Eigendum til skammar.. Húsafriðunarnefnd til vansa.

 

Hjallurinn Hótel Akureyri er eigendum sínum til lítils sóma og svona hefur þetta hús verið í áratugi, miðbænum til skammar.

Það kostar hundruð milljóna að gera upp þetta hús og ráðherra friðaði það um árið eftir að hópur krossfara töldu allt til vinnandi að hafa það þarna.

Nú standa mál þannig, að allir krossfararnir eru horfnir, eigendurnir gera ekki neitt og húsið heldur áfram að grotna niður. Það nýjasta var að L-listinn hafnaði hugmyndum um uppbyggingu á reitnum þar sem húsið var látið halda sér og byggt við það.

Húsafriðunarnefnd er ósveigjanleg í þessu máli og stendur föst á sínu eins og staður asni við staur og hafnar hugmyndum um endurreisn.

Hafnarstræti 98 mun því halda áfram að vera miðbæ Akureyrar til skammar og að mínu mati ekki spurning um hvort, heldur hvenær stórslys verður af ástandi og stöðu þess í miðbænum.

Meiri og hættulegri eldsmat er varla hægt að hugsa sér í nágrenni við perlurnar sunnan við og það væri hriklegt ef það slys yrði að í hjallinum kviknaði og bruni af Akureyrargráðu yrði á þessu svæði.


mbl.is Kjallarinn hálffylltist af vatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Nú er ég hjartanlega sammála þér Jón Ingi, það voru hræðileg mistök að stöðva uppbyggingu þessa húss á síðustu stundu og friða það. Þetta en ekkert annað en ósómi göngugötunnar okkar og Akureyringum til skammar.

Tryggvi Þórarinsson, 28.12.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Jón Ingi Cæsarsson

Höfundur

Jón Ingi Cæsarsson
Jón Ingi Cæsarsson

Akureyringur.  Oddeyringur.  Jafnaðarmaður.

Formaður Póstmannafélags Íslands.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 000 2021 5.10. haustsol-0158
  • 2022 týndur
  • 20211224-IMG 0196
  • 2022 bb kj si
  • 20220407-IMG 0288

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband