30.12.2010 | 16:29
Að loknu ári 2010.
Það er til siðs að gera upp árið og fara yfir liðna tíð.
Persónlega hefur þetta ár verið fremur aðgerðarlítið, ég átti ekki hlutabréf til að tapa, ég hafði ekki tekið kúlulán til að kaupa mér bíl eða hús eins og svo margir gerðu þegar bankar buðu gull og græna skóga. Þess vegna er ég tiltölulega rólegur í sálinni og held áfram veginn eins og undanfarin ár og áratugi.
Í ársbyrjun hafði ég ákveðið að hætta afskiptum af stjórnmálum og einbeita mér að persónulegum áhugamálum, ljósmyndun og ferðalögum. Því fóru sveitarstjórnarkosningarnar að mestu framhjá mér og í fyrsta sinn frá því á Reykjavíkurárunum frá 1981 - 1984 sem ég kom ekki nærri kosningabaráttu og þeirri spennu og álagi sem slíku fylgir. Afar þægilegt og gott.
En áhugi minn á stjórnmálum er ekki vegna persónulegs metnaðar eða löngunar til að vera áberandi eins og svo margir láta henda sig í þessum geira. Það er fyrst og fremst áhugi minn á umhverfis og málum tengdum daglegu lífi og vellíðan borgaranna sem hafa verið minn drifkraftur. Það hefur því kveikt í mér að nýju að horfa upp á málsmeðferð stjórnmálamanna á Akureyri í þessum málaflokkum sem ég hef ákveðið að fresta pólitískum dauða mínum. Núverandi meirihluti lét verða sitt fyrsta verk að stórskaða mál sem hefur verið mér hjartans mál í áratugi. Það var fyrir rúmlega 20 árum sem ég sá fyrir mér Akureyri sem fyrirmynd annarra sveitarfélaga í umhverfismálum, ekki síst úrgangsmálum og meðhöndlun úrgangs til endurvinnslu. Það mál var í höfn þegar ég ákvað að hætta en L- listinn eyðilagði það mál með bravör sem þó var búið að leggja það upp í hendurnar á þeim.
Stjórnmálamenn á Akureyri hafa líka stungið höndum í vasa í skipulagsmálum og hafa ákveðið að hér eigi ekkert að gerast umfram það sem þeir mega til vegna þrýstings frá öðrum. Stefnumörkun og framtíðarsýn hefur verið sett á ís og slík vinna virðist ekki eiga að fara fram.
Sú staðreynd hefur líka gert það að verkum að ég hef ákveðið að veita stjórnmálamönnum og ráðandi öflum aðhald og skrifa stöðugt um það sem betur má fara og gera fólki ljós hver staðan er. Pólitísk umræða á Akureyri er í skötulíki og það er líklega þess vegna sem slys eins og það sem blasti við í vor á sér stað. Það er auðvelt að blekkja með fagurgala og innantómum loforðum þegar umræðan er lítil sem engin. Ég mun gera mitt besta til að halda henni gangandi og benda á það sem betur má fara og vekja máls á þeim kokteil sem stjórnarherrarnir ætla að bjóða okkur borgurnunum upp á.
Ég hef reynt að kalla eftir umræðu við forsvarsmenn ráðandi flokks á Akureyri og skorað á hann nokkrum sinnum að eiga við mig kappræður um umhverfismál. Hann hefur ekki fyrir því að svara mér enda á hann ekkert vantalað við kjósendur þegar engar eru kosningarnar.
Ég vil því enn og aftur skora á Odd Helga Halldórsson í kappræður um umhverfismál... hann má velja stund og stað.
Það er gert til að efla lifandi umræðu og vekja máls á því sem er að gerast í málaflokkunum á líðandi stundu og ég trúi því að aðrir sem betur þekkja til hafi áhuga á að ræða við FLOKKINN um það sem er að gerast.
Ég vil að lokum óska öllum gleðilegs árs með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.
Um bloggið
Jón Ingi Cæsarsson
Færsluflokkar
Bloggvinir
- agny
- malacai
- megadora
- gumson
- skagstrendingur
- agustolafur
- bjarnimax
- bleikaeldingin
- bookiceland
- gattin
- bibb
- dofri
- ragnagrondal
- fsfi
- saltogpipar
- gisliivars
- gretar-petur
- lucas
- mosi
- gudrunkatrin
- nelson
- coke
- hehau
- hemba
- helgivilberg
- hildajana
- hildurhelgas
- himmalingur
- hlynurh
- slubbert
- minos
- hordurj
- ingolfurasgeirjohannesson
- jakobk
- leicester
- rabelai
- jonhalldor
- joninaros
- jonerr
- jonsnae
- thjodarskutan
- kafteinninn
- ktomm
- kjarri
- kjarrip
- ksk
- kristjanmoller
- larahanna
- lara
- lillagud
- magnusmar
- olafurjonsson
- skari60
- pallijoh
- ljosmyndarinn
- fjardarheidi
- safi
- siggisig
- stebbifr
- svavaralfred
- svenni
- saemi7
- saevarh
- sollikalli
- valdisa
- vestfirdir
- tbs
- thorhildurhelga
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.