastjórinn og forsætisráðherrann fyrrverandi kveður hálfkveðnar vísur eins og honum er einum lagið. Niðurlag þessa Reykjavíkurbréfs var svohljóðandi.
Eftirlaunahneykslið En vegna þess sem Indriði á Skjaldfönn sagði um að þá rifjaðist það upp fyrir mér þegar Davíðs Oddsson leiddi SJS fyrst á alvarlega glapstigu í eftirlaunafrumvarpinu alræmda ..... skal aðeins eitt nefnt. Bréfritari hefur um áraraðir setið undir miklum árásum vegna eftirlaunafrumvarpsins alræmda Hann hefur allt fram til þessa stillt sig um að gera grein fyrir tilurð þess máls og aðdraganda og mun enn um hríð stilla sig um það..
En honum er þó nær óskiljanlegt að Geir H Haarde hafi aldrei upplýst um tilurð málsins og hverjir höfðu að því allt frumkvæði, ekki síst eftir að SJS lagði á hann hendur í þingsal og þóttist svo árum síðar vera með brostið hjarta í brjóstinu eftir að hafa haft forystu um að draga heiðursmanninn Geir H Haarde fyrir landsdóm, fyrirbæri sem best á heima á Þjóðskjalasafninu og starfar eftir lögum sem sjálfur saksóknari Alþingis telur sig ekki getað brúkað._________________________
Svo mörg voru orð fyrrum forsætisráðherra Davíðs Oddssonar í Reykjavíkurbréfi þann 9. janúar. Ég veit ekki hvað Davíð gengur til að vera stöðugt að setja fram hálfkveðnar vísur í þessu máli. Ef Steingrímur J Sigfússon er samsekur honum og hefur tekið fullan þátt í smíði þessa frumvarps, hvaða samtrygging er það þá sem rekur hann og Geir H til þess að segja ekki orð um það ? ..
Þjóðin þarf ekki á meiri skammti af svona tvöfeldni. Ef Steingrímur J fór á fjöll um árið til að þurfa ekki að samþykkja þetta frumvarp en tók samt þátt í að smíða það þarf þjóðin að fá að vita það. Þjóðin þarf líka að fá að vita ef Davíð Oddsson er að sá eitri með slíkum yfirlýsingum þvert á sannleika. En af hverju spyr enginn um þetta og af hverju hafa fjölmiðlar engan áhuga á þessu máli... er það bara steindautt ?
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þegar eftirlaunafrumvarpið hans Davíðs var í þinginu var Steingrími nóg um. Hann tók sér frí þann dag sem atkvæðagreiðsla fór fram og skrapp á fjöll til að fá sér þar ferskt loft frá því lævi blandaða lofti sem þá var í sölum þingsins. Síðan hefir Steingrímur jafnan fengið á sig snuprur fyrir að hafa verið „samþykkur“ þó fjarverandi væri.
Svona er pólitíkin, sumir trúa hvaða vitleysu sem þeir telja sig geta haft gagn af. En ekki getur slíkur málflutningur talist hvorki áræðanlegur né þaðan af síður vandaður. Svona lygaþvættingur er auðvitað ætluðum auðtrúa einföldum sálum! Og eru ekki ýmsir þingmenn áróðursmenn íhaldsins sem sækja sér fylgi til slíkra?
M
Guðjón Sigþór Jensson, 17.1.2011 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.