1.1.2011 | 18:30
Staðfestan og ákveðnin að byrja að skila sér.
Ríkisstjórnin nýtur nú stuðnings 37% landsmanna og er það örlítið meiri stuðningur en mældist í nóvember. Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallup.
Óverulegar breytingar eru einnig á fylgi flokka milli mánaða. Samfylkingin bætir þó við sig tveimur prósentustigum og mælist nú með tæplega 24% fylgi. Á sama tíma minnkar fylgi Hreyfingarinnar um tvö prósentustig.
Úrtölur og bölmóður stjórnarandstöðunnar er greinilega að missa áhrifamátt sinn. Hvert sem litið er má sjá breytingar til batnaðar og landið að rísa.
Auðvitað gerist þetta hægt, slíkt var hrunið sem frjálshyggjan og stefna Sjálfstæðisflokksins olli enda er hann í sögulegu lágmarki ef undan eru skildir nokkrir mánuðir rétt eftir hrun. Sjálfstæðisflokkur með 34% fylgi þekktist varla í æskum minni...aðeins þegar Borgararaflokkur Alberts klauf hann mátti sjá svipaðar tölur. Enda hefur formaður flokksins fátt fram að færa og ljóst að þessi fyrrum valdaflokkur á við erfiðan tilvistarvanda að stríða.
Samfylkingin er í því erfiða hlutverki að leiða ríkisstjórn sem glímir við mestu erfiðleika eftir lýðveldissstofnun. Auðvitað tapaði flokkurinn fylgi meðan á því stóð, annað væri undarlegt.
En nú má sjá þess greinileg merki að flokkurinn er að endurheimta stuðning og traust kjósenda sinna og styttist í að flokkurinn nái á ný kjörfylgi sínu. Það lætur nærri að flokkurinn hafi bætt við þriðjungs fylgi frá því hann mældist lægstur í haust.
Kjósendur eru að átta sig á því að upphrópanir og bölmóður skila engu...það sem gildir nú er að halda fókus og staðfestu, þá mun landið rísa og við endurheimta þau lífsgæði sem töpuðust við hrun frjálshyggjuþjóðfélagsins sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skópu á árunum frá 1995 - 2007.
Ríkisstjórnin með 37% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yfir litlu gleðjast jafnaðarmenn þessa dagana
Gleðilegt ár Jón Ingi.
Hafsteinn Björnsson, 1.1.2011 kl. 18:51
Kjaftæði í þér maður.
Samfylkingin mun aldrei skila okkur velferð og bættri þjóð. Aldrei.
Samfylkingunni og VG munu aldrei geta unnið bug á atvinnuleysi, enda hafa þessir flokkar ekkert sérstakan áhuga á því þar sem að þessir flokkar skilja ekki hugtakið "atvinnulíf".
Samfylkingin var ein af gerendum í hrunstjórninni.
Á árunum fyrir hrun hljóð Samfylkingin bálkesti hrunsins með því að styðja siðlausa fjárglæframenn í ræðu og riti (Borgarnesræðurnar) og hvatti þá til dáða til að stela fjármunum af þjóðinni í gegnum útrásarkjaftæði og bankasukk.
Ég segi bara; Guð fyrirgefi þessum 37% sem styðja þessa verstu ríkisstjórn í heiminum, því þessi 37% vita ekki hvað þau eru að gera.
Landið sekkur dýpra og dýpra undir styrkri stjórn Samfylkingarinnar.
Það sem er öruggt með Samfylkinguna og VG í stjórn eru hækkandi skattar og viðvarandi atvinnuleysi.
Lífskjör verða aldrei góð undir stjórn Samfylkingarinar, ALDREI, enda er stjórnarstefna hennar fáránleg og úr takti við þjóðina.
Má ég biðja aftur um tíma á Íslandi eins og voru fram til 2003/2004. Þetta voru góð og blómleg ár með mikilli velferð og góðum kjörum fólksins í landinu. Nokkuð sem Samfylkingin mun ekki og vill ekki gefa þjóðinni færi á að upplifa aftur.
Þegar þessi lélega ríkisstjórn verður hrakin frá völdum, mun hún skila af sér sviðna jörð og þjóð í sárum þjakaðri af atvinnuleysi og skattaáþján.
Grétar Grétarsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 19:00
Kjósendur eru að átta sig á því að upphrópanir og bölmóður skila engu...það sem gildir nú er að halda fókus og staðfestu, þá mun landið rísa og við endurheimta þau lífsgæði sem töpuðust við hrun frjálshyggjuþjóðfélagsins sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skópu á árunum frá 1995 - 2007.
Ekki allir kjósendur enn sem komið er...eins má sjá á commenti frá Grétari... en þetta er hinn dæmigerði bölmóðsmálflutningur sem ég nefni ..
Jón Ingi Cæsarsson, 1.1.2011 kl. 19:31
63% á móti ríkisstjórninn. Ekki slæmt!
Þórður (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 20:23
13,7% úrtaksins studdu ríkisstjórnina. 63% svöruðu ekki eða sögðust skila auðu. 37% gáfu upp afstöðu, 37% af þeim sagðist styðja ríkisstjórnina = 13,7%.
Magnús Sigurðsson, 1.1.2011 kl. 20:23
En sjáið, svona er "nýja fólkið": Þór Saari heimtaði fram á síðasta dag "lausn" á skuldum heimila sem kostað hefði Ríkið (almenning) minnst 220 milljarða, og sett Ísland - um áratugaskeið - í slíka fátækt og niðurskurðarþörf að margfalt fleiri heimili hefðu farið fram af brúninni. Daginn eftir, er aðgerðir voru kynntar, kvað Saari þær engu breyta því 6 milljarðar lentu á Ríkinu, þe almenningi! Það þótti Margréti í sama flokki nískt af Ríkinu! Þetta er fólk sem greinilega ætti að treysta fyrir fjármálum þjóðarinnar, enda er þetta jú akkúrat það sem Íslendingar í barnaskap sínum trúa á eins og jólasveininn: þe þetta er NÝTT FÓLK. Og þetta (Hreyfingin) er meiraðsegja mestmegnis KONUR, en konur eru jú annar jólasveinn sem þessi bjánaþjóð trúir á.
asdis o. (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 21:11
Jón Ingi;
Þessi ríkisstjórn og stuðningsmenn hennar, kenna endalaust fyrir stjórnum Framsóknar og Sjálfstæðisflokki um núverandi vandræði.
Þetta er ekki ólíkt annari klerkastjórn, stjórninni í Íran, sem kennir Bandaríkjamönnum og Gyðingum um allt sem fer úrskeiðis í þessu klerkaríki í staðinn fyrir að líta í eigin barm.
Núverandi ríkisstjórn mun ekki ná niður atvinnuleysi. Hún getur það ekki og vill það í raun ekki af því að stjórnarliðar skilja ekki hugtakið atvinnulíf.
Núverandi ríkisstjórn mun halda sköttum háum um ókomna framtíð og búa til nýja skatta og álögur á fólk.
Eftir tvö ár mun ég nudda þessum staðreyndum framan í andlitið á þér, þ.e við áramótin 2012/2013, en þá verða skattar enn hærri en nú, og atvinnuleysið verður enn kringum 8%.
Mundu eftir þessu sem ég segi nú.
Landið mun fyrst rísa þegar þessi herfilega ríkisstjórn fer frá völdum. Alls ekki fyrr.
Þá fyrst kemur góðærið aftur til okkur Íslendinga og betri tímar með farsæld og hagsæld þar sem landsmenn geta aftur verið stoltir yfir því að vera Íslendingar.
Grétar Grétarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 00:03
Og eitt að lokum, Jón Ingi;
Samfylkingin að stóran þátt í þessu hruni sem varð hérna árið 2008.
Það er sama þó að þið Samfylkignarfólk standið í biðröðum við handvaskana til að reyna að þvo ykkur af hruninu, það er bara ekki hægt, því að þetta þvæst ekki af.
Samfylkingin þykist aldrei koma nálægt neinu þegar eitthvað bjátar á, en er hinsvegar fljót að eigna sér hlut af eitthvað gengur vel
Það er staðreynd að þegar Samfylkingin komst í ríkisstjórn vorið 2007, þá fór allt á versta veg.
Það mun því fyrst lagast eitthvað hér á landi þegar þegar þessi óværa, Samfylkingin, fer frá landstjórninni.
Grétar Grétarsson (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 00:08
Jón Ingi, þú ert ótrúlegur. Sérð bara rósir og bleik ský þegar Jóhanna Sigurðardóttir talar.
Landið er ekki byrjað "að rísa". Þvert á móti þá er það að grafast í dýpra og dýpra fen skuldsetningar og ríkisábyrgða á kröfum sem bornar eru á íslenska skattgreiðendur án lagastoða.
Geir Ágústsson, 2.1.2011 kl. 01:01
"og við endurheimta þau lífsgæði sem töpuðust við hrun frjálshyggjuþjóðfélagsins sem Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur skópu á árunum frá 1995 - 2007."
Jón, þú getur ekki bæði sleppt og haldið. Þú vilt endurheimta lífsgæðin sem töpuðust við hrunið, en skilur ekki að þú ert í sömu setningu að minna á að þessi lífsgæði sköpuðust einmitt á áratugnum 1990 til 2000. Það var á þessum árum sem íslenska velferðarþjóðfélagið náði loksins fótfestu, verðbólga var kveðin í kútinn og lífsgæði jukust almennt. Þú kennir Sjáfstæðisflokknum um allt sem aflaga fór, en vilt samt endurheimta gæðin sem hann bjó til með sömu stefnu. Þetta meikar ekkert sens hjá þér.
Samfylkingarfólk er líka gjarnt á, illa haldið af Davíðs Oddssonar heilkenninu, að gleyma því hverjir það voru sem komu Davíð til valda - Alþýðuflokkurinn, jafnaðarmenn, uppistaðan í Samfylkingunni. Jóhanna Sigurðardóttir, sem nú hamast hvað mest gegn Davíð, var meira að segja ráðherra í Viðeyjarstjórninni, fyrstu ríkisstjórn Davíðs. Það var Össur Skarphéðinsson líka. Ég man ekki eftir því að Össur eða Jóhanna hafi varað við Thatcherismanum sem Viðeyjarstjórnin stóð fyrir á þessum tíma. Þetta fólk, forysta Samfylkingarinnar í dag, getur ekki gagnrýnt þá stefnu sem ríkti hér í efnahagsmálum á 10. áratugnum, því þau voru sjálf þátttakendur í að búa hana til!
Það er vissulega rétt að einkavæðingin hófst ekki fyrir alvöru fyrr en eftir að Alþýðuflokkurinn fór úr ríkisstjórn, en alveg eins og Samfylkingin getur ekki svarið af sér þátttöku sína í Þingvallastjórninni, þar sem hún gekk inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum fullvitandi um þessa stefnu án þess að setja á hana teljandi bönd, þá getur Samfylkingin ekki svarið af sér þáttöku jafnaðarmanna - Alþýðuflokksins - og sinna helstu forystumanna í því að greiða leiðina fyrir þessa sömu stefnu.
Jóhannes Þór Skúlason (IP-tala skráð) 2.1.2011 kl. 01:09
Gott fólk, hér verður lítil sem engin endurreisn fyrr en stjórnmálaflokkarnir hafa endurnýjað alla sýna forystu og hugmyndafræði. Hér verður engin endurreisn fyrr en búið er að stokka upp starssemi fjármálakerfisins og laga hana að þörfum samfélagsins. Hér verður engin endurreisn nema réttlætinu verður fullnægt. Hér verður engin endurreisn nema auðlindum þjóðarinar verður komið í hennar eigu og arður auðlindanna renni til þjóðarinnar. Hér verður engin endurreisn meðan við rífumst eins og hundar og kettir.
En gleðilegt ár gott fólk og megi nýja árið gera okkur samrýmdari.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 2.1.2011 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.